Vodafone Sport
Sýnt verður beint frá sjötta degi heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fer fram í Alexandra Palace. Útsending hefst klukkan 12:30 og stendur langt fram eftir kvöldi.
Fimm mínútum eftir að klukkan slær miðnætti munu svo Florida Panthers og St. Louis Blues mætast á svellinu í NHL íshokkídeildinni.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19:20 mætast Valur og Tindastóll í síðasta leik Bónus deildar karla fyrir jólafrí.
Körfuboltakvöld verður svo í beinni útsendingu úr Minigarðinum strax eftir leik og gerir alla umferðina upp.