Atletico rændi sigrinum í blálokin Siggeir Ævarsson skrifar 21. desember 2024 19:31 Alexander Sorloth var hetja Atletico í kvöld EPA-EFE/JuanJo Martin Allt stefndi í 1-1 jafntefli í toppslag Barcelona og Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Norðmaðurinn Alexander Sorloth var með önnur plön. Heimamenn í Barcelona höfðu töluverða yfirburði í leiknum, voru mikið mun meira með boltann og sköpuðu sér urmul marktækifæra en náðu aðeins að skora eitt mark. Uppbótartíminn var sex mínútur en þegar 95 mínútur og 37 sekúndur voru komnar á klukkuna smellti Sorloth boltanum í netið viðstöðulaust eftir hárnákvæma fyrirgjöf Nahuel Molina. Frábær skyndisókn hjá gestunum og toppsætið þeirra, í bili í það minnsta. Spænski boltinn
Allt stefndi í 1-1 jafntefli í toppslag Barcelona og Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Norðmaðurinn Alexander Sorloth var með önnur plön. Heimamenn í Barcelona höfðu töluverða yfirburði í leiknum, voru mikið mun meira með boltann og sköpuðu sér urmul marktækifæra en náðu aðeins að skora eitt mark. Uppbótartíminn var sex mínútur en þegar 95 mínútur og 37 sekúndur voru komnar á klukkuna smellti Sorloth boltanum í netið viðstöðulaust eftir hárnákvæma fyrirgjöf Nahuel Molina. Frábær skyndisókn hjá gestunum og toppsætið þeirra, í bili í það minnsta.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“