Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 12:25 Þær Þórdís Kolbrún, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna hafa áhuga á formennsku í Sjálfstæðisflokknum. vísir/samsett Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira