„Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2024 08:02 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur skotist upp á stjörnuhimininn í alþjóðlegum heimi ólympískra lyftinga. Vísir/Bjarni Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hafnaði í fjórða sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. Árangurinn er fram úr vonum en hátíðirnar munu hins vegar fara í að vinna upp verkefni í læknisfræðinni. Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar Lyftingar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Eygló var að keppa í A-flokki á HM í fyrsta sinn og óhætt að segja að frumraunin hafi gengið vel. Hún hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa lyft 267 kílóum samanlagt í snörun og jafnhendingu. Hún var best Evrópubúa í sínum flokki og setti bæði Íslandsmet og Norðurlandamet. „Ég er náttúrulega bara ótrúlega ánægð með þetta. Þetta var virkilega gaman og ég er mjög stolt af þessum árangri. Ég er ennþá aðeins að meðtaka og melta þetta, ég eiginlega skil ekki alveg hvað gerðist. En ég er mjög ánægð,“ segir Eygló. Í aðdraganda móts var hún ekki viss um aða hún ætti heima þar og þjáðist að svokölluðu imposter syndrome eða loddaralíðan. Líkt og árangurinn sýnir átti sú líðan ekki rétt á sér. „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri möguleiki. Þetta var aldrei markmiðið mitt að ná svona háu sæti. Ég vissi ekki að ég gæti þetta, í hreinskilni sagt. Ég kom inn í þetta og ætlaði að safna reynslu í bankann og standa mig eins vel og ég gæti,“ segir Eygló. Eygló sinnir læknisnámi samhliða lyftingunum og nú fara hátíðarnar í það að vinna upp í skólanum. „Beint í skólann, beint að taka upp lokapróf og verkefni sem ég missti af. Ég mun gera það yfir jólin. Það er lítill tími fyrir chill og pásu,“ segir Eygló sem þurfti að snúa sér að bókunum strax og hún kom heim af mótinu í Barein. „Það er erfitt, maður er ekki endilega í besta ástandinu til að setjast niður og læra í marga klukkutíma. En maður þarf að gera það sem maður þarf að gera.“ Hefurðu eitthvað getað keypt jólagjafir? „Ég er ekki búinn að kaupa eina einustu jólagjöf. Þetta er alveg hræðilegt sko,“ segir Eygló hlægjandi að lokum. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en viðtalið í heild hér fyrir neðan. Klippa: Bograr yfir skólabókum um hátíðarnar
Lyftingar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira