Fótbolti

Juric tekinn við Sout­hampton

Siggeir Ævarsson skrifar
Juric er mættur
Juric er mættur Twitter@SouthamptonFC

Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur staðfest þær fréttir sem lágu í loftinu, Ivan Juric hefur verið ráðinn þjálfari liðsins.

Juric er 49 ára gamall Króati og hefur allan sinn þjálfaraferil stýrt liðum á Ítalíu. Hann var síðast við stjórnvölinn hjá Roma en fékk aðeins að reyna sig við starfið í tólf leikjum í haust áður en honum var sagt upp störfum.

Gengi Southampton í deildinni hefur verið afleitt þetta tímabilið og hefur liðið ekki unnið leik síðan 2. nóvember. Liðið situr í neðsta sæti með fimm stig eftir 16 leiki og er ljóst að Juric þarf að kreista fram einhverskonar kraftaverk ef hann á að ná að bjarga liðinu frá falli. 

Juric gerir tímabundinn samninginn við Southampton sem verður endurskoðaður og framlengdur til tveggja ára næsta vor takist honum að halda liðinu uppi.

Næsti leikur liðsins er á morgun gegn Fulham á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×