Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 07:38 Tveir flugmenn sluppu lifandi frá því að verða skotnir niður skömmu eftir flugtak frá flugmóðurskipinu USS Truman í nótt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/Bernat Armangue Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök. Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen. CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in YemenTAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024 Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi ásamt fylgiflota.AP/Darko Bandic Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´ Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu. Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum. Beitiskipið USS Gettysburg, sem er af Ticonderoga-gerð. Áhöfn þess skaut herþotuna niður í nótt fyrir mistök.AP/Kaitlin Young Bandaríkin Jemen Hernaður Tengdar fréttir „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök. Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen. CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in YemenTAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024 Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi ásamt fylgiflota.AP/Darko Bandic Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´ Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu. Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum. Beitiskipið USS Gettysburg, sem er af Ticonderoga-gerð. Áhöfn þess skaut herþotuna niður í nótt fyrir mistök.AP/Kaitlin Young
Bandaríkin Jemen Hernaður Tengdar fréttir „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20