Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. desember 2024 12:06 Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu. Mynd/Róbert Arnar Sjúkraflutningamaður og sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu sem hefur starfað á fjölda viðburða hér á landi segir nægilegt sjúkraeftirlit skorta á ýmsum stórum viðburðum og tónleikum. Það skapi óþarfa hættu fyrir gesti og geti haft neikvæð áhrif á neyðarþjónustu Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“ Sjúkraflutningar Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að kona á þrítugsaldri hafði fallið fram fyrir sig á tónleikum Julevenner á föstudagskvöldið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund um stundarsakir og brotnaði á handarbaki. Öryggisgæslan á svæðinu var fljót að bregðast við og yfirgaf konan tónleikanna í sjúkrabíl skömmu síðar. Aðstæður geti verið mjög krefjandi Ríkharður Daði Ólafsson, sjúkraflutningamaður, sjálfstæður verktaki í sjúkragæslu og hjúkrunarfræðinemi, segir að ekki sé gerð nægileg krafa hér á landi um sjúkragæslu á stórum viðburðum, hann á þá við standandi viðburði þar sem mörg hundruð manns koma saman. „Mín helstu áhyggjuefni liggja í því að þetta sé ekki menntað fólk. Heilbrigðismenntað sérstaklega. Því með heilbrigðismenntun, ef þú færð starfsleyfi frá landlækni þá ber þér skylda gagnvart lögum sem heita lög um heilbrigðisstarfsmenn.“ Ríkharður minnir á að þeir sem starfa án starfsleyfis frá Landlækni séu ekki bundnir þagnarskyldu. Á stórum viðburðum geti aðstæður verið krefjandi og þá þurfi að kunna vel til verka. „Þú ert með mikinn fólksfjölda og hrúgu af fólki. Ef eitthvað slys gerist þá ertu komin með fólk ofan í hópinn strax. Það þarf að vera manneskja sem er vel merkt og getur komið inn í aðstæður og fundið út hvað vandamálið er. Ég hef fundið fólk í alls konar ástandi sem að enginn hefði tekið eftir, því ég er með þennan heilbrigðisbakgrunn.“ Slys á viðburðum ekki alltaf skráð Ríkharður segir að þegar stórir viðburðir séu án sjúkragæslu geti álag aukist á neyðarþjónustu. Í mörgum tilvikum sé hægt sé að afgreiða mál á staðnum með réttum handtökum. „Standandi viðburðir, svona þúsund, tvö þúsund manns, sem heldur inn í nóttina. Þar byrjar ballið. Ég hef unnið einn viðburð sem er mjög eftirminnilegur. Eitt árið var ekki sjúkragæsla og hitt árið var. Það sést bara að hringingum í sjúkrabíl hríðlækkaði frá, ég man ekki nákvæma tölu en það voru yfir 40 útköll á fjórum tímum en þegar við vorum staðsett þarna vorum við með fjögur útköll. Við gátum afgreitt málin og metið aðstæður.“ Hann bendir á að stundum sé hringt á sjúkrabíl þó það sé óþarfi. „Ég hef heyrt rosa oft að fólk hringi á sjúkrabíl bara til að tryggja sjálfan sig.“ Er eitthvað sem þú myndir vilja brýna fyrir viðburðarhöldurum? „Það eru til dæmis ekki skráð niður öll slys. Sumir viðburðir gera þá kröfu að það sé skráð niður skýrsla um öll slys en aðrir viðburðir gera það ekki. Viðburðarhaldarar vita kannski ekki endilega hvort það séu einhverjir ákveðnir slysapunktar. Hvort það verði meiri slys á sumum stöðum en annars staðar. Þá væri hægt að hagræða einhverju þannig að þetta verði öruggara næst. Ég sé alveg að það er vilji til þess að gera betur en ég held að það vanti bara svona skilning á hvað heilbrigðisstarfsfólk getur bætt þjónustuna mikið.“
Sjúkraflutningar Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira