„Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2024 06:37 Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari en ríkissaksóknari telur hann vanhæfan. Vísir/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari furðar sig á ákvörðun Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að lýsa hann vanhæfan þrátt fyrir að ráðherra hafi í haust ekki orðið við beiðni hennar um að leysa hann frá störfum. Helgi Magnús segir þetta farið að líkjast einelti frekar en löglegri stjórnsýslu. Hann ætli að skoða sína möguleika en muni ekki taka ákvörðun um framhaldið fyrr en eftir áramót. Líkt og Vísir fjallaði um fyrir og um helgina sneri Helgi Magnús aftur til starfa á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Í samtali við Vísi sagði Helgi Magnús að hann fái ekki séð á hvaða lagaforsendum þessi ákvörðun ríkissaksóknara byggi. Í færslu á Facebook í gærkvöldi segir Helgi Magnús að hann hafi talið að málinu væri lokið þegar ráðherra varð ekki við beðni Sigríðar í september. „Ég furða mig á þessari ákvörðun Sigríðar enda hefur ráðherra hafnað kröfu hennar. Það er ekkert nýtt í þessu máli. Ráðherra er sá sem fer með vald til að skipa í stöðu mína og leysa mig frá henni. Ég er hvorki ráðinn né skipaður af ríkissaksóknara heldur ráðherra og er staða mín bundin í lögum en ekki háð duttlungum Sigríðar J. Friðjónsdóttur. Henni ber að una ákvörðun ráðherra sem er endanleg og byggir á lögbundinni valdheimild ráðherra,“ segir Helgi Magnús í færslu sinni. Sigríður veitti honum áminningu vegna ummæla hans um brotaþola kynferðisbrota, samkynhneigða og hælisleitendur á samfélagsmiðlum og óskaði þess svo að hann yrði leystur frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. Ákvörðun ráðherra endanleg Nú hafi Sigríður ákveðið að hundsa niðurstöðu ráðherra og þannig sói hún almannafé að sögn Helga Magnúsar. Hann segist efast um að hún hafi vald til þess. „Ef það hefur hvarflað að Sigríði að nýr dómsmálaráðherra muni fella ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur úr gildi þá stenst slíkt ekki lög. Ákvörðunin ráðherra um að hafna erindi Sigríðar er endanleg,“ segir Helgi Magnús og á þá við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur nýjan dómsmálaráðherra og þingmann Viðreisnar. Helgi Magnús segir fullyrðingar Sigríðar um hæfi hans hafa enga þýðingu. Hann hafi verið staðgengill hennar í 13 ár og það sé fjallað um það í lögum hver sé hennar staðgengill. Hún stjórni því ekki. „Ég hélt að það væri nóg að sitja undir hótunum Kourani í þrjú ár, en ég þyrfti ekki að sitja undir þessu fyrst í sumarleyfinu og núna yfir jólin. Þetta er farið að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu. Ég ætla að bíða með frekari viðbrögð fram á nýja árið,“ segir Helgi Magnús að lokum í færslunni og óskar gleðilegra jóla. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Líkt og Vísir fjallaði um fyrir og um helgina sneri Helgi Magnús aftur til starfa á föstudag en hann hafði verið í veikindaleyfi að undanförnu. Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum og sagðist Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skilaboðum til hans fyrir viku að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Í samtali við Vísi sagði Helgi Magnús að hann fái ekki séð á hvaða lagaforsendum þessi ákvörðun ríkissaksóknara byggi. Í færslu á Facebook í gærkvöldi segir Helgi Magnús að hann hafi talið að málinu væri lokið þegar ráðherra varð ekki við beðni Sigríðar í september. „Ég furða mig á þessari ákvörðun Sigríðar enda hefur ráðherra hafnað kröfu hennar. Það er ekkert nýtt í þessu máli. Ráðherra er sá sem fer með vald til að skipa í stöðu mína og leysa mig frá henni. Ég er hvorki ráðinn né skipaður af ríkissaksóknara heldur ráðherra og er staða mín bundin í lögum en ekki háð duttlungum Sigríðar J. Friðjónsdóttur. Henni ber að una ákvörðun ráðherra sem er endanleg og byggir á lögbundinni valdheimild ráðherra,“ segir Helgi Magnús í færslu sinni. Sigríður veitti honum áminningu vegna ummæla hans um brotaþola kynferðisbrota, samkynhneigða og hælisleitendur á samfélagsmiðlum og óskaði þess svo að hann yrði leystur frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. Ákvörðun ráðherra endanleg Nú hafi Sigríður ákveðið að hundsa niðurstöðu ráðherra og þannig sói hún almannafé að sögn Helga Magnúsar. Hann segist efast um að hún hafi vald til þess. „Ef það hefur hvarflað að Sigríði að nýr dómsmálaráðherra muni fella ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur úr gildi þá stenst slíkt ekki lög. Ákvörðunin ráðherra um að hafna erindi Sigríðar er endanleg,“ segir Helgi Magnús og á þá við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur nýjan dómsmálaráðherra og þingmann Viðreisnar. Helgi Magnús segir fullyrðingar Sigríðar um hæfi hans hafa enga þýðingu. Hann hafi verið staðgengill hennar í 13 ár og það sé fjallað um það í lögum hver sé hennar staðgengill. Hún stjórni því ekki. „Ég hélt að það væri nóg að sitja undir hótunum Kourani í þrjú ár, en ég þyrfti ekki að sitja undir þessu fyrst í sumarleyfinu og núna yfir jólin. Þetta er farið að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu. Ég ætla að bíða með frekari viðbrögð fram á nýja árið,“ segir Helgi Magnús að lokum í færslunni og óskar gleðilegra jóla.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
„Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22. desember 2024 16:00
Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. 17. desember 2024 12:11