Fótbolti

Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ronaldo hefur trú á því að Amorim geti snúið skútunni við hjá Manchester United.
Ronaldo hefur trú á því að Amorim geti snúið skútunni við hjá Manchester United. Yasser Bakhsh/Getty Images

Cristiano Ronaldo, fyrrverandi leikmaður Manchester United og einn besti knattspyrnumaður allra tíma, segir að landi hans hjá United muni koma liðinu á rétta braut.

Gengi United hefur ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu og það hefur lítið batnað síðan Amorim tók við stjórnartaumunum í byrjun nóvember.

United hefur tapað fimm af fyrstu tíu leikjum sínum undir hans stjórn og þá hefur liðið þurft að sætta sig við tap í síðustu þremur leikjum.

„Hann gerði frábæra hluti í Portúgal með mitt lið [Sporting], en enska úrvalsdeildin er önnur skepna. Sterkasta deild í heimi,“ sagði Ronaldo um landa sinn.

„Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá þeim og að þeir myndi halda áfram í gegnum storminn. En storminn mun lægja og sólin mun skína á ný.“

„Ég krossa fingur og vona að þetta gangi vel hjá honum. Ég vil það besta fyrir Manchester United því það er klúbbur sem ég elska enn,“ bætti Ronaldo við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×