Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 11:31 Fjalar Þorgeirsson hefur starfað með Hákoni Rafni í íslenska landsliðinu síðustu misseri. Hann fylgdist vel með markverðinum unga í gærkvöld og hreifst, að venju, af frammistöðu hans. Samsett/Vísir Markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fylgdist vel með þegar Hákon Rafn Valdimarsson þreytti frumraun sína með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fotbolta. Hann segir Hákon vera betri markvörð en keppinaut hans um markvarðarstöðu liðsins. „Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“ Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Sjá meira
„Hann er náttúrulega búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Maður vonar aldrei að neinn meiðist eða detti út en það þarf ekki mikið til, eins og við höfum rætt áður. Tækifærið kom þarna og hann greip algjörlega sénsinn,“ segir Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari Vals og íslenska karlalandsliðsins. Hákon Rafn kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken eftir rúmlega hálftímaleik er Brentford mætti Brighton í gær. Hann var traustur í sínum aðgerðum og hélt hreinu í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. En hvernig leið Fjalari þegar hann fylgdist með Hákoni í gær? „Satt best að segja, þegar hann stígur inn á völlinn í stórum leikjum hefur maður eiginlega meiri áhyggjur af því að hann sé of rólegur, af því að hann er svo svakalega yfirvegaður. En þetta lék bara í höndunum á honum eins og flest annað sem hefur gerst á hans ferli undanfarið,“ segir Fjalar. „Hann hefur sýnt mikla þolinmæði og ekki að fá sénsinn fyrr en nokkrum mánuðum eftir að mótið hófst. Hann greip það, svo verðum við bara að sjá til með framhaldið hvað gerist,“ bætir hann við. Flekken góður því hann er með betri mann á bakinu Hákon Rafn byrjaði ekki að spila og æfa sem markvörður fyrr en seint í öðrum flokki, en var áður miðvörður. Hann hafði ekki spilað stöðuna lengi þegar aðalmarkvörður Gróttu meiddist og hann var orðinn aðalmarkvörður liðsins ungur að aldri. En er ekki óvenjulegt að svo hraður tröppugangur sé hjá manni sem hefur markvarðariðjuna svo seint? „Þetta er kannski óvenjulegt upp á það að gera að einhver sambönd og lið væru búin að gefa hann upp á bátinn. Hann hafði fulla trú á því sem hann var að gera og sem betur fer voru opnar dyr hjá yngri landsliðunum fyrir hann. Svona er staðan og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Fjalar. Fjalar segir Hákon geta náð eins langt og hann vill. Nú verður að sjá til hversu alvarleg meiðsli Flekkens séu upp á nánustu framtíð en sá hollenski hafi staðið sig vel í vetur. Það sé mögulega vegna þess að Flekken sé með betri mann að þrýsta á sig. „Til styttri tíma verðum við að sjá hvað þjálfarinn vill gera og hvort Flekken sé meiddur. Flekken er náttúrulega búinn að standa sig mjög vel á þessu tímabili, hugsanlega er það út af því að hann er með betri mann fyrir aftan sig sem er að setja pressu á hann. Við verðum að sjá til hvort hann fái tækifæri á nýársdag á móti Arsenal. Til lengri tíma getur hann gert það sem hugurinn girnist hjá honum, ég er algjörlega þar.“
Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Sjá meira