Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. desember 2024 02:06 Flugvélin rann á flugbrautinni áður en hún hafnaði á vegg. EPA 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna. Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Af þeim látnu eru að minnsta kosti 82 karlar og 93 konur. Þá hefur ekki tekist að segja til um kyn nokkurra hinna látnu. Hinir látnu eru sagðir vera á breiðu aldursbili. Yngsti einstaklingurinn var þriggja ára, en sá elsti 78 ára. Flestir farþegarnir voru kóreskir, en í vélinni voru líka tveir Taílendingar. Samkvæmt BBC eru rúmlega 1500 viðbragðsaðilar við vinnu á vettvangi, þar með taldir um fimm hundruð slökkviliðsmenn og tæplega fimm hundruð lögreglumenn. Flugvélin rann út af flugbrautinni og hafnaði á vegg á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta landsins. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. An aircraft carrying 175 passengers and six flight attendants has veered off the runway and crashed into a fence in South Korea, the Yonhap news agency reported on Sunday pic.twitter.com/WlHJXVrLGp https://t.co/Q7uiankZif— IamLegend 🇺🇸 (@DarkSideAdvcate) December 29, 2024 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Boeing 737-800 og á vegum suður-kóreska flugfélagsins Jeju Air, en það mun vera vinsælasta lággjaldaflugfélag Suður-Kóreu. Vélin var að lenda í Muan eftir flug frá Bangkok Taílandi. Greint var frá því fyrr í nótt að 175 farþegar hefðu verið um borð og sex starfsmenn flugfélagsins. Líklegt þykir að þetta verði mannskæðasta flugslys í Sögu Suður-Kóreu. Telja hóp fugla spila inn í Ástæður flugslyssins liggja ekki nákvæmlega fyrir en talið er að slæmt veður og að fuglahópur hafi orðið til þess að lendingabúnaðurinn virkaði ekki sem skildi. Ju Jong-wan, samgöngu- og innviðaráðherra Suður-Kóreu hefur hafnað því að slysið hafi orðið vegna þess að flugbrautin í Muan sé stutt. Að sögn ráðherrans barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti. Um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við flokki fugla. New York Times hefur eftir Najmedin Meshkati, prófessor í verkfræði, að mögulegt sé að lendingarbúnaður vélarinnar hafi ekki virkað vegna ófullnægjandi viðhalds. Hann segir að lendingarbúnaður Boeing 737-línunnar sé sögulega séð góður. Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá fyrstu birtingu með nánari upplýsingum um slysið og tölu látinna.
Suður-Kórea Taíland Fréttir af flugi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent