Lögreglustjóri Skamania-sýslu greinir frá því í Facebook-færslu að talið sé að mennirnir sem eru 59 og 37 ára hafi orðið úti. Embættið byggir þá ályktun á slæmu veðri, lélegum útbúnaði og skorti á undirbúningi mannanna fyrir ferðina.
Fjölskyldumeðlimur mannanna tilkynnti um eitt eftir miðnætti á jóladag að mennirnir hefðu ekki snúið aftur úr aðfangadagsferð sinni daginn áður. Mennirnir fundust í skógi vöxnu svæði í Gifford Pinchot-þjóðskógi sem er um 240 kílómetra norðaustan við Portland-ríki.
Sextíu sjálfboðaliðar hjálpuðu við þriggja daga leitina að mönnunum og voru þar leitarhópar niðri á jörðinni, hundar og drónar notaðir. Landhelgisgæslan notaði innrauða tækni til að leita að mönnunum úr lofti. Yfirvöld notuðu myndbandsupptökur til að finna bíl mannanna á suðurjaðri þjóðskógarins.

Stórfótur ekki enn fundist
Stórfótur er goðsagnakennd vera sem er sögð flakka um skóga Cascadíu-svæðis Bandaríkjanna. Svæðið er gjarnan kallað „The Pacific Northwest“ og nær yfir Washington, Oregon og Idaho auk hluta nágrannaríkja þeirra sem eru öll á norðvesturströnd Bandaríkjanna.
Kvikmyndagerðarmennirnir Roger Patterson og Robert Gimlin sögðust hafa náð Stórfæti á mynd árið 1967 í Norður-Kaliforníu. Myndefnið hefur síðan orðin alræmt og hafa margir reynt að hrekja það eða renna stoðum undir það. Mennirnir tveir héldu því staðfast fram til dauðadags að myndefnið væri ekki falsað.