Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins.
Í ár mæta sex formenn flokka í myndver Stöðvar 2, samanborið við átta í fyrra. Það eru þau Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Kristrún Frostadóttir, Samfylkingu, Inga Sæland, Flokki fólksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki.
Val fréttastofu á manni ársins verður kunngjört auk þess sem tónlist og grín koma við sögu.
Horfa má á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan: