Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Aron Guðmundsson skrifar 30. desember 2024 12:31 Tent Alexander Arnold skoraði eitt marka Liverpool í gær gegn West Ham Vísir/Getty Nýjustu útreikningar ofurtölvu tölfræðiveitunnar Opta gefa til kynna að rétt rúmlega níutíu og eitt prósent líkur séu á því að Liverpool standi uppi sem Englandsmeistari að loknu yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það er BBC sem að greinir frá útreikningum ofurtölvunnar en Opta hefur, eftir því sem liðið hefur á yfirstandandi tímabil reiknað út líkurnar á því í hvaða sætum liðin í ensku úrvalsdeildinni munu enda. Liverpool valtaði yfir West Ham United á útivelli í gær, 5-0 og er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og leik til góða á liðin fyrir neðan sig. Ofurtölvan telur yfirgnæfandi líkur á því að lærisveinar Arne Slot úr Bítlaborginni muni standa uppi sem Englandsmeistarar, alls 91,3 prósent líkur. Þá segja útreikningar ofurtölvunnar engar líkur á því að Liverpool endi neðar en þriðja sæti, 7.8 prósent líkur eru sagðar á því að Liverpool endi í 2.sæti. Spútniklið ensku úrvalsdeildarinnar til þessa, Nottingham Forest, er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar en ofurtölvan telur engar líkur á því að strákarnir úr Skírisskógi standi uppi sem Englandsmeistarar. Arsenal er það lið sem talið er líklegast til þess að geta skákað Liverpool á toppnum en ofurtölvan telur þó aðeins 7,7 prósent líkur á því að Skytturnar frá Norður-Lundúnum standi uppi sem Englandsmeistarar. Arsenal heimsækir Brentford á morgun og getur með sigri minnkað forystu Liverpool á toppnum niður í sex stig. Liverpool er þó alltaf með þennan leik til góða. Englandsmeistarar Manchester City komust á réttan kjöl á dögunum með sigri á Leicester City. Liðið situr í 5.sæti með 31 stig og telur ofurtölva Opta að á þessum tímapunkti séu aðeins 0,1 prósent líkur á því að lærisveinar Pep Guardiola verji Englandsmeistaratitilinn. Enski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Sjá meira
Það er BBC sem að greinir frá útreikningum ofurtölvunnar en Opta hefur, eftir því sem liðið hefur á yfirstandandi tímabil reiknað út líkurnar á því í hvaða sætum liðin í ensku úrvalsdeildinni munu enda. Liverpool valtaði yfir West Ham United á útivelli í gær, 5-0 og er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar og leik til góða á liðin fyrir neðan sig. Ofurtölvan telur yfirgnæfandi líkur á því að lærisveinar Arne Slot úr Bítlaborginni muni standa uppi sem Englandsmeistarar, alls 91,3 prósent líkur. Þá segja útreikningar ofurtölvunnar engar líkur á því að Liverpool endi neðar en þriðja sæti, 7.8 prósent líkur eru sagðar á því að Liverpool endi í 2.sæti. Spútniklið ensku úrvalsdeildarinnar til þessa, Nottingham Forest, er sem stendur í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar en ofurtölvan telur engar líkur á því að strákarnir úr Skírisskógi standi uppi sem Englandsmeistarar. Arsenal er það lið sem talið er líklegast til þess að geta skákað Liverpool á toppnum en ofurtölvan telur þó aðeins 7,7 prósent líkur á því að Skytturnar frá Norður-Lundúnum standi uppi sem Englandsmeistarar. Arsenal heimsækir Brentford á morgun og getur með sigri minnkað forystu Liverpool á toppnum niður í sex stig. Liverpool er þó alltaf með þennan leik til góða. Englandsmeistarar Manchester City komust á réttan kjöl á dögunum með sigri á Leicester City. Liðið situr í 5.sæti með 31 stig og telur ofurtölva Opta að á þessum tímapunkti séu aðeins 0,1 prósent líkur á því að lærisveinar Pep Guardiola verji Englandsmeistaratitilinn.
Enski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Sjá meira