Enski boltinn

Yfir­gnæfandi líkur á að Liver­pool verði Eng­lands­meistari

Aron Guðmundsson skrifar
Tent Alexander Arnold skoraði eitt marka Liverpool í gær gegn West Ham
Tent Alexander Arnold skoraði eitt marka Liverpool í gær gegn West Ham Vísir/Getty

Nýjustu út­reikningar ofur­tölvu töl­fræði­veitunnar Opta gefa til kynna að rétt rúm­lega níutíu og eitt pró­sent líkur séu á því að Liver­pool standi uppi sem Eng­lands­meistari að loknu yfir­standandi tíma­bili í ensku úr­vals­deildinni.

Það er BBC sem að greinir frá út­reikningum ofur­tölvunnar en Opta hefur, eftir því sem liðið hefur á yfir­standandi tíma­bil reiknað út líkurnar á því í hvaða sætum liðin í ensku úr­vals­deildinni munu enda.

Liver­pool valtaði yfir West Ham United á úti­velli í gær, 5-0 og er nú með átta stiga for­skot á toppi deildarinnar og leik til góða á liðin fyrir neðan sig.

Ofur­tölvan telur yfir­gnæfandi líkur á því að læri­sveinar Arne Slot úr Bítla­borginni muni standa uppi sem Eng­lands­meistarar, alls 91,3 pró­sent líkur. Þá segja út­reikningar ofur­tölvunnar engar líkur á því að Liver­pool endi neðar en þriðja sæti, 7.8 pró­sent líkur eru sagðar á því að Liver­pool endi í 2.sæti.

Spút­niklið ensku úr­vals­deildarinnar til þessa, Notting­ham For­est, er sem stendur í 2.sæti ensku úr­vals­deildarinnar en ofur­tölvan telur engar líkur á því að strákarnir úr Skíris­skógi standi uppi sem Eng­lands­meistarar.

Arsenal er það lið sem talið er lík­legast til þess að geta skákað Liver­pool á toppnum en ofur­tölvan telur þó aðeins 7,7 pró­sent líkur á því að Skytturnar frá Norður-Lundúnum standi uppi sem Eng­lands­meistarar. Arsenal heimsækir Brent­ford á morgun og getur með sigri minnkað for­ystu Liver­pool á toppnum niður í sex stig. Liver­pool er þó alltaf með þennan leik til góða.

Eng­lands­meistarar Manchester City komust á réttan kjöl á dögunum með sigri á Leicester City. Liðið situr í 5.sæti með 31 stig og telur ofur­tölva Opta að á þessum tíma­punkti séu aðeins 0,1 pró­sent líkur á því að læri­sveinar Pep Guar­diola verji Eng­lands­meistara­titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×