Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2024 11:22 Þessa mynd birti orkufyrirtæki Grænlands með fréttatilkynningu um orsök straumrofsins. Nukissiorfiit Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum: Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum:
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36