Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 31. desember 2024 07:34 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir miklum áskorunum, ekki síst þegar kemur að mönnun og gæðum þjónustunnar. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki umönnun og nærhjúkrun í daglegri starfsemi heilbrigðisstofnana. Hins vegar er ljóst að staða þeirra þarf að vera sterkari, bæði hvað varðar starfsumhverfi, nýliðun og möguleikum til að þróast í starfi. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á umbætur í heilbrigðismálum með sérstakri áherslu á að stytta biðlista, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, styrkja heimahjúkrun og að allir fái sinn heimilislækni. Þessar áherslur skapa tækifæri til að styrkja hlutverk sjúkraliða og bæta heilbrigðisþjónustuna. Forysta Sjúkraliðafélags Íslands vil tryggja að hlutverk sjúkraliða verði hluti af þessum áformum enda ljóst að án okkar er ógerlegt að ná þessum markmiðum. Við erum reiðubúin að vinna með stjórnvöldum að innleiðingu aðgerða sem styrkja stöðu sjúkraliða og tryggja betur gæði heilbrigðisþjónustunnar. Kreppa í mönnun kallar á tafarlausar aðgerðir Sú þróun sem blasir við í dag er áhyggjuefni. Meðalaldur sjúkraliða fer hækkandi ár frá ári, á meðan nýliðun hefur reynst ófullnægjandi til að tryggja nauðsynlega mönnun til framtíðar. Þetta skapar aukið álag á núverandi starfsfólk og hefur neikvæð áhrif á gæði þjónustunnar. Til að bregðast við þessu þarf heilbrigðiskerfið að verða meira aðlaðandi vinnustaður fyrir sjúkraliða með því að bjóða upp á betri kjör, sveigjanleika og skýra framtíðarsýn í starfi. Sérhæfing innan sjúkraliðastéttarinnar hefur fengið aukið vægi með tilkomu diplómanáms, sem er stórt skref í átt að því að efla fagmennsku og þróa störf stéttarinnar. Þetta námsstig skapar tækifæri fyrir sjúkraliða til að axla ábyrgðarfyllri hlutverk innan heilbrigðiskerfisins, svo sem í teymisstjórnun og sérhæfðri umönnun. Mikilvægt er að sjúkraliðar sem velja að mennta sig enn frekar fái raunverulegan framgang í starfi og viðurkenningu fyrir sína sérþekkingu, bæði í formi aukinnar ábyrgðar og launa. Án þessara tækifæra skapast hætta á því að sjúkraliðar leiti í önnur störf eða mennti sig út úr faginu, þar sem skortur á framgangi og viðurkenningu getur dregið úr áhuga á frekari sérhæfingu. Það er því lykilatriði að tryggja að menntun á diplómastigi leiði til stöðuhækkana og nýrra tækifæra innan heilbrigðiskerfisins, þannig að hún verði hvati fyrir sjúkraliða til að halda áfram að þróast innan eigin fagssviðs, en ekki yfirgefa það. Þetta styrkir ekki aðeins stöðu sjúkraliða heldur eykur einnig gæði þjónustu og öryggi sjúklinga í kerfinu. Tryggjum sjúkraliðum störf sem endurspegla sérhæfingu þeirra Sjúkraliðafélagið hefur sett sér skýr markmið um að styrkja stöðu sjúkraliða og tryggja að heilbrigðiskerfið geti mætt aukinni þörf fyrir umönnun, sérstaklega með hliðsjón af fjölgun eldra fólks. Til að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að starfsfólk fái réttláta launasetningu sem endurspeglar umfang og ábyrgð starfa þeirra, ásamt viðurkenningu fyrir reynslu og sérhæfingu. Til að draga úr álagi á sjúkraliða leggur félagið áherslu á markvissar mönnunaráætlanir og innleiðingu stuðningskerfa sem styðja við dagleg störf. Dæmi um slík kerfi eru tæknilausnir sem einfalda skráningar- og lyfjagjafir, betra skipulag vaktakerfa og aukið gagnsæi varðandi vinnuálag. Einnig er mikilvægt að bjóða upp á hjálpartæki á vinnustaðnum, svo sem lyftibúnað og önnur tæki sem draga úr líkamlegu álagi. Þessi úrræði auka ekki aðeins vellíðan starfsfólks heldur bæta einnig gæði þjónustunnar. Félagið vill tryggja fleiri tækifæri til starfsþróunar og skýra betur hlutverk sjúkraliða innan teymisvinnu. Sérstök áhersla er lögð á að diplómanám fyrir sjúkraliða verði aðgengilegra. En námið er lykillinn að sérhæfingu og framgangi í starfi og veitir sjúkraliðum tækifæri til að byggja ofan á þekkingu sína og reynslu, sem eflir fagmennsku í heilbrigðiskerfinu. Til að þessi sérhæfing nýtist til fulls er mikilvægt að námslok leiði til ábyrgðarmeiri starfa og hærri launa. Án raunverulegs framgangs í starfi gæti sérhæft vinnuafl leitað í önnur störf eða yfirgefið heilbrigðisgeirann. Heilbrigðiskerfið þarf því að skapa störf sem endurspegla þá sérhæfingu og fagþekkingu sem diplómanám sjúkraliða skilar. Með þessum aðgerðum er ekki aðeins tryggt að sjúkraliðar fái viðeigandi störf, heldur er einnig stuðlað að hagkvæmari nýtingu mannauðsins í heilbrigðiskerfinu. Þetta er nauðsynlegt skref til að mæta aukinni umönnunarþörf, bæta þjónustugæði og styrkja kerfið til framtíðar. Samstarf við stjórnvöld – lykillinn að framtíðinni Sjúkraliðafélagið er reiðubúið að taka virkan þátt í nauðsynlegu samstarfi við stjórnvöld til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum sem settar eru fram í stjórnarsáttmálanum. Við teljum lykilatriði að mótun stefnu um mönnunarmarkmið taki mið af raunverulegum þörfum heilbrigðiskerfisins, þar sem sjónarmið sjúkraliða eru höfð að leiðarljósi. Sjúkraliðar gegna ómissandi hlutverki í heilbrigðiskerfinu og eru grunnstoð þess að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Þeir veita lífsnauðsynlega umönnun og stuðla að bata sjúklinga, en þessi mikilvægasta vinna er oft vanmetin. Það er því brýnt að sjúkraliðar fái sanngjarnt mat á framlagi sínu, bæði í formi launa og starfsframa, sem endurspeglar ábyrgð og sérhæfingu þeirra. Með því að tryggja réttláta viðurkenningu fyrir störf sjúkraliða stuðlum við að aukinni starfsánægju og nýliðun, sem er grundvallaratriði í lausn á mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Við hvetjum stjórnendur og stjórnvöld til að vinna með okkur að því að efla sjúkraliðastéttina. Slíkt samstarf er lykilatriði til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær áskoranir sem framtíðin mun bera í skauti sér. Fjárfesting í sjúkraliðum er fjárfesting í gæðum, öryggi og manneskjulegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Með því að tryggja öfluga og vel mannaða sjúkraliðastétt leggjum við grunn að sterkara og sjálfbærara heilbrigðiskerfi fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir miklum áskorunum, ekki síst þegar kemur að mönnun og gæðum þjónustunnar. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki umönnun og nærhjúkrun í daglegri starfsemi heilbrigðisstofnana. Hins vegar er ljóst að staða þeirra þarf að vera sterkari, bæði hvað varðar starfsumhverfi, nýliðun og möguleikum til að þróast í starfi. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á umbætur í heilbrigðismálum með sérstakri áherslu á að stytta biðlista, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, fjölga hjúkrunarrýmum, styrkja heimahjúkrun og að allir fái sinn heimilislækni. Þessar áherslur skapa tækifæri til að styrkja hlutverk sjúkraliða og bæta heilbrigðisþjónustuna. Forysta Sjúkraliðafélags Íslands vil tryggja að hlutverk sjúkraliða verði hluti af þessum áformum enda ljóst að án okkar er ógerlegt að ná þessum markmiðum. Við erum reiðubúin að vinna með stjórnvöldum að innleiðingu aðgerða sem styrkja stöðu sjúkraliða og tryggja betur gæði heilbrigðisþjónustunnar. Kreppa í mönnun kallar á tafarlausar aðgerðir Sú þróun sem blasir við í dag er áhyggjuefni. Meðalaldur sjúkraliða fer hækkandi ár frá ári, á meðan nýliðun hefur reynst ófullnægjandi til að tryggja nauðsynlega mönnun til framtíðar. Þetta skapar aukið álag á núverandi starfsfólk og hefur neikvæð áhrif á gæði þjónustunnar. Til að bregðast við þessu þarf heilbrigðiskerfið að verða meira aðlaðandi vinnustaður fyrir sjúkraliða með því að bjóða upp á betri kjör, sveigjanleika og skýra framtíðarsýn í starfi. Sérhæfing innan sjúkraliðastéttarinnar hefur fengið aukið vægi með tilkomu diplómanáms, sem er stórt skref í átt að því að efla fagmennsku og þróa störf stéttarinnar. Þetta námsstig skapar tækifæri fyrir sjúkraliða til að axla ábyrgðarfyllri hlutverk innan heilbrigðiskerfisins, svo sem í teymisstjórnun og sérhæfðri umönnun. Mikilvægt er að sjúkraliðar sem velja að mennta sig enn frekar fái raunverulegan framgang í starfi og viðurkenningu fyrir sína sérþekkingu, bæði í formi aukinnar ábyrgðar og launa. Án þessara tækifæra skapast hætta á því að sjúkraliðar leiti í önnur störf eða mennti sig út úr faginu, þar sem skortur á framgangi og viðurkenningu getur dregið úr áhuga á frekari sérhæfingu. Það er því lykilatriði að tryggja að menntun á diplómastigi leiði til stöðuhækkana og nýrra tækifæra innan heilbrigðiskerfisins, þannig að hún verði hvati fyrir sjúkraliða til að halda áfram að þróast innan eigin fagssviðs, en ekki yfirgefa það. Þetta styrkir ekki aðeins stöðu sjúkraliða heldur eykur einnig gæði þjónustu og öryggi sjúklinga í kerfinu. Tryggjum sjúkraliðum störf sem endurspegla sérhæfingu þeirra Sjúkraliðafélagið hefur sett sér skýr markmið um að styrkja stöðu sjúkraliða og tryggja að heilbrigðiskerfið geti mætt aukinni þörf fyrir umönnun, sérstaklega með hliðsjón af fjölgun eldra fólks. Til að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að starfsfólk fái réttláta launasetningu sem endurspeglar umfang og ábyrgð starfa þeirra, ásamt viðurkenningu fyrir reynslu og sérhæfingu. Til að draga úr álagi á sjúkraliða leggur félagið áherslu á markvissar mönnunaráætlanir og innleiðingu stuðningskerfa sem styðja við dagleg störf. Dæmi um slík kerfi eru tæknilausnir sem einfalda skráningar- og lyfjagjafir, betra skipulag vaktakerfa og aukið gagnsæi varðandi vinnuálag. Einnig er mikilvægt að bjóða upp á hjálpartæki á vinnustaðnum, svo sem lyftibúnað og önnur tæki sem draga úr líkamlegu álagi. Þessi úrræði auka ekki aðeins vellíðan starfsfólks heldur bæta einnig gæði þjónustunnar. Félagið vill tryggja fleiri tækifæri til starfsþróunar og skýra betur hlutverk sjúkraliða innan teymisvinnu. Sérstök áhersla er lögð á að diplómanám fyrir sjúkraliða verði aðgengilegra. En námið er lykillinn að sérhæfingu og framgangi í starfi og veitir sjúkraliðum tækifæri til að byggja ofan á þekkingu sína og reynslu, sem eflir fagmennsku í heilbrigðiskerfinu. Til að þessi sérhæfing nýtist til fulls er mikilvægt að námslok leiði til ábyrgðarmeiri starfa og hærri launa. Án raunverulegs framgangs í starfi gæti sérhæft vinnuafl leitað í önnur störf eða yfirgefið heilbrigðisgeirann. Heilbrigðiskerfið þarf því að skapa störf sem endurspegla þá sérhæfingu og fagþekkingu sem diplómanám sjúkraliða skilar. Með þessum aðgerðum er ekki aðeins tryggt að sjúkraliðar fái viðeigandi störf, heldur er einnig stuðlað að hagkvæmari nýtingu mannauðsins í heilbrigðiskerfinu. Þetta er nauðsynlegt skref til að mæta aukinni umönnunarþörf, bæta þjónustugæði og styrkja kerfið til framtíðar. Samstarf við stjórnvöld – lykillinn að framtíðinni Sjúkraliðafélagið er reiðubúið að taka virkan þátt í nauðsynlegu samstarfi við stjórnvöld til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum sem settar eru fram í stjórnarsáttmálanum. Við teljum lykilatriði að mótun stefnu um mönnunarmarkmið taki mið af raunverulegum þörfum heilbrigðiskerfisins, þar sem sjónarmið sjúkraliða eru höfð að leiðarljósi. Sjúkraliðar gegna ómissandi hlutverki í heilbrigðiskerfinu og eru grunnstoð þess að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Þeir veita lífsnauðsynlega umönnun og stuðla að bata sjúklinga, en þessi mikilvægasta vinna er oft vanmetin. Það er því brýnt að sjúkraliðar fái sanngjarnt mat á framlagi sínu, bæði í formi launa og starfsframa, sem endurspeglar ábyrgð og sérhæfingu þeirra. Með því að tryggja réttláta viðurkenningu fyrir störf sjúkraliða stuðlum við að aukinni starfsánægju og nýliðun, sem er grundvallaratriði í lausn á mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Við hvetjum stjórnendur og stjórnvöld til að vinna með okkur að því að efla sjúkraliðastéttina. Slíkt samstarf er lykilatriði til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær áskoranir sem framtíðin mun bera í skauti sér. Fjárfesting í sjúkraliðum er fjárfesting í gæðum, öryggi og manneskjulegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Með því að tryggja öfluga og vel mannaða sjúkraliðastétt leggjum við grunn að sterkara og sjálfbærara heilbrigðiskerfi fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar