Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 19:01 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Heppilegt og skilvirkt er að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir, samkvæmt Daða Má Kristóferssyni, fjármálaráðherra utan þings, auðlindahagfræðingi og varaformanni Viðreisnar. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hann mikið ákall eftir réttlátari dreifingu á arði af auðlindum Íslands en ekki stæði til að kollvarpa neinu. Daði sagði Íslendinga hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að auðlindir landsins hefðu verið nýttar mjög vel. Aðilar í sjávarútvegi, orkugeiranum eða ferðaþjónustunni, sem hefðu verið að nýta auðlindir Íslands, hefðu skapað verðmæti öllu samfélaginu til heilla. „Það er hins vegar alltaf svolítið hættulegt að skammta aðgang og takmarka hann. Vegna þess að ef að það skapar hagnað, hefst mikil barátta um þá hagsmuni. Að tryggja sér aðgang. Það er heppilegt og það er líka skilvirkt að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir.“ Hann sagðist ekki hafa talað fyrir einhverskonar kollsteypu á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðrum kerfum og það hefði ekki verið gert af flokknum eða ríkisstjórninni. „En einhverskonar réttlátari dreifing á arði. Það er mikið ákall um það.“ Talaði sérstaklega um uppsjávarveiðar Aðspurður seinna í þættinum hvernig hann sæi hærri auðlindagjöld fyrir sér sagði Daði að þær tillögur yrðu kynntar mjög fljótlega. Vildi hann ekki fara yfir þær að svo stöddu en sagði aðferðina sem notuð væri til að reikna auðlindagjöld, og þá sérstaklega í uppsjávarveiðum, væri „sérstök“. „Það er raunverulega enginn markaður með uppsjávarfisk, þannig að verðið sem miðað er við þar er viðmið, sem fyrst og fremst verður til í kjarasamningagerð sjómanna og útgerðarinnar.“ Hann sagði hægt að breyta reiknireglunni með lögum og það hefði verið gert nokkrum sinnum áður. Það yrði skoðað. Inntur eftir frekari svörum um það hvort til stæði að „hækka prósentuna“ eða breyta grunninum, þegar kemur að auðlindagjöldum, sagði Daði: „Það þarf að endurskoða grunninn.“ Hlusta má á viðtalið við Daða í spilaranum hér að neðan. Þar er farið um víðari völl en í greininni. Vill almannahagsmuni framar sérhagsmunum Áður hafði Daði talað um það hvernig hann ákvað að stíga aftur inn í starf Viðreisnar með virkari hætti. „Þetta á eftir að hljóma frekar hallærislega. Þetta er sjálfboðavinna, þið vitið það, að pólitísk starf á Íslandi er sjálfboðavinna. Ég fór út í þetta kannski vegna þess að mig langar að íslenskt samfélag veiti eins mörgum tækifæri og mögulegt er. Að hagsmunir almennings gangi framar sérhagsmunum,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að hann væri ekki að segja að íslenskt samfélag væri ofurselt sérhagsmunum. Hins vegar væri ljóst að í „baráttunni“ stæði almenningur oft höllum fæti gegn sérhagsmunum. „Það er svona leiðarstefið. Það er það sem að heillaði mig við Viðreisn á sínum tíma.“ Þá sagði hann flokkinn tala fyrir ábyrgð í ríkisfjármálum, sem væri gífurlega mikilvægt, og að hann væri einnig mikill talsmaður alþjóðlegrar samvinnu. Þjóðin fái að ráða Daði var spurður út í Evrópumálin og það að mörg þeirra fyrirtækja sem nýti auðlindir landsins gerðu oft upp í erlendri mynt og mögulega hlunnfara þjóðina þannig. Hann sagði það frekar benda til galla á íslensku krónunni. „Það snertir auðvitað einhverja sanngirnistaug að sumir geti sleppt því að nota hana en aðrir þurfi að búa við hana. Allir vita jú hvernig vaxtastigið er og hvernig verðbólga hér þróast og óstöðugleikinn sem fylgir smáum gjaldmiðli,“ sagði Daði. „Það er kannski ekki aðal atriðið, heldur fyrst og fremst aðrir hlutir.“ Hann sagði Viðreisn standa fyrir það að þjóðin fengi fyrst og fremst að ákveða næstu skrefin í þessu ferli. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Daði sagði Íslendinga hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að auðlindir landsins hefðu verið nýttar mjög vel. Aðilar í sjávarútvegi, orkugeiranum eða ferðaþjónustunni, sem hefðu verið að nýta auðlindir Íslands, hefðu skapað verðmæti öllu samfélaginu til heilla. „Það er hins vegar alltaf svolítið hættulegt að skammta aðgang og takmarka hann. Vegna þess að ef að það skapar hagnað, hefst mikil barátta um þá hagsmuni. Að tryggja sér aðgang. Það er heppilegt og það er líka skilvirkt að fjármagna starfsemi ríkisins með gjöldum á auðlindir.“ Hann sagðist ekki hafa talað fyrir einhverskonar kollsteypu á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðrum kerfum og það hefði ekki verið gert af flokknum eða ríkisstjórninni. „En einhverskonar réttlátari dreifing á arði. Það er mikið ákall um það.“ Talaði sérstaklega um uppsjávarveiðar Aðspurður seinna í þættinum hvernig hann sæi hærri auðlindagjöld fyrir sér sagði Daði að þær tillögur yrðu kynntar mjög fljótlega. Vildi hann ekki fara yfir þær að svo stöddu en sagði aðferðina sem notuð væri til að reikna auðlindagjöld, og þá sérstaklega í uppsjávarveiðum, væri „sérstök“. „Það er raunverulega enginn markaður með uppsjávarfisk, þannig að verðið sem miðað er við þar er viðmið, sem fyrst og fremst verður til í kjarasamningagerð sjómanna og útgerðarinnar.“ Hann sagði hægt að breyta reiknireglunni með lögum og það hefði verið gert nokkrum sinnum áður. Það yrði skoðað. Inntur eftir frekari svörum um það hvort til stæði að „hækka prósentuna“ eða breyta grunninum, þegar kemur að auðlindagjöldum, sagði Daði: „Það þarf að endurskoða grunninn.“ Hlusta má á viðtalið við Daða í spilaranum hér að neðan. Þar er farið um víðari völl en í greininni. Vill almannahagsmuni framar sérhagsmunum Áður hafði Daði talað um það hvernig hann ákvað að stíga aftur inn í starf Viðreisnar með virkari hætti. „Þetta á eftir að hljóma frekar hallærislega. Þetta er sjálfboðavinna, þið vitið það, að pólitísk starf á Íslandi er sjálfboðavinna. Ég fór út í þetta kannski vegna þess að mig langar að íslenskt samfélag veiti eins mörgum tækifæri og mögulegt er. Að hagsmunir almennings gangi framar sérhagsmunum,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að hann væri ekki að segja að íslenskt samfélag væri ofurselt sérhagsmunum. Hins vegar væri ljóst að í „baráttunni“ stæði almenningur oft höllum fæti gegn sérhagsmunum. „Það er svona leiðarstefið. Það er það sem að heillaði mig við Viðreisn á sínum tíma.“ Þá sagði hann flokkinn tala fyrir ábyrgð í ríkisfjármálum, sem væri gífurlega mikilvægt, og að hann væri einnig mikill talsmaður alþjóðlegrar samvinnu. Þjóðin fái að ráða Daði var spurður út í Evrópumálin og það að mörg þeirra fyrirtækja sem nýti auðlindir landsins gerðu oft upp í erlendri mynt og mögulega hlunnfara þjóðina þannig. Hann sagði það frekar benda til galla á íslensku krónunni. „Það snertir auðvitað einhverja sanngirnistaug að sumir geti sleppt því að nota hana en aðrir þurfi að búa við hana. Allir vita jú hvernig vaxtastigið er og hvernig verðbólga hér þróast og óstöðugleikinn sem fylgir smáum gjaldmiðli,“ sagði Daði. „Það er kannski ekki aðal atriðið, heldur fyrst og fremst aðrir hlutir.“ Hann sagði Viðreisn standa fyrir það að þjóðin fengi fyrst og fremst að ákveða næstu skrefin í þessu ferli.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira