Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 22:52 Ruben Amorim er í miklum vandræðum með lið Manchester United sem færist nær fallsvæðinu. Getty/Robbie Jay Barratt Ruben Amorim segir að Newcastle sé betra lið en Manchester United og viðurkennir að liðið sem hann tók við í nóvember sé að sogast niður í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“ Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld, og fimm töp í síðustu sex deildarleikjum, fer Manchester United inn í nýja árið aðeins sjö stigum frá fallsæti. Newcastle komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og eftir það virtist aldrei mikill vafi um hvernig færi. „Það er alveg á hreinu [að United er að sogast niður í fallbaráttu] svo við verðum að berjast. Þetta eru mjög erfiðir tímar, einir þeir erfiðustu í sögu Manchester United og við verðum að vera hreinskilnir með það. Við verðum að berjast í næsta leik,“ sagði Amorim við Sky Sports í kvöld. Hann var spurður hvort að hann væri ófáanlegur til að skipta út hugmyndafræði sinni, til að koma United úr þeim miklu ógöngum sem liðið er í. „Kannski, eða þá að maður heldur sig við sína hugmyndafræði og þeir þurfa að breyta um þjálfara. Þetta er val sem allir þurfa að eiga við í fótbolta. Ef ég held að þetta sé fyrir bestu fyrir mitt lið þá held ég áfram með sömu skilaboð, án vafa. Maður getur ekki farið aftur í tímann. Við höfum bara átt fjórar æfingar allir saman. Ég held áfram með mína hugmyndafræði til enda,“ sagði Amorim. Portúgalinn sagði Newcastle einfaldlega vera með betra lið en Manchester United: „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur [í kvöld]. Þeir voru betra liðið og þeir byrjuðu af miklum krafti. Það var mjög erfitt fyrir okkur að snúa þessu við eftir fyrsta markið vegna undanfarinna úrslita og við vorum ekki rétt staðsettir til að eiga við erfiðu augnablikin. Leikmennirnir fórnuðu miklu á vellinum og þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Newcastle er betra lið.“ Amorim neyddist til að gera breytingu á sínu liði eftir hálftíma leik, og taka Joshua Zirkzee af velli til að bæta Kobbie Mainoo við inn á miðjuna. Zirkzee virtist í öngum sínum en klúðraði Amorim liðsvalinu? „Það er mjög auðvelt að meta það eftir að leikurinn er hafinn. Ég þarf að gera það áður og ég er sá eini sem getur gert það og þarf að skilja hvernig þeir spila. Josh [Zirkzee]er leikmaður fyrir Manchester United og stundum viljum við meiri kraft fram á við. Við höfum ítrekað lent í að fá fyrsta markið á okkur úr föstum leikatriðum og völdum því fleiri menn til að eiga við þau. Við erum að reyna að leysa vandamál liðsins en það eru mörg vandamál og stundum þegar maður ýtir einu til hliðar þá verður til nýtt vandamál.“
Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira