Innlent

Hvar er opið um ára­mótin?

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Opnunartíma ýmissa verslana og þjónustu í dag og á morgun má nálgast hér.
Opnunartíma ýmissa verslana og þjónustu í dag og á morgun má nálgast hér. Vísir/Vilhelm

Gamlársdagur er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa síðasta hráefnið í áramótakokteilinn eða síðustu flugeldatertuna. Verslanarekendur víða gefa starfsfólki sínu frí á nýársdag, en fréttastofa tók saman hvar er opið yfir áramótin og hve lengi. 

Opnunartímar flueldasölustaða Landsbjargar eru mismunandi eftir björgunarsveitum en víðast hvar er opið til 16 í dag, þar með talið hjá Hjálparsveit skáta og Björgunarsveitinni Ársæli. Hægt er að nálgast opnunartíma stakra björgunarsveita á vef Landsbjargar. Lokað verður á flestum sölustöðum á morgun, nýársdag. 

Verslunum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu verður lokað klukkan 14 í dag að undanskildum verslununum í Kringlunni og Smáralind. Opið verður í Vínbúðinni á Akureyri, á Selfossi og í Reykjanesbæ til klukkan 14 en í öðrum verslunum á landsbyggðinni til klukkan 13. Á morgun, nýársdag verður lokað í öllum verslunum ÁTVR. 

Fyrir þá sem enn vantar að kaupa í matinn er opið í verslunum BónusKrónunnar og Prís til klukkan 16. Þá verður opið í verslunum Nettó til 15. Öllum þessum verslunum verður lokað á morgun. 

Ef til stendur að halda nýársveislu annað kvöld og enn vantar að kaupa í matinn verða verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ opnar á hádegi á morgun.

Í öllum verslunum Hagkaupa, að undanskildum verslunum í Kringlunni og Smáralind sem loka klukkan 14, verður opið til 18 í kvöld. 

Nú fer hver að verða síðastur að fara í síðustu sundferð ársins en sundlaugum landsins verður ýmist lokað klukkan 12 eða 13. Opið verður í einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun en lokað víðast hvar á landsbyggðinni. Samantekt á opnunartíma allra sundlauga landsins yfir hátíðirnar má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×