Innlent

Ingi­leif að­stoðar­maður í utan­ríkis­ráðu­neytinu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ingleif er aðstoðarmaður Þorgerður Katrínar. Hún hefur starfað sem blaðamaður, gefið út bók, lög og framleitt sjónvarpsþætti á borð við LXS-þættina um Sunnevu Einarsdóttur og glamúrvinkonur hennar.
Ingleif er aðstoðarmaður Þorgerður Katrínar. Hún hefur starfað sem blaðamaður, gefið út bók, lög og framleitt sjónvarpsþætti á borð við LXS-þættina um Sunnevu Einarsdóttur og glamúrvinkonur hennar. Aðsend

Ingileif Friðriksdóttir verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún tók við starfinu af eiginkonu sinni í kosningabaráttunni.

Ingileif var aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í kosningbaráttunni og halda þær samstarfi sínu áfram í utanríkisráðuneytinu.

Hún segir starfið sem framundan er leggjast vel í sig. „Stór verkefni framundan og staðan á alþjóðavettavangi mjög flókin en ég hlakka til að takast á þessu með Þorgerði,“ segir Ingileif.

María Rut, eiginkona Ingileifar, er nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar.

„Ég hef verið á hliðarlínunni með þeim í sjö ár. Við höfum alltaf rætt pólitíkina mikið heima og við höfum kallað það aðstoðarmann aðstoðarmanns,“ segir Ingileif.

„Pólitíkin verður auðvitað mjög mikið rædd áfram á heimilinu þar sem María er orðin þingmaður.“

Ingileif kíkti við í ráðuneytið á milli jóla og nýars en hefur störf af fullum krafti á morgun en þá mun ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur halda vinnufund á Þingvöllum.

Ingileif starfaði áður sem framleiðandi, til að mynda í þáttaröðunum LXS. Þá gaf hún út bókina Ljósbrot fyrr á þessu ári.

Þegar hefur komið fram að Stefanía Sigurðardóttir verður aðstoðarmaður Hönnu Katrínar og Jón Steindór verði aðstoðarmaður Daða Más.


Tengdar fréttir

Jón Steindór aðstoðar Daða Má

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×