„Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2025 10:39 Hulda Bjarnadóttir, formaður Golfsambands Íslands, segir umframeftirspurn eftir golfi á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Þúsund manna bíða eftir því að komast að í golfklúbbum höfuðborgarsvæðisins og getur biðin tekið nokkur ár í sumum þeirra. Formaður Golfsambands Íslands segir biðlistana hrikalega og kallar eftir auknum stuðningi og skilingi frá sveitarfélögum. Gríðarlegur vöxtur í golfíþróttinni hefur gert það að verkum að færri komast að en vilja í golfklúbbana á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur kylfingum sem eru virkir í golfklúbbum fjölgað um rúmlega 3.600 frá 2020, 29,7 prósent. Þá eru ótaldir þeir sem sveifla kylfu án þess að vera skráðir í klúbb. Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) bíða nú um þúsund manns eftir því að komast inn. Kylfingar sem sækja um þar í dag geta vænst þess að bíða í nálægt fimm ár eftir inngöngu samkvæmt svari GR við fyrirspurn Vísis. Biðlistar hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG), Keili í Hafnarfirði og Golfklúbbi Mosfellsbæjar telja yfir þrjú hundruð manns hjá hverjum og einum þeirra. Biðin þar getur numið einu til tveimur árum samkvæmt upplýsingum klúbbanna. Um 26.300 manns voru skráðir í 62 golfklúbba á landinu í fyrra. Það var fjölgun um 2.100 kylfinga á milli ára, um níu prósent fjölgun. Tæp sextíu prósent kylfinga á landinu eru á höfuðborgarsvæðinu. Skráðum kylfingum hefur fjölgað um rúmlega 6.500 frá því að kórónufaraldurinn hófst árið 2020. Það er um þriðjungs fjölgun. Umframeftirspurn eftir golfi Hulda Bjarnadóttir, formaður Golfsambands Íslands (GSÍ), segir biðlistana hrikalega en að sambandið bindi miklar vonir við að sveitarfélögin komi hratt og vel til móts við kylfinga á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er bara þessi að það er umframeftirspurn í golfi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er þróun sem við höfum séð undanfarin ár. Á meðan við gerum ráð fyrir tveggja til þriggja prósenta vexti erum við að sjá níu prósent vöxt. Við erum alltaf fram úr okkar vaxtarviðmiðum, sem er auðvitað mjög ánægjulegt, en þetta er að skapa þetta ástand,“ segir hún. Þótt um tvö þúsund manns séu skráðir á biðlista hjá þeim fjórum klúbbum sem Vísir sendi fyrirspurn eru margir þeirra þegar í golfklúbbi. Hulda segir golfsambandið ekki hafa yfirsýn yfir hversu margir þeirra sem bíða séu utan klúbba. Biðlistarnir séu hins vegar skýrt merki um að ekki sé nægt framboð fyrir fólk í nærumhverfi þess. „Það gefur augaleið að það er ekki nægt framboð fyrir fólk í sínu hverfi. Það vill greinilega komast í golfklúbb í sínu hverfi eða nær heima,“ segir hún. Kylfingar að leik hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti. Klúbburinn er með 18 holu golfvöll þar auk æfingarsvæðis í kringum Bása. Við Korpu er 27 holu golfvöllur auk styttri níu holu vallar.Vísir/Vilhelm Minni velta í félagatalinu Fylgifiskur biðlistanna er að fólk heldur fastar í aðild sína að golfklúbbunum en áður. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis í Hafnarfirði þar sem um þrjú hundruð manns eru á biðlista, segir klúbbana því taka mun færri nýja félaga inn en áður. Áður fyrr hafi veltan verið um 120-150 manns í og úr klúbbnum á hverju ári. Klúbburinn hafi þannig ekki álitið biðlista stórt vandamál þar sem vel hafi gengið á hann hverju sinni. Nú stefni í að aðeins fjörutíu til fimmtíu manns hverfi úr klúbbnum á ári. „Það sjá allir kollegar mínir sama hlutinn gerast hjá sér. Fólk er ekki að skipta, taka sér frí eða hætta í einhvern tíma eins mikið og var. Mér sýnist núna að það sem tók kannski eitt ár hjá okkur í Keili, að við séum allavegana komin í þrjú ár. Ef þetta heldur svona áfram þá erum við bara að tala um fimm ár að komast inn í klúbbana,“ segir Ólafur Þór. Þekkt sé erlendis að borgargolfvellir sem þessir fyllist og biðlistar myndist. Við það færist golfið út fyrir þéttbýlið að einhverju leyti. Ólafur Þór telur að þetta muni hafa áhrif á golfíþróttina á endanum. „Þetta mun hafa áhrif á að fólk taki upp golf. Þú nennir ekkert að byrja í einhverju sem þú veist að þú kemst ekkert í hvort sem er,“ segir framkvæmdastjórinn. Þannig sé það mikið hagsmunamál fyrir íþróttina að fá fleiri golfholur á höfuðborgarsvæðinu til þess að tryggja aðgengið sem hefur verið einn af lykilþáttunum í að gera golf að næststærstu íþrótt landsins. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis í Hafnarfirði.Keilir.is Viðbætur gætu mögulega annað tvö þúsund kylfingum til viðbótar Níu golfklúbbar reka fjórtán golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, að Brautarholti á Kjalarnesi meðtöldu. Sex þeirra eru átján holur, Brautarholt er tólf holur sem stendur, og sjö eru níu holur. Þá eru nokkrir litlir par 3 vellir. Talsverðar breytingar eru þó fram undan víða. Brautarholt stefnir á að opna sex nýjar holur strax í sumar og stækka á Urriðavöll Golfklúbbsins Odds í Garðabæ úr 18 holum í 27 á næstu árum. Þá stofnaði Hafnarfjarðarbær starfshóp um nýtt 27 holna golfvallarsvæði í desember. Gangi allt eftir gætu þannig bæst við 36 golfholur á höfuðborgarsvæðinu við þær sem fyrir eru á næsta áratugnum. Gróft áætlað segir Hulda að hægt sé að miða við heppilegt sé að hafa um þúsund félagsmenn fyrir 18 holu golfvöll og fimm hundruð fyrir 9 holu völl. Miðað við það gætu þær holur sem hugsanlega verða að veruleika á höfuðborgarsvæðinu á þessum áratug annað um tvö þúsund kylfingum. Það eru færri kylfingar en hafa bæst við klúbbana frá 2021. Nesklúbburinn rekur níu holu golfvöll á Seltjarnarnesi. Margra ára bið er eftir inngöngu í klúbbinn.Vísir/Vilhelm Kominn tími á völl í Reykjavík Miðað við uppgang golfíþróttarinnar undanfarin ár segir Hulda að tími sé kominn á nýjan völl í Reykjavík sérstaklega. „Maður hefði viljað sjá forsvarsfólk borgarinnar kveikja á því að opna annað eins fjölnotaútvistarsvæði miðað við vinsældir íþróttarinnar,“ segir hún. Litið hafi verið til Úlfarsárdalsins, Esjuróta og jafnvel Viðeyjar. Hulda segir einnig koma til greina að skoða minni útfærslur eins og vipp- og púttvöll, hvort sem er utan- eða innandyra. „Það eru vissulega græn svæði sem gætu boðið upp á minni golfvelli en aukið aðgengi íbúanna að golfvallarsvæði sem við gætum útfært með sveitarfélaginu,“ segir formaðurinn. Með vaxandi ásókn læri golfhreyfingin hratt, þar á meðal að beina byrjendum frekar inn á par 3 velli. „Þannig að við erum líka að búa okkur til kerfi og ferla með þetta þannig að við stýrum betur umferðinni og getuskipta henni,“ segir Hulda. Ungir sem aldnir una sér á golfvellinum. Forseti GSÍ segir að pútt- og vippvellir komi einnig til greina til að auka aðgengi að íþróttinni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þurfi ekki að óttast að missa land Háværar raddir hafa verið uppi um að byggja þurfi meira íbúaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Bæði Setbergs- og Álftanesvellirnir gætu þurft að víkja fyrir íbúðarhverfum í framtíðinni. Hulda segist hafa kallað eftir að golfklúbbarnir fái staðfestingu á því að þeir hafi landsvæði sitt til tiltekins tíma án þess að þurfa að óttast að það verði lagt undir nýbyggingar. „Það að ætla að taka af golfvelli væri bara ekki sanngjörn leið miðað við allt það byggingarland sem til boða stendur. Það er ekki nógu mikið gagnsæi og skýr framkvæmdavilji hjá sveitarfélögum sumum gagnvart golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu.“ Golfvellir og klúbbar skapi mikið virði fyrir sveitarfélög enda séu þeir risastórt lýðheilsuafl í landinu. Þeir geti jafnvel verið ódýrari í rekstri en sundlaug fyrir sveitarfélag. „Opinberir aðilar þurfa að taka utan um þetta með okkur og vera partur af því sem við erum að gera. Það þarf ekki að vera dýrt, bara koma inn og skilja hvaða mannvirki og rekstur þarf að ganga upp hjá okkur til að við getum haldið áfram okkar góða starfi. Við erum að biðja um tiltölulega lítið miðað við hvað það kostar víða að reka íþróttastarfsemi,“ segir Hulda. Hulda segir sveitarfélögin ekki gæta jafnræðis á milli ólíkra íþróttagreina. Fá íþróttafélög séu með biðlista eins og golfklúbbarnir.Vísir/Vilhelm Ekki margar íþróttir með biðlista Stjórnendum golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu þykir að jafnræði sé ekki gætt gagnvart ólíkum íþróttagreinum hjá sveitarfélögunumm, að sögn Huldu. Golfhreyfingin reki starf fyrir um tvö þúsund börn og þá séu ótalin jákvæð lýðheilsuáhrif fyrir eldra fólk. „Sveitarfélög þurfa að horfa aðeins til okkar og styðja okkur með framlagi. Mér finnst sveitarfélögin enn ekki skilja verðmæti þess að byggja upp fjölnota útivistar- og íþróttasvæði sem henta öllum aldri bæjarfélagsins. Golfklúbbarnir eru ekkert annað en öflug íþróttastarfsemi og unnið er ötullega að því að bjóða fjölbreytta starfsemi allt árið,“ segir Hulda. Um fimmtán prósent skráðra kylfinga eru börn og unglingar samkvæmt tölum GSÍ og er það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu. Hluti af þeim sem eru á biðlistunum eru börn og unglingar jafnvel þótt klúbbarnir setji þá í forgang, að sögn Huldu. Sveitarfélög þurfi að taka þátt til jafns við aðrar íþróttagreinar sem þau styrki. „Það eru ekkert margar íþróttagreinar sem eru með biðlista inn í íþróttina. Það eru líka takmörk fyrir því hvað þú tekur bara inn af börnum og unglingum án þess að fá neinn skilning eða stuðning frá sveitarfélögunum,“ segir formaðurinn. Golf Golfvellir Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Íþróttir barna Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Gríðarlegur vöxtur í golfíþróttinni hefur gert það að verkum að færri komast að en vilja í golfklúbbana á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur kylfingum sem eru virkir í golfklúbbum fjölgað um rúmlega 3.600 frá 2020, 29,7 prósent. Þá eru ótaldir þeir sem sveifla kylfu án þess að vera skráðir í klúbb. Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) bíða nú um þúsund manns eftir því að komast inn. Kylfingar sem sækja um þar í dag geta vænst þess að bíða í nálægt fimm ár eftir inngöngu samkvæmt svari GR við fyrirspurn Vísis. Biðlistar hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG), Keili í Hafnarfirði og Golfklúbbi Mosfellsbæjar telja yfir þrjú hundruð manns hjá hverjum og einum þeirra. Biðin þar getur numið einu til tveimur árum samkvæmt upplýsingum klúbbanna. Um 26.300 manns voru skráðir í 62 golfklúbba á landinu í fyrra. Það var fjölgun um 2.100 kylfinga á milli ára, um níu prósent fjölgun. Tæp sextíu prósent kylfinga á landinu eru á höfuðborgarsvæðinu. Skráðum kylfingum hefur fjölgað um rúmlega 6.500 frá því að kórónufaraldurinn hófst árið 2020. Það er um þriðjungs fjölgun. Umframeftirspurn eftir golfi Hulda Bjarnadóttir, formaður Golfsambands Íslands (GSÍ), segir biðlistana hrikalega en að sambandið bindi miklar vonir við að sveitarfélögin komi hratt og vel til móts við kylfinga á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er bara þessi að það er umframeftirspurn í golfi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er þróun sem við höfum séð undanfarin ár. Á meðan við gerum ráð fyrir tveggja til þriggja prósenta vexti erum við að sjá níu prósent vöxt. Við erum alltaf fram úr okkar vaxtarviðmiðum, sem er auðvitað mjög ánægjulegt, en þetta er að skapa þetta ástand,“ segir hún. Þótt um tvö þúsund manns séu skráðir á biðlista hjá þeim fjórum klúbbum sem Vísir sendi fyrirspurn eru margir þeirra þegar í golfklúbbi. Hulda segir golfsambandið ekki hafa yfirsýn yfir hversu margir þeirra sem bíða séu utan klúbba. Biðlistarnir séu hins vegar skýrt merki um að ekki sé nægt framboð fyrir fólk í nærumhverfi þess. „Það gefur augaleið að það er ekki nægt framboð fyrir fólk í sínu hverfi. Það vill greinilega komast í golfklúbb í sínu hverfi eða nær heima,“ segir hún. Kylfingar að leik hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti. Klúbburinn er með 18 holu golfvöll þar auk æfingarsvæðis í kringum Bása. Við Korpu er 27 holu golfvöllur auk styttri níu holu vallar.Vísir/Vilhelm Minni velta í félagatalinu Fylgifiskur biðlistanna er að fólk heldur fastar í aðild sína að golfklúbbunum en áður. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis í Hafnarfirði þar sem um þrjú hundruð manns eru á biðlista, segir klúbbana því taka mun færri nýja félaga inn en áður. Áður fyrr hafi veltan verið um 120-150 manns í og úr klúbbnum á hverju ári. Klúbburinn hafi þannig ekki álitið biðlista stórt vandamál þar sem vel hafi gengið á hann hverju sinni. Nú stefni í að aðeins fjörutíu til fimmtíu manns hverfi úr klúbbnum á ári. „Það sjá allir kollegar mínir sama hlutinn gerast hjá sér. Fólk er ekki að skipta, taka sér frí eða hætta í einhvern tíma eins mikið og var. Mér sýnist núna að það sem tók kannski eitt ár hjá okkur í Keili, að við séum allavegana komin í þrjú ár. Ef þetta heldur svona áfram þá erum við bara að tala um fimm ár að komast inn í klúbbana,“ segir Ólafur Þór. Þekkt sé erlendis að borgargolfvellir sem þessir fyllist og biðlistar myndist. Við það færist golfið út fyrir þéttbýlið að einhverju leyti. Ólafur Þór telur að þetta muni hafa áhrif á golfíþróttina á endanum. „Þetta mun hafa áhrif á að fólk taki upp golf. Þú nennir ekkert að byrja í einhverju sem þú veist að þú kemst ekkert í hvort sem er,“ segir framkvæmdastjórinn. Þannig sé það mikið hagsmunamál fyrir íþróttina að fá fleiri golfholur á höfuðborgarsvæðinu til þess að tryggja aðgengið sem hefur verið einn af lykilþáttunum í að gera golf að næststærstu íþrótt landsins. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis í Hafnarfirði.Keilir.is Viðbætur gætu mögulega annað tvö þúsund kylfingum til viðbótar Níu golfklúbbar reka fjórtán golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, að Brautarholti á Kjalarnesi meðtöldu. Sex þeirra eru átján holur, Brautarholt er tólf holur sem stendur, og sjö eru níu holur. Þá eru nokkrir litlir par 3 vellir. Talsverðar breytingar eru þó fram undan víða. Brautarholt stefnir á að opna sex nýjar holur strax í sumar og stækka á Urriðavöll Golfklúbbsins Odds í Garðabæ úr 18 holum í 27 á næstu árum. Þá stofnaði Hafnarfjarðarbær starfshóp um nýtt 27 holna golfvallarsvæði í desember. Gangi allt eftir gætu þannig bæst við 36 golfholur á höfuðborgarsvæðinu við þær sem fyrir eru á næsta áratugnum. Gróft áætlað segir Hulda að hægt sé að miða við heppilegt sé að hafa um þúsund félagsmenn fyrir 18 holu golfvöll og fimm hundruð fyrir 9 holu völl. Miðað við það gætu þær holur sem hugsanlega verða að veruleika á höfuðborgarsvæðinu á þessum áratug annað um tvö þúsund kylfingum. Það eru færri kylfingar en hafa bæst við klúbbana frá 2021. Nesklúbburinn rekur níu holu golfvöll á Seltjarnarnesi. Margra ára bið er eftir inngöngu í klúbbinn.Vísir/Vilhelm Kominn tími á völl í Reykjavík Miðað við uppgang golfíþróttarinnar undanfarin ár segir Hulda að tími sé kominn á nýjan völl í Reykjavík sérstaklega. „Maður hefði viljað sjá forsvarsfólk borgarinnar kveikja á því að opna annað eins fjölnotaútvistarsvæði miðað við vinsældir íþróttarinnar,“ segir hún. Litið hafi verið til Úlfarsárdalsins, Esjuróta og jafnvel Viðeyjar. Hulda segir einnig koma til greina að skoða minni útfærslur eins og vipp- og púttvöll, hvort sem er utan- eða innandyra. „Það eru vissulega græn svæði sem gætu boðið upp á minni golfvelli en aukið aðgengi íbúanna að golfvallarsvæði sem við gætum útfært með sveitarfélaginu,“ segir formaðurinn. Með vaxandi ásókn læri golfhreyfingin hratt, þar á meðal að beina byrjendum frekar inn á par 3 velli. „Þannig að við erum líka að búa okkur til kerfi og ferla með þetta þannig að við stýrum betur umferðinni og getuskipta henni,“ segir Hulda. Ungir sem aldnir una sér á golfvellinum. Forseti GSÍ segir að pútt- og vippvellir komi einnig til greina til að auka aðgengi að íþróttinni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þurfi ekki að óttast að missa land Háværar raddir hafa verið uppi um að byggja þurfi meira íbúaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Bæði Setbergs- og Álftanesvellirnir gætu þurft að víkja fyrir íbúðarhverfum í framtíðinni. Hulda segist hafa kallað eftir að golfklúbbarnir fái staðfestingu á því að þeir hafi landsvæði sitt til tiltekins tíma án þess að þurfa að óttast að það verði lagt undir nýbyggingar. „Það að ætla að taka af golfvelli væri bara ekki sanngjörn leið miðað við allt það byggingarland sem til boða stendur. Það er ekki nógu mikið gagnsæi og skýr framkvæmdavilji hjá sveitarfélögum sumum gagnvart golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu.“ Golfvellir og klúbbar skapi mikið virði fyrir sveitarfélög enda séu þeir risastórt lýðheilsuafl í landinu. Þeir geti jafnvel verið ódýrari í rekstri en sundlaug fyrir sveitarfélag. „Opinberir aðilar þurfa að taka utan um þetta með okkur og vera partur af því sem við erum að gera. Það þarf ekki að vera dýrt, bara koma inn og skilja hvaða mannvirki og rekstur þarf að ganga upp hjá okkur til að við getum haldið áfram okkar góða starfi. Við erum að biðja um tiltölulega lítið miðað við hvað það kostar víða að reka íþróttastarfsemi,“ segir Hulda. Hulda segir sveitarfélögin ekki gæta jafnræðis á milli ólíkra íþróttagreina. Fá íþróttafélög séu með biðlista eins og golfklúbbarnir.Vísir/Vilhelm Ekki margar íþróttir með biðlista Stjórnendum golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu þykir að jafnræði sé ekki gætt gagnvart ólíkum íþróttagreinum hjá sveitarfélögunumm, að sögn Huldu. Golfhreyfingin reki starf fyrir um tvö þúsund börn og þá séu ótalin jákvæð lýðheilsuáhrif fyrir eldra fólk. „Sveitarfélög þurfa að horfa aðeins til okkar og styðja okkur með framlagi. Mér finnst sveitarfélögin enn ekki skilja verðmæti þess að byggja upp fjölnota útivistar- og íþróttasvæði sem henta öllum aldri bæjarfélagsins. Golfklúbbarnir eru ekkert annað en öflug íþróttastarfsemi og unnið er ötullega að því að bjóða fjölbreytta starfsemi allt árið,“ segir Hulda. Um fimmtán prósent skráðra kylfinga eru börn og unglingar samkvæmt tölum GSÍ og er það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu. Hluti af þeim sem eru á biðlistunum eru börn og unglingar jafnvel þótt klúbbarnir setji þá í forgang, að sögn Huldu. Sveitarfélög þurfi að taka þátt til jafns við aðrar íþróttagreinar sem þau styrki. „Það eru ekkert margar íþróttagreinar sem eru með biðlista inn í íþróttina. Það eru líka takmörk fyrir því hvað þú tekur bara inn af börnum og unglingum án þess að fá neinn skilning eða stuðning frá sveitarfélögunum,“ segir formaðurinn.
Um 26.300 manns voru skráðir í 62 golfklúbba á landinu í fyrra. Það var fjölgun um 2.100 kylfinga á milli ára, um níu prósent fjölgun. Tæp sextíu prósent kylfinga á landinu eru á höfuðborgarsvæðinu. Skráðum kylfingum hefur fjölgað um rúmlega 6.500 frá því að kórónufaraldurinn hófst árið 2020. Það er um þriðjungs fjölgun.
Golf Golfvellir Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Íþróttir barna Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira