Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 11:45 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir hjá bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður. Það er alla jafna mikið álag á bráðamóttöku á nýársnótt og var engin undantekning þar á í nótt að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis hjá bráðamóttöku Landspítalans. „Því miður var talsvert um það að fólk gripi til ofbeldis á svona skemmtananótt og langmesta álagið var hreinlega bara vegna ölvunar og það var talsvert að gera í að sinna afleiðingum ofbeldis og ölvunar hérna í nótt,“ segir Hjalti. Nokkuð minna var þó um áverka vegna flugeldaslysa en oft áður að sögn Hjalta. „Nóttin var annasöm eins og venjan er á gamlárskvöld hjá okkur en það ánægjulega var að það var mjög lítið um flugeldaslys þessi áramótin. Það voru tveir einstaklingar sem komu sem betur fer bara með minniháttar áverka en það voru engir alvarlegir áverkar vegna flugelda þessi áramótin.“ Oft hafi verið meira um áverka vegna flugeldaslysa á nýársnótt. „Þetta er mun minna heldur en við höfum séð síðustu áramót og það virðist vera sem betur fer að fólk sé að fara varlegar og vonandi að skjóta eitthvað minna upp af flugeldum heldur en það gerði,“ segir Hjalti. Það er ekki aðeins slysahætta sem stafar af flugeldum en varað hafði verið við mikilli svifryksmengun sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu, einkum hjá viðkvæmum hópum. „Það voru engar komur sem voru beinlýnis raktar til þess þannig að það voru engin bráð einkenni af þeirri óhóflegu mengun sem varð vegna flugeldanna í nótt en þar eru náttúrlega eiturefni sem eru skaðleg umhverfinu og heilsu fólks til langs tíma en það voru engar bráðar eitranir af því,“ segir Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Flugeldar Áramót Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Það er alla jafna mikið álag á bráðamóttöku á nýársnótt og var engin undantekning þar á í nótt að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis hjá bráðamóttöku Landspítalans. „Því miður var talsvert um það að fólk gripi til ofbeldis á svona skemmtananótt og langmesta álagið var hreinlega bara vegna ölvunar og það var talsvert að gera í að sinna afleiðingum ofbeldis og ölvunar hérna í nótt,“ segir Hjalti. Nokkuð minna var þó um áverka vegna flugeldaslysa en oft áður að sögn Hjalta. „Nóttin var annasöm eins og venjan er á gamlárskvöld hjá okkur en það ánægjulega var að það var mjög lítið um flugeldaslys þessi áramótin. Það voru tveir einstaklingar sem komu sem betur fer bara með minniháttar áverka en það voru engir alvarlegir áverkar vegna flugelda þessi áramótin.“ Oft hafi verið meira um áverka vegna flugeldaslysa á nýársnótt. „Þetta er mun minna heldur en við höfum séð síðustu áramót og það virðist vera sem betur fer að fólk sé að fara varlegar og vonandi að skjóta eitthvað minna upp af flugeldum heldur en það gerði,“ segir Hjalti. Það er ekki aðeins slysahætta sem stafar af flugeldum en varað hafði verið við mikilli svifryksmengun sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu, einkum hjá viðkvæmum hópum. „Það voru engar komur sem voru beinlýnis raktar til þess þannig að það voru engin bráð einkenni af þeirri óhóflegu mengun sem varð vegna flugeldanna í nótt en þar eru náttúrlega eiturefni sem eru skaðleg umhverfinu og heilsu fólks til langs tíma en það voru engar bráðar eitranir af því,“ segir Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Flugeldar Áramót Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira