Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 09:12 Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels. epa/Michael Reynolds Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael, tilkynnti um afsögn sína sem þingmaður á nýársdag. Bæði Gallant og Netanjahú eiga handtökuskipun vegna stríðsglæpa í stríðinu við Hamas yfir höfði sér. Netanjahú sparkaði Gallant úr ríkisstjórn sinni í nóvember en varnarmálaráðherrann var oft á öndverðum meiði við forsætisráðherrann og harðlínumenn í ríkisstjórninni. Í myndbandsávarpi í gær tilkynnti Gallant að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er eins á vígvellinum og í almannaþjónustu. Það eru augnablik þar sem maður verður að staldra við, meta stöðuna og velja stefnuna til þess að ná settum markmiðum,“ sagði Gallant. Gallant, sem er fyrrverandi hershöfðingi úr Ísraelsher, var meðal annars ósammála Netanjahú og félögum um undanþágur frá herskyldu fyrir strangtrúaða gyðinga. Hann vildi ganga lengra í að afnema undanþáguna sem hefur verið við lýði í áratugi í Ísrael. Netanjahú rak Gallant fyrst í mars 2023 eftir að varnarmálaráðherrann lagðist gegn afar umdeildum áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr áhrifum hæstaréttar landsins. Brottreksturinn varð kveikjan að fjöldamótmælum. Netanjahú sá sér þann kost vænstan að draga brottreksturinn til baka vegna þeirra. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur báðum mönnum vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gasaströndinni í nóvember. Leiðtogar Hamas eru einnig sakaðir um sömu glæpi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Netanjahú sparkaði Gallant úr ríkisstjórn sinni í nóvember en varnarmálaráðherrann var oft á öndverðum meiði við forsætisráðherrann og harðlínumenn í ríkisstjórninni. Í myndbandsávarpi í gær tilkynnti Gallant að hann ætlaði að segja af sér þingmennsku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er eins á vígvellinum og í almannaþjónustu. Það eru augnablik þar sem maður verður að staldra við, meta stöðuna og velja stefnuna til þess að ná settum markmiðum,“ sagði Gallant. Gallant, sem er fyrrverandi hershöfðingi úr Ísraelsher, var meðal annars ósammála Netanjahú og félögum um undanþágur frá herskyldu fyrir strangtrúaða gyðinga. Hann vildi ganga lengra í að afnema undanþáguna sem hefur verið við lýði í áratugi í Ísrael. Netanjahú rak Gallant fyrst í mars 2023 eftir að varnarmálaráðherrann lagðist gegn afar umdeildum áformum ríkisstjórnarinnar um að draga úr áhrifum hæstaréttar landsins. Brottreksturinn varð kveikjan að fjöldamótmælum. Netanjahú sá sér þann kost vænstan að draga brottreksturinn til baka vegna þeirra. Alþjóðasakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur báðum mönnum vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í stríði Ísraelshers gegn Hamas á Gasaströndinni í nóvember. Leiðtogar Hamas eru einnig sakaðir um sömu glæpi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13 Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 21. nóvember 2024 12:13
Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5. nóvember 2024 18:34