„Það er betra að sakna á þennan hátt“ Aron Guðmundsson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Emilía kveður nú danska boltann eftir farsæl ár og er staðráðin í að láta til sín taka í þýska boltanum. Vísir/Einar Eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, orðið markadrottning og unnið titla, tekur íslenska landsliðskonan í fótbolta. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tímapunktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla. Hin nítján ára gamla Emilía samdi við RB Leipzig til ársins 2028 eftir farsælan tíma með meistaraliði FC Nordsjælland í Danmörku þar sem að hún hefur raðað inn mörkum. „Þetta er fínt skref fyrir mig að taka núna. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, nýir leikmenn og þjálfarateymi,“ segir Emilía í samtali við íþróttadeild „Allt mjög nýtt fyrir mér og ég er mjög spennt fyrir þessu. Þetta er mjög góð deild. Ég á von á því þegar að ég mæti þangað að finna fyrir því strax að æfingarnar verða erfiðari, leikirnir verða erfiðari og sömuleiðis mótherjarnir. Þetta er allt skref í rétta átt að því markmiði sem ég hef fyrir sjálfa mig að verða betri fótboltakona.“ Önnur félög höfðu áhuga Aðdragandinn að félagsskiptunum er einhver. „Við höfum verið að tala saman fyrir félagsskiptagluggann. Þetta er smá ferli sem að maður gengur í gegnum þar sem að þau eru að kynnast mér og ég þeim. Maður vill spyrja margra spurninga og fá við þeim svör og saman reynum við að vinna að því að leiða það í ljós hvort þetta sé rétta skrefið fyrir báða aðila. Þetta er ekki ferli sem hófst í gær. Það voru önnur félög sem höfðu áhuga á mér en þegar að félag eins og Leipzig kemur inn í myndina og maður fær það á tilfinninguna að þau vilja fá mig til sín og ég finn sömuleiðis að ég geti passað inn í þeirra plan, þá gerir það þann möguleika mjög spennandi.“ Emilía í treyju RB Leipzig.Mynd: RB Leipzig Það var metnaðurinn sem ríkir hjá RB Leipzig varðandi kvennaliðið sem heillaði Emilíu einna mest en stutt er síðan að liðið kom sér í þýsku úrvalsdeildina og er nú orðið að ákveðnu kjölfestu liði þar í landi sem stefnir hærra. „Spennandi lið sem vill kvennaboltanum vel. Maður finnur fyrir því strax við komuna þangað. Finnur hvað fólk vill þetta mikið. Ekki bara fyrir karlaliðið heldur líka kvennaliðið. Það er mjög spennandi að vera partur af slíku verkefni.“ Viðskilnaðurinn í góðu Og markmiðin sem Emilía setur sér fyrir veruna í Þýskalandi eru skýr. „Fyrir mig er það klárlega að horfa á hvernig ég hef orðið betri frá því að ég byrjaði að spila fyrir Nordsjælland í Danmörku að deginum í dag. Hvar ég er stödd sem leikmaður. Maður vill náttúrulega taka þann leikmann og persónu sem maður er í dag og halda áfram að byggja ofan á það þegar að ég kem til Þýskalands. Ég vil horfa á fótboltagetu mína, hvernig ég er inn á vellinum og allar hliðar sem að því koma og sjá hvort að ég geti tekið skref í rétta átt. Ég held að þetta sé staður þar sem að ég get gert það. Ég get einbeitt mér 100 prósent að fótboltanum. Það er fullt af hlutum í kringum mig sem munu hjálpa mér.“ Emilía fagnar einu marka sinna með FC Nordsjælland.Mynd: FC Nordsjælland „Ég tel þetta rétta tímann fyrir mig til þess að taka næsta skref til þess að öðlast meiri reynslu og takast á við nýjar áskoranir á öðrum stað. Á sama tíma er ég alveg viss um að ég hefði enn geta bætt mig hjá Nordsjælland en á þessum tímapunkti er það rétt fyrir mig að halda áfram, fara í sterkari deild og í sterkara lið af því að ég trúi því að það sé rétta leiðin til þess að verða betri. Það er það sem ég vil gera.“ Hún kveður þó Norsjælland með söknuði en hjá félaginu hefur hún unnið titla og raðað inn mörkum sem gerðu hana að markadrottningu dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég mun sakna staðarins, félagsins og alls þess sem maður hefur byggt á síðustu árin. En það fylgir þessum viðskilnaði góð tilfinning. Það er betra að sakna á þennan hátt því ég mun skilja við félagið á góðum stað. Þetta var rétti staðurinn fyrir mig til þess að taka þessi skref og afreka þetta. Ég get ekki talað nógu mikið og nógu vel um þetta félag. Mér leið bara ótrúlega vel þarna. Það að líða vel er grunnurinn þess að maður nær markmiðum sínum.“ Valdi Ísland fram yfir Danmörku Árið sem nú er að renna sitt skeið er stórt á stuttum atvinnumannaferli Emilíu til þessa. Eftir að hafa spilað fyrir yngri landslið Danmerkur valdi hún að feta landsliðsferil sinn með íslenska landsliðinu og tók þátt í sínum fyrstu A-landsleikjum. Sá fyrsti gegn Austurríki á Laugardalsvelli í júní. Emilía í leik með yngra landsliði DanmerkurVísir/Getty „Það var sturluð tilfinning sem fylgdi því. Það að fara í treyjuna og vita að maður sé að fara spila fyrsta landsleikinn sinn fyrir þjóð sína, og það á Íslandi, bara æðisleg tilfinning og gott að vita af fólkinu sínu í stúkunni sem finnst þetta jafn spennandi og hefur verið með manni í þessu ferli síðan að maður hóf að æfa fótbolta. Maður horfir á aðdragandann að þessu sem eru miklu meira en bara þrír mánuðir frá því að ég tók þessa ákvörðun.“ Emilía kom við sögu í nokkrum landsleikjum með A-landsliði Íslands á síðasta ári. Hér er hún í baráttunni gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.Vísir/Getty Eftir að hafa búið í Danmörku með fjölskyldu sinni undanfarin ár tekur Emilía nú stórt skref út fyrir þægindarammann 19 ára gömul. Að flytja ein til Þýskalands þó svo að hún njóti góðrar aðstoðar móður sinnar fyrstu mánuðina á meðan að hún kemur sér fyrir. „Þetta verður stórt skref út fyrir þægindarammann. Ég er að fara búa ein sem er alveg nýtt fyrir mér en það að flytja á milli landa er ekki stórmál fyrir mig, ég hef gert það oft. Það er sömuleiðis spennandi að kynnast nýrri menningu og það er einn af þessum jákvæðu punktum sem maður getur tekið með sér sem atvinnumaður í fótbolta, maður getur lært nýtt tungumál, kynnst nýrri menningu og siðum. Ég mun læra meira einn á mig sem persónu í gegnum þetta. Það er spennandi.“ Emilía með móður sinni eftir að hafa skrifað undir samning við RB LeipzigMynd: RB Leipzig Hlakkar til að mæta liðsfélögunum úr landsliðinu Þýska deildin hefur reynst íslenskum leikmönnum vel í gegnum tíðina og má þar nefna leikmenn á borð landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. „Þegar að maður sér aðra Íslendinga spila í þessari deild þá hjálpar það alveg. Maður getur horft til þeirra og séð hvernig þeim gengur og líður þarna úti. Auðvitað tekur maður það inn í myndina þegar að maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétta skrefið fyrir mann á ferlinum. Það verður skemmtilegt að hitta liðsfélagana úr íslenska landsliðinu og spila á móti þeim í þessari deild.“ Þýska deildin hefst aftur eftir hlé í næsta mánuði og Emilía mun ekki þurfa að bíða lengi eftir því að mæta fyrsta liðsfélaganum úr landsliðinu því fyrsti leikur Leipzig verður gegn Bayern Munchen með Glódísi Perlu í hjarta varnarinnar. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München.Getty/Boris Streubel Emilía horfir raunsæum augum á framtíðina í Þýskalandi og ætlar að vinna sig inn í byrjunarlið Leipzig eins fljótt og kostur er. „Auðvitað þar maður að venjast umhverfinu þarna úti. Ég er að fara inn í nýtt lið og þarf að læra inn á nýtt leikskipulag, öðruvísi spilamennsku en ég hef vanist í Nordsjælland undanfarin ár. Þetta tekur einhvern tíma en vonandi verður sá tími bara lærdómsríkur fyrir mig og hjálpar mér.“ Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Sjá meira
Hin nítján ára gamla Emilía samdi við RB Leipzig til ársins 2028 eftir farsælan tíma með meistaraliði FC Nordsjælland í Danmörku þar sem að hún hefur raðað inn mörkum. „Þetta er fínt skref fyrir mig að taka núna. Nýtt umhverfi, nýtt fólk, nýir leikmenn og þjálfarateymi,“ segir Emilía í samtali við íþróttadeild „Allt mjög nýtt fyrir mér og ég er mjög spennt fyrir þessu. Þetta er mjög góð deild. Ég á von á því þegar að ég mæti þangað að finna fyrir því strax að æfingarnar verða erfiðari, leikirnir verða erfiðari og sömuleiðis mótherjarnir. Þetta er allt skref í rétta átt að því markmiði sem ég hef fyrir sjálfa mig að verða betri fótboltakona.“ Önnur félög höfðu áhuga Aðdragandinn að félagsskiptunum er einhver. „Við höfum verið að tala saman fyrir félagsskiptagluggann. Þetta er smá ferli sem að maður gengur í gegnum þar sem að þau eru að kynnast mér og ég þeim. Maður vill spyrja margra spurninga og fá við þeim svör og saman reynum við að vinna að því að leiða það í ljós hvort þetta sé rétta skrefið fyrir báða aðila. Þetta er ekki ferli sem hófst í gær. Það voru önnur félög sem höfðu áhuga á mér en þegar að félag eins og Leipzig kemur inn í myndina og maður fær það á tilfinninguna að þau vilja fá mig til sín og ég finn sömuleiðis að ég geti passað inn í þeirra plan, þá gerir það þann möguleika mjög spennandi.“ Emilía í treyju RB Leipzig.Mynd: RB Leipzig Það var metnaðurinn sem ríkir hjá RB Leipzig varðandi kvennaliðið sem heillaði Emilíu einna mest en stutt er síðan að liðið kom sér í þýsku úrvalsdeildina og er nú orðið að ákveðnu kjölfestu liði þar í landi sem stefnir hærra. „Spennandi lið sem vill kvennaboltanum vel. Maður finnur fyrir því strax við komuna þangað. Finnur hvað fólk vill þetta mikið. Ekki bara fyrir karlaliðið heldur líka kvennaliðið. Það er mjög spennandi að vera partur af slíku verkefni.“ Viðskilnaðurinn í góðu Og markmiðin sem Emilía setur sér fyrir veruna í Þýskalandi eru skýr. „Fyrir mig er það klárlega að horfa á hvernig ég hef orðið betri frá því að ég byrjaði að spila fyrir Nordsjælland í Danmörku að deginum í dag. Hvar ég er stödd sem leikmaður. Maður vill náttúrulega taka þann leikmann og persónu sem maður er í dag og halda áfram að byggja ofan á það þegar að ég kem til Þýskalands. Ég vil horfa á fótboltagetu mína, hvernig ég er inn á vellinum og allar hliðar sem að því koma og sjá hvort að ég geti tekið skref í rétta átt. Ég held að þetta sé staður þar sem að ég get gert það. Ég get einbeitt mér 100 prósent að fótboltanum. Það er fullt af hlutum í kringum mig sem munu hjálpa mér.“ Emilía fagnar einu marka sinna með FC Nordsjælland.Mynd: FC Nordsjælland „Ég tel þetta rétta tímann fyrir mig til þess að taka næsta skref til þess að öðlast meiri reynslu og takast á við nýjar áskoranir á öðrum stað. Á sama tíma er ég alveg viss um að ég hefði enn geta bætt mig hjá Nordsjælland en á þessum tímapunkti er það rétt fyrir mig að halda áfram, fara í sterkari deild og í sterkara lið af því að ég trúi því að það sé rétta leiðin til þess að verða betri. Það er það sem ég vil gera.“ Hún kveður þó Norsjælland með söknuði en hjá félaginu hefur hún unnið titla og raðað inn mörkum sem gerðu hana að markadrottningu dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég mun sakna staðarins, félagsins og alls þess sem maður hefur byggt á síðustu árin. En það fylgir þessum viðskilnaði góð tilfinning. Það er betra að sakna á þennan hátt því ég mun skilja við félagið á góðum stað. Þetta var rétti staðurinn fyrir mig til þess að taka þessi skref og afreka þetta. Ég get ekki talað nógu mikið og nógu vel um þetta félag. Mér leið bara ótrúlega vel þarna. Það að líða vel er grunnurinn þess að maður nær markmiðum sínum.“ Valdi Ísland fram yfir Danmörku Árið sem nú er að renna sitt skeið er stórt á stuttum atvinnumannaferli Emilíu til þessa. Eftir að hafa spilað fyrir yngri landslið Danmerkur valdi hún að feta landsliðsferil sinn með íslenska landsliðinu og tók þátt í sínum fyrstu A-landsleikjum. Sá fyrsti gegn Austurríki á Laugardalsvelli í júní. Emilía í leik með yngra landsliði DanmerkurVísir/Getty „Það var sturluð tilfinning sem fylgdi því. Það að fara í treyjuna og vita að maður sé að fara spila fyrsta landsleikinn sinn fyrir þjóð sína, og það á Íslandi, bara æðisleg tilfinning og gott að vita af fólkinu sínu í stúkunni sem finnst þetta jafn spennandi og hefur verið með manni í þessu ferli síðan að maður hóf að æfa fótbolta. Maður horfir á aðdragandann að þessu sem eru miklu meira en bara þrír mánuðir frá því að ég tók þessa ákvörðun.“ Emilía kom við sögu í nokkrum landsleikjum með A-landsliði Íslands á síðasta ári. Hér er hún í baráttunni gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.Vísir/Getty Eftir að hafa búið í Danmörku með fjölskyldu sinni undanfarin ár tekur Emilía nú stórt skref út fyrir þægindarammann 19 ára gömul. Að flytja ein til Þýskalands þó svo að hún njóti góðrar aðstoðar móður sinnar fyrstu mánuðina á meðan að hún kemur sér fyrir. „Þetta verður stórt skref út fyrir þægindarammann. Ég er að fara búa ein sem er alveg nýtt fyrir mér en það að flytja á milli landa er ekki stórmál fyrir mig, ég hef gert það oft. Það er sömuleiðis spennandi að kynnast nýrri menningu og það er einn af þessum jákvæðu punktum sem maður getur tekið með sér sem atvinnumaður í fótbolta, maður getur lært nýtt tungumál, kynnst nýrri menningu og siðum. Ég mun læra meira einn á mig sem persónu í gegnum þetta. Það er spennandi.“ Emilía með móður sinni eftir að hafa skrifað undir samning við RB LeipzigMynd: RB Leipzig Hlakkar til að mæta liðsfélögunum úr landsliðinu Þýska deildin hefur reynst íslenskum leikmönnum vel í gegnum tíðina og má þar nefna leikmenn á borð landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. „Þegar að maður sér aðra Íslendinga spila í þessari deild þá hjálpar það alveg. Maður getur horft til þeirra og séð hvernig þeim gengur og líður þarna úti. Auðvitað tekur maður það inn í myndina þegar að maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétta skrefið fyrir mann á ferlinum. Það verður skemmtilegt að hitta liðsfélagana úr íslenska landsliðinu og spila á móti þeim í þessari deild.“ Þýska deildin hefst aftur eftir hlé í næsta mánuði og Emilía mun ekki þurfa að bíða lengi eftir því að mæta fyrsta liðsfélaganum úr landsliðinu því fyrsti leikur Leipzig verður gegn Bayern Munchen með Glódísi Perlu í hjarta varnarinnar. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München.Getty/Boris Streubel Emilía horfir raunsæum augum á framtíðina í Þýskalandi og ætlar að vinna sig inn í byrjunarlið Leipzig eins fljótt og kostur er. „Auðvitað þar maður að venjast umhverfinu þarna úti. Ég er að fara inn í nýtt lið og þarf að læra inn á nýtt leikskipulag, öðruvísi spilamennsku en ég hef vanist í Nordsjælland undanfarin ár. Þetta tekur einhvern tíma en vonandi verður sá tími bara lærdómsríkur fyrir mig og hjálpar mér.“
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Sjá meira