Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2025 12:46 Steinþór Einarsson sagði fyrir dómi í gær frá átökum sínum við Tómas fsem dómari endurlék með látbragði í aðalmeðferð málsins í dag. Vísir Ólafsfjarðarmálið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti. Í málinu var Steinþór Einarsson, karlmaður á fertugsaldri, ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hins vegar Steinþór. Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans er málið einstakt og frodæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan sé fallist á að neyðarvörn hafi verið beitt. Í raun hafi Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar. almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín. Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hafi hann verið ranglega sýknaður. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að úrlausn málsins kunni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Og því samþykkti dómurinn að taka málið fyrir. Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hins vegar Steinþór. Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans er málið einstakt og frodæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan sé fallist á að neyðarvörn hafi verið beitt. Í raun hafi Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar. almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín. Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hafi hann verið ranglega sýknaður. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að úrlausn málsins kunni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Og því samþykkti dómurinn að taka málið fyrir.
Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira