Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:56 Krstín Edwald formaður landskjörstjórnar segir að umsagnir stjórnarinnar um tvær kærur og tvö erindi vegna alþingiskosninganna verði lokið 14. janúar. Þá úrskurði Alþingi í málunum. Vísir Píratar í Suðvesturkjördæmi fara fram á í kæru sinni til landskjörstjórnar að alþingiskosningarnar verði gerðar ógildar. Formaður landskjörstjórnar segir að alls hafi tvö erindi og tvær kærur borist vegna kosninganna. Búist sé við að Alþingi fái umsögn um málin í næstu viku. Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi lagði fram í desember eins og áður hefur komið fram, kæru til landsskjörstjórnar meðal annars vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson féll þá út sem kjördæmakjörinn þingmaður í kjördæminu. Þá sendu Píratar inn kæru í sama kjördæmi. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að alls hafi fjögur mál borist til stjórnarinnar vegna alþingiskosninganna. „Það komu kærur annars vegar frá umboðsmönnum B-lista Framsóknarflokksins í suðvestur og svo barst kæra frá umboðsmanni Pírata í sama kjördæmi. Þá voru tvö erindi um framkvæmd kosninganna frá tveimur öðrum stöðum,“ segir Kristín. Píratar krefjast ógildingar Píratar sem duttu út af þingi í síðustu alþingiskosningum krefjast ógildingar kosninganna og hafa sent inn kæru fyrir Suðvesturkjördæmi. „Í kærunni frá Pírötum eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmir. Þar er þess krafist að kosningarnar verði gerðar ógildar. Hin kæran varðar synjun yfirkjörstjórnar í suðvestur á endurtalningu,“ segir Kristín. Landskjörstjórn mun fara yfir erindin og kærurnar á föstudag og svo aftur á þriðjudag til að ganga frá umsögnum. Klára í næstu viku „Við búumst við að við munum ljúka þessu núna 14. janúar,“ segir Kristín. Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við umsögnunum og að því loknu kjörbréfanefnd. Fyrr getur þing ekki komið saman. Þingið þarf að koma saman tíu vikum eftir kosningar, ekki seinna en 8. febrúar. Aðspurð um hvort það sé algengt að fram komi kærur þar sem farið sé fram á að kosningar séu gerðar ógildar svarar Kristín: „Nei það er ekki algengt í sögunni það er það ekki en hefur þó gerst áður,“ segir Kristín. Síðast var farið fram á ógildingu alþingiskosninga í norðvesturkjördæmi árið 2021 eftir að í ljós kom að ljörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar alþingiskosninga það ár snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi lagði fram í desember eins og áður hefur komið fram, kæru til landsskjörstjórnar meðal annars vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson féll þá út sem kjördæmakjörinn þingmaður í kjördæminu. Þá sendu Píratar inn kæru í sama kjördæmi. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að alls hafi fjögur mál borist til stjórnarinnar vegna alþingiskosninganna. „Það komu kærur annars vegar frá umboðsmönnum B-lista Framsóknarflokksins í suðvestur og svo barst kæra frá umboðsmanni Pírata í sama kjördæmi. Þá voru tvö erindi um framkvæmd kosninganna frá tveimur öðrum stöðum,“ segir Kristín. Píratar krefjast ógildingar Píratar sem duttu út af þingi í síðustu alþingiskosningum krefjast ógildingar kosninganna og hafa sent inn kæru fyrir Suðvesturkjördæmi. „Í kærunni frá Pírötum eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmir. Þar er þess krafist að kosningarnar verði gerðar ógildar. Hin kæran varðar synjun yfirkjörstjórnar í suðvestur á endurtalningu,“ segir Kristín. Landskjörstjórn mun fara yfir erindin og kærurnar á föstudag og svo aftur á þriðjudag til að ganga frá umsögnum. Klára í næstu viku „Við búumst við að við munum ljúka þessu núna 14. janúar,“ segir Kristín. Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við umsögnunum og að því loknu kjörbréfanefnd. Fyrr getur þing ekki komið saman. Þingið þarf að koma saman tíu vikum eftir kosningar, ekki seinna en 8. febrúar. Aðspurð um hvort það sé algengt að fram komi kærur þar sem farið sé fram á að kosningar séu gerðar ógildar svarar Kristín: „Nei það er ekki algengt í sögunni það er það ekki en hefur þó gerst áður,“ segir Kristín. Síðast var farið fram á ógildingu alþingiskosninga í norðvesturkjördæmi árið 2021 eftir að í ljós kom að ljörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar alþingiskosninga það ár snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Sjá meira