Þá höldum við áfram umfjöllun um læknaleysi á landsbyggðinni. Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir.
Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem leikreglur og fyrirsjáanleika skorti. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi sé trygg.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá þrettándabrennu í Vesturbæ Reykjavíkur og hittum eigendur sveitahótels sem nýlega fékk veglega viðurkenningu.