Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 18:02 Það gengur vel hjá Liverpool þessa dagana og ríkasti maður heims, Elon Musk, er nú sagðir hafa áhuga að eignast félagið. Getty/Tom Williams/Liverpool FC Faðir auðjöfursins Elon Musk segir son sinn hafa á áhuga á því að eignast enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Errol Musk talaði opinskátt um Liverpool áhuga sonar síns í nýju viðtali. „Já, hann myndi vilja kaupa Liverpool. Augljóslega. Allir vilja eignast Liverpool og ég líka,“ sagði Errol Musk í viðtali við Times Radio. Útvarpsmaðurinn spurði Musk hreint út vegna þess að bandariskir slúðurfjölmiðlar höfðu verið duglegir að fjalla um áhuga Musk á Liverpool. „Amma hans fæddist í Liverpool og við eigum ættingja í borginni. Við vorum svo lukkuleg að þekkja vel til Bítlanna af því að fólk úr fjölskyldunni ólst upp með þeim,“ sagði Musk. Express segir frá. „Ég get samt ekki staðfest það að hann ætli að kaupa félagið því þá munu þeir bara hækka verðið. Hann hefur samt áhuga en það þýðir samt ekki að hann ætli að kaupa,“ sagði Musk eldri. Elon Musk hefur verið afar áberandi síðan hann keypti Twitter og breytti samfélagsmiðlunum í X. Þá var hann lykilmaður þegar Donald Trump endurheimti forsetaembættið í Bandaríkjunum. Hann á líka fyrirtækin Tesla og SpaceX en nú horfir hann út fyrir Bandaríkin til að auka áhrif sín á alþjóðlegum vettvangi. Musk hefur vissulega efni á félaginu enda ríkasti maður heims. Hvort bandarískir eigendur Liverpool vilji selja er allt önnur saga. Þá mun verðið alltaf vera úrslitavaldur þear kemur að mögulegum kaupum. Liverpool er með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er einnig á toppi Meistaradeildarinnar. Þetta gæti því orðið magnað tímabil fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Elon Musk Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
Errol Musk talaði opinskátt um Liverpool áhuga sonar síns í nýju viðtali. „Já, hann myndi vilja kaupa Liverpool. Augljóslega. Allir vilja eignast Liverpool og ég líka,“ sagði Errol Musk í viðtali við Times Radio. Útvarpsmaðurinn spurði Musk hreint út vegna þess að bandariskir slúðurfjölmiðlar höfðu verið duglegir að fjalla um áhuga Musk á Liverpool. „Amma hans fæddist í Liverpool og við eigum ættingja í borginni. Við vorum svo lukkuleg að þekkja vel til Bítlanna af því að fólk úr fjölskyldunni ólst upp með þeim,“ sagði Musk. Express segir frá. „Ég get samt ekki staðfest það að hann ætli að kaupa félagið því þá munu þeir bara hækka verðið. Hann hefur samt áhuga en það þýðir samt ekki að hann ætli að kaupa,“ sagði Musk eldri. Elon Musk hefur verið afar áberandi síðan hann keypti Twitter og breytti samfélagsmiðlunum í X. Þá var hann lykilmaður þegar Donald Trump endurheimti forsetaembættið í Bandaríkjunum. Hann á líka fyrirtækin Tesla og SpaceX en nú horfir hann út fyrir Bandaríkin til að auka áhrif sín á alþjóðlegum vettvangi. Musk hefur vissulega efni á félaginu enda ríkasti maður heims. Hvort bandarískir eigendur Liverpool vilji selja er allt önnur saga. Þá mun verðið alltaf vera úrslitavaldur þear kemur að mögulegum kaupum. Liverpool er með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er einnig á toppi Meistaradeildarinnar. Þetta gæti því orðið magnað tímabil fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Elon Musk Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira