Cunha sendi frá sér hjartnæma afsökunarbeiðni og bauðst til að borga fyrir ný gleraugu öryggisvarðar sem skemmdust í öllum látunum.
Sjálfstæð aganefnd ákvað fyrir vikið að stytta leikbannið hans úr þremur leikjum niður í tvo. BBC segir frá.
Brasilíumaðurinn lenti í útistöðum við öryggisverði hjá Ipswich eftir 2-1 tap Úlfanna á móti nýliðunum í desember.
Sekt Cunha var líka minnkuð úr 120 þúsund pundum niður í áttatíu þúsund pund eða úr 21 milljón króna niður í fjórtán milljónir.
Cunha hefur átt mjög gott tímabil með Wolves þrátt fyrir slakt gengi liðsins. Hann hefur skorað tíu mörk í aðeins nítján leikjum.
Gary O'Neil var rekinn eftir þetta tap á móti Ipswich og Vitor Pereira tók við liðinu af honum.