Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Þegar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna var spurður hvort hann gæti útilokað að hann myndi grípa til efnahagslegra eða hernaðarlegra aðgerða til að taka yfir Grænland og Panamaskurðinn svaraði hann því neitandi. Hann þyrfti á Panama og Grænlandi að halda. Skömmu eftir að hann lét þessi ummæli falla flaug sonur hans, Donald Trump yngri, til Grænlands ásamt fylgdarliði. Hann var spurður hvers vegna hann væri á Grænlandi. „Við erum hér sem ferðamenn til að sjá landið. Þetta lítur ótrúlega út. Við höfum ætlað okkur að koma hingað í langan tíma.“ Þrátt fyrir að Trump yngri sagðist vera þarna til að skoða sig um hafa margir lesið eitthvað annað og meira út úr heimsókninni og tengt hana við ummæli Trumps eldri. Í gær hitti Trump yngri grænlenska stuðningsmenn Trumps en hinn verðandi forseti útskýrði í símtali að hann þyrfti á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. „Við munum koma vel fram við ykkur, þið vitið það. Fariði vel með ykkur,“ heyrðist Trump eldri segja í símtalinu við grænlenska stuðningsmenn. Svar Trumps um hernaðaðaraðgerðir hafa vakið hörð viðbrögð en utanríkisráðherra Frakklands sagðist ekki munu leyfa neina slíka tilburði. Forsætisráðherra Danmerkur segir mikilvægt að sýna Grænlendingum virðingu. Eins og Mute Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hefur þegar sagt þá er Grænland ekki til sölu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var á flugvellinum á leið til Þýskalands á fund varnamálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna þegar fréttastofa náði tali af henni. „Mér var náttúrulega brugðið við að heyra svona yfirlýsingar frá verðandi forseta en á þessu stigi þá tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um það sem hann var að segja öðruvísi en það að ég undirstrika orð Egede, forsætisráðherra Grænlands, um að Grænland er ekki til sölu og það er Grænlendinga sjálfra að ákveða um sína eigin framtíð.“ Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin verði samstíga. „Að sjálfsögðu erum við í sambandi út af þessu og höfum verið með ákveðin tengsl vegna þessara orða en ég tel ekki tímabært að tjá mig um þessi orð verðandi Bandaríkjaforseta en það er ljóst a það eru blikur á lofti í alþjóðamálum en við Íslendingar styðjum Grænlendinga.“ Grænland Danmörk Donald Trump NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þegar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna var spurður hvort hann gæti útilokað að hann myndi grípa til efnahagslegra eða hernaðarlegra aðgerða til að taka yfir Grænland og Panamaskurðinn svaraði hann því neitandi. Hann þyrfti á Panama og Grænlandi að halda. Skömmu eftir að hann lét þessi ummæli falla flaug sonur hans, Donald Trump yngri, til Grænlands ásamt fylgdarliði. Hann var spurður hvers vegna hann væri á Grænlandi. „Við erum hér sem ferðamenn til að sjá landið. Þetta lítur ótrúlega út. Við höfum ætlað okkur að koma hingað í langan tíma.“ Þrátt fyrir að Trump yngri sagðist vera þarna til að skoða sig um hafa margir lesið eitthvað annað og meira út úr heimsókninni og tengt hana við ummæli Trumps eldri. Í gær hitti Trump yngri grænlenska stuðningsmenn Trumps en hinn verðandi forseti útskýrði í símtali að hann þyrfti á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. „Við munum koma vel fram við ykkur, þið vitið það. Fariði vel með ykkur,“ heyrðist Trump eldri segja í símtalinu við grænlenska stuðningsmenn. Svar Trumps um hernaðaðaraðgerðir hafa vakið hörð viðbrögð en utanríkisráðherra Frakklands sagðist ekki munu leyfa neina slíka tilburði. Forsætisráðherra Danmerkur segir mikilvægt að sýna Grænlendingum virðingu. Eins og Mute Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hefur þegar sagt þá er Grænland ekki til sölu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var á flugvellinum á leið til Þýskalands á fund varnamálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna þegar fréttastofa náði tali af henni. „Mér var náttúrulega brugðið við að heyra svona yfirlýsingar frá verðandi forseta en á þessu stigi þá tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um það sem hann var að segja öðruvísi en það að ég undirstrika orð Egede, forsætisráðherra Grænlands, um að Grænland er ekki til sölu og það er Grænlendinga sjálfra að ákveða um sína eigin framtíð.“ Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin verði samstíga. „Að sjálfsögðu erum við í sambandi út af þessu og höfum verið með ákveðin tengsl vegna þessara orða en ég tel ekki tímabært að tjá mig um þessi orð verðandi Bandaríkjaforseta en það er ljóst a það eru blikur á lofti í alþjóðamálum en við Íslendingar styðjum Grænlendinga.“
Grænland Danmörk Donald Trump NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34