Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2025 10:31 Vladimír Pútin, forseti Rússlands. Valdamiklir menn í Rússlandi eru sagðir óánægðir með gang stríðsins og þau slæmu áhrif sem stríðið hefur haft á hagkerfi Rússlands. Pútín virðist þó ekki ætla að láta af kröfum sínum um að NATÓ hörfi frá Austur-Evrópu. AP/Alexander Kazakov Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. Rússar sækja enn fram í suðausturhluta Úkraínu en hægt hefur sókn þeirra á undanförnum vikum. Þeir hafa einnig sótt fram í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn gerðu innrás síðasta sumar. Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu beinist enn að mestu að bænum Pokrovsk og nærliggjandi svæðum. Þar hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja í þó nokkra mánuði og hefur það að miklu leyti verið rakið til mikillar manneklu hjá Úkraínumönnum, þegar kemur að fótgönguliði. Rússar hafa sett aukinn kraft í tilraunir þeirra til að reka úkraínska hermenn frá Kúrskhéraði og hafa gert mjög umfangsmiklar árásir þar. Til marks um umfang þeirra hafa úkraínskir hermenn haldið því fram að í einni sókn hafi Rússar notast við um fimmtíu skrið- og bryndreka, auk bíla og sótt fram í sex bylgjum. Úkraínumenn hafa einnig gert tilraunir til að sækja fram í Kúrskhéraði og í einni sókn eru þeir sagðir hafa tekið nokkur þorp. Óljóst er þó hvort þeir stjórni þeim enn. Sjá einnig: Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Í austurhluta Úkraínu hafa Rússar reynt að sæka fram að bænum Pokrovsk og hafa þeir einnig sótt fram suður af bænum um nokkuð skeið. Þar náðu Rússar ákveðnum áfanga með falli bæjarins Kurakhove, sem er suður af Pokrovsk. Það er nokkuð stór bær og hafa bardagar um hann staðið um nokkuð skeið. Rússar hafa þar beint sjónum sínum að bænum Andrívka. Úkraínskir hermenn hafa verið að flytja óbreytta borgara á brott frá Pokrovks og nærliggjandi byggðum.Getty/Vincenzo Circosta Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað í bænum Chasiv Yar, sem er norðaustur af Pokrovsk. Þar hefur verið barist um langt skeið og náðu Rússar árangri í haust. Hægt hefur þó á sókn Rússa þar og er barist hús úr húsi Chasiv Yar situr á hæð og bíður upp á gott útsýni í allar áttir og þá er stórt síki austur af bænum sem hefur virkað vel sem varnarvirki. Litlar umfangsmiklar breytingar hafa átt sér stað annarsstaðar á víglínunni. Allt síðasta ár er útlit fyrir að Rússar hafi tekið um 3.200 ferkílómetra af landsvæði í Úkraínu. Það samsvarar rúmlega hálfu prósenti af landinu og stjórna Rússar um rúmum átján prósentum af landinu öllu, samkvæmt einni greiningu. In 2024, Russian forces expanded their control in Ukraine by approximately 3,200 km², increasing the total occupied area to 18.14% of the country.This represents an additional 0.54% of Ukraine’s total territory coming under Russian control during the year. https://t.co/SJ68Xq9J8p— War Mapper (@War_Mapper) January 8, 2025 Eftir stöðuga aukningu frá því í sumar, hægði verulega á framsókn Rússa í desember, í ferkílómetrum talið og borið saman við mánuðina þar á undan. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. NEW: Ukrainian forces struck a Russian ammunition and drone storage warehouse in Rostov Oblast on the night of January 9 to 10.The Kremlin reiterated that it is ready to hold talks with US President-elect Donald Trump without any "preconditions" but noted that its negotiating… pic.twitter.com/fPjiYLM3rd— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 11, 2025 Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í gær umfangsmiklar viðskiptaþvinganir gegn rússneskum fyrirtækjum, félögum og fólki. Aðgerðirnar, sem yfirvöld í Bretlandi koma einnig að, beinast að miklu leyti gegn orkugeira Rússlands og „skuggaflotanum“ svokallaða sem Rússar hafa notað til að komast hjá refsiaðgerðum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þakkaði Joe Biden, fráfarandi forseta, og bandarísku þjóðinni fyrir stuðninginn og sagði refsiaðgerðirnar hafa burði til að valda hagkerfi Rússlands mikið högg. Hann sagði að því meiri tekjur sem Rússar yrðu af, því fyrr væri hægt að koma á friði. Úr degi í sex mánuði Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur á undanförnum mánuðum heitið því að binda enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum. Hann hefur nú sagt að það muni taka nokkra mánuði en aðrir bakhjarlar Úkraínumanna eru sagðir hafa tekið þeirri yfirlýsingu sem staðfestingu á því að Trump ætli sér ekki að alfarið hætta stuðningi við Úkraínumenn um leið og hann tekur við embætti. Trump sagði nýverið að sex mánuðir væri raunhæfara markmið. Keith Kellogg, sem Trump hefur skipað sem sérstakan erindreka sinn varðandi átökin, hefur sagt að markmið sitt sé að binda enda á átökin á hundrað dögum. Kellogg sagðist vilja finna leið á skömmum tíma til að binda enda á átökin til frambúðar. Kellog átti að ferðast til Úkraínu á næstu dögum og hitta ráðamenn þar. Hann hætti þó við ferðina á dögunum en Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að ferðin muni eiga sér stað. Hann segir gífurlega mikilvægt að ræða við Kellogg og viðræður eigi sér stað um hvenær Kellogg geti farið til Úkraínu. Þetta sagði Sybíha á blaðamannafundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra Íslands, í Kænugarði í vikunni. Sjá einnig: Þorgerður Katrín í Úkraínu Tveir evrópskir heimildarmenn Financial Times sem höfðu átt í viðræðum við Trump-liða sögðu að vestanhafs væru þeir ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu sér að binda enda á stríðið og að stuðningur við Úkraínu myndi halda áfram eftir embættistöku Trumps. Einn þeirra sagði Trump-liða hafa þráhyggju fyrir því að virðast „sterkir“ og þess vegna væru þeir að breyta afstöðu sinni. Trump-liðar eru einnig sagðir óttast samanburð við brottför bandarískra hermanna frá Afganistan og er Trump sagður vilja forðast það. Trump sagði í Flórída í á fimmtudaginn að honum hefði borist þau skilaboð að Pútín vildi funda með honum og að slíkur fundur væri í vinnslu. Hvenær slíkur fundur færi fram er ekki ljóst. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði svo á föstudagsmorgun að Pútin hefði áhuga á fundi með Trump. Peskov stated that his patron Putin is ready to meet with Trump after the inauguration and that there are no obstacles to this, requiring only "mutual desire." pic.twitter.com/stMq2LRcR0— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) January 10, 2025 Fyrst þurfi að stöðva Rússa Evrópskir leiðtogar og embættismenn eru sagðir hafa reynt að sannfæra Trump og ráðgjafa hans um að þörf sé á frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu til að binda enda á stríðið. Bæta þurfi stöðu Úkraínumanna fyrir friðarviðræður og til að fá Rússa að samningaborðinu. Að fyrst þurfi að hjálpa Úkraínumönnum að stöðva framsókn Rússa í austri, því Rússar muni ekki hafa áhuga á að setjast við samningaborðið á meðan þeir sæki fram, þó sú framsókn sé dýrkeypt í lífum og hergögnum. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hitti Trump í Mar-a-Lago í Flórída á dögunum og í kjölfarið sagði hún að Bandaríkjamenn myndu ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Trump vildi leita lausna en ætlaði sér ekki að yfirgefa Úkraínumenn. Hún sagði öryggisráðstafanir gífurlega mikilvægar fyrir mögulegan frið í Úkraínu. „Við vitum öll að Rússar hafa brotið gegn samkomulögum sem þeir hafa skrifað undir. Án öryggisráðstafana, getum við ekki vitað fyrir víst að þetta muni ekki gerast aftur,“ hefur FT eftir Meloni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að besta og skjótasta leiðin til að veita þessa tryggingu sé að veita Úkraínu aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það þykir ólíklegt á næstu árum og nýtur ekki stuðnings í Washington og í Berlín, svo einhverjir staðir séu nefndir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur stungið upp á því að evrópskir hermenn gætu verið sendir til Úkraínu til að tryggja frið og koma í veg fyrir aðra innrás Rússa á næstu árum. Sú tillaga hefur heldur ekki hlotið hljómgrunn meðal evrópskra ráðamanna. Verði Úkraínumenn þvingaðir til óhagstæðs friðarsáttmála sem gæti leitt til nýs stríðs á komandi árum eru miklar líkur á því að þær milljónir manna sem hafa flúið land, og þar er að mestu um konur og börn að ræða, snúi aldrei aftur heim. Úkraínskir hermenn á ferðinni nærri Bakmút í austurhluta Úkraínu.Getty/Wolfgang Schwan Pútín vill breyttar reglur Í tilkynningu frá Kreml til FT segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, taki aðkomu Trumps fagnandi og sé tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn. Maður sem starfaði áður í háttsettu embætti í Kreml sagði að helsta markmið Pútíns í einhvers konar viðræðum yrði að tryggja að Úkraína gengi aldrei inn í NATO og að bandalagið hörfaði frá ríkjum Austur-Evrópu. Undir þetta tók Rússi sem mun hafa rætt markmiðin við Pútín sjálfan. „Hann vill breyta reglum alþjóðakerfisins svo það ógni enginn Rússlandi. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvernig heimurinn mun líta út eftir stríðið,“ sagði fyrrverandi embættismaðurinn. Hann sagði Trump hvort eð er vilja draga úr umsvifum NATO. „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst.“ Sömu kröfur og í upphafi Fyrir innrásina í Úkraínu krafðist Pútín þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO um alla tíð og að NATO myndi flytja alla sína hermenn og öll hergögn úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við bandlagið eftir árið 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin en ráðamenn þar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Forsvarsmenn NATO hafa hafnað þessum kröfum. Nú hefur Pútín ítrekað talað um að Úkraínumenn þurfi að sættast við stöðuna á jörðu niðri og hefur hann lýst yfir innlimun á nokkrum héruðum Úkraínu og þar á meðal héruðum sem Rússar stjórna ekki að fullu. Pútín vill að þessi héruð tilheyri Rússlandi. Auk Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur Pútín innlimað Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Eins og áður segir hafa ráðamenn í Úkraínu sagt að einhverskonar samkomulag við Rússa og þar á meðal samkomulag um að láta land af hendi í skiptum fyrir frið, verði að innihalda bindandi öryggisráðstafanir. Annars geti Úkraínumenn alltaf átt von á nýrri innrás frá Rússlandi. Úkraínumenn hafa stóraukið framleiðslu á sjálfsprengidrónum og eru byrjaðir að framleiða sérstaka dróna til að granda mun dýrari eftirlitsdrónum Rússa. Ukrainian anti-aircraft drones are one of the most effective ways to counter russian reconnaissance UAVs.📹: 117th Mechanized Brigade pic.twitter.com/yX05P0a2dI— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 10, 2025 Elítan sögð óánægð með lengd stríðsins og áhrif þess Margir meðal hinnar svokölluðu elítu í Rússlandi eru sagðir óánægðir með að ekki hafi tekist að binda enda á stríðið, sem hafi haft slæm áhrif á hagkerfið. Heimildarmenn Meduza sem tengjast yfirvöldum í Moskvu segja þreytuna mikla. Vonir hafi verið bundnar við að stríðið myndi enda í fyrra og að Rússar myndu losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Nú séu þær að verða verri og verri og hagkerfi Rússlands hefur beðið hnekki, verðbólga er há og stýrivextir sömuleiðis, sem forsvarsmenn fyrirtækja hafa kvartað yfir. Einn heimildarmaður miðilsins sagði að hagkerfið héldi lífi að svo stöddu með því að fæðast á hræjum vestrænna fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland. „Allir átta sig á því að þetta getur ekki enst að eilífu. Ástandið mun ekki batna.“ Þetta sagði heimildarmaðurinn sem er ráðgjafi og starfar fyrir fyrirtæki og stjórnvöld í Rússlandi. Heimildarmenn Meduza voru sammála um að innrás Úkraínumanna í Kúrskhérað í fyrra hefði bundið enda á vonir Rússa um frið á næstunni. Þrír heimildarmenn sem tengjast stjórnvöldum í Rússlandi sögðu þó að ólíklegt hefði verið að friður hefði náðst í fyrra, hvort sem Úkraínumenn hefðu ráðist inn í Kúrsk eða ekki. „Forsetanum finnst gaman að berjast. Honum finnst það spennandi,“ sagði einn heimildarmaður nátengdur Kreml. „Af hverju að stoppa þegar þú ert hálfnaður ef þú getur náð loka hnykknum.“ Sami maður sagði einnig að ýmsir „föðurlandsvinir“ meðal elítunnar væru óánægðir með að Pútín hefði ekki gengið enn lengra. Farið í almenna herkvaðningu og gengið enn lengra í hervæðingu hagkerfis Rússlands. Úkraínskir hermenn skjóta í átt að Rússum í austurhluta Úkraínu.Getty/Wolfgang Schwan Hættulegt að binda enda á stríðið Meduza hefur eftir öðrum heimildarmönnum að innan ríkisstjórnar Pútín séu menn meðvitaðir um hættu sem fylgir því að binda enda á stríðið. Mikil krísa gæti myndast í kjölfar friðar. Ef endir yrði bundinn á innrásina þyrfti að útskýra fyrir þjóðinni hvað gerðist næst. Af hverju ástandið væri eins erfitt og það er, hvernig til stæði að bæta ástandið og hvenær. „Enginn veiti svarið við þessum spurningum,“ sagði einn heimildarmaður Meduza. Tveir menn sem sóttu nýverið ráðstefnum embættismanna í Rússlandi þar sem rætt var hvernig teikna ætti upp sigur Rússa í innrásinni fyrir þingkosningarnar 2026. Þeir sögðu að ekki hefði verið farið út í saumana á því hvernig þessi friður ætti að myndast né hvernig hann myndi líta út. Annar mannanna sagðist hafa áttað sig á því að sama hvernig færi, þá yrði hinni „sértæku hernaðaraðgerð“ eins og innrásinni hefur ítrekað verið lýst í Kreml, fagnað sem sigri. Saka Rússa um árásir á óbreytta borgara Nada Al-Nashif, næstráðandi hjá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, sakaði í vikunni Rússa um ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu. Notast væri við eldflaugar, dróna og svifsprengjur við þessar árásir og kallaði hún eftir því að þeim yrði hætt. Hún sagði að minnsta kosti 574 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum að undanförnu og að þeim hefði fjölgað töluvert. Al-Nashif sagði einnig að úkraínskir hermenn í haldi Rússa, bæði karlar og konur, hefðu orðið fyrir umfangsmiklum og kerfisbundnum pyntingum og flestir þeirra yrðu einnig fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá færi fjölgandi tilfellum þar sem rússneskir hermenn tækju úkraínska hermenn í haldi af lífi. Myndböndum af slíkum aftökum hefur fjölgað mjög á undanförnum mánuðum og í einhverjum tilfellum hafa rússneskir hermenn tekið sig upp taka úkraínska hermenn af lífi og birt myndböndin á netinu. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Al-Nashif sagði þessar fregnir mikið áhyggjuefni og að þær væru trúverðugar. "Ukrainians, like people everywhere, have a right to peace," @UNHumanRights deputy chief @NadaNashif told the @UN Human Rights Council."It is beyond time for this war to end," she said at a meeting on the human rights situation in #Ukraine.STATEMENT ➡️https://t.co/owh6gzA6uf pic.twitter.com/i7aJOjufrG— UN Human Rights Council (@UN_HRC) January 8, 2025 Góður fundur en Scholz stígur á bremsuna Bakhjarlar Úkraínu komu saman í Þýskalandi í vikunni til að ræða þarfir Úkraínumanna. Selenskí segir að þar hafi umfangsmikilli hernaðaraðstoð verið heitið, sem samsvarar um tveimur milljörðum dala. „Þetta var mjög góður fundur og mjög góð niðurstaða,“ hefur Reuters eftir Selenskí. Þessi hernaðaraðstoð snýr að bættum loftvörnum og flugskeytum í loftvarnarkerfi Úkraínumanna, skotfæri fyrir stórskotalið og ýmislegt annað. Þýski miðillinn Spiegel segir að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafi komið í veg fyrir aukna hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra úr Græningjum, og Boris Pistorius, sem er úr Sósíaldemókrötum eins og Scholz, hafi viljað tryggja Úkraínumönnum hergögn fyrir um þrjá milljarða evra en Scholz hafi stöðvað það. Frá fundinum í Ramstein í vikunni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, situr hér milli þeirra Boris Pistorius og Austin Lloyd, varnarmálaráðherra Þýskalands og Bandaríkjanna.AP/Marijan Murat Hernaðaraðstoðin umrædda átti að vera í formi loftvarnarkerfa, flugskeyta, stórskotaliðsvopna og skotfæra sem Úkraínumenn segja mikla þörf á og hafa þeir sérstaklega vísað til bættra loftvarna vegna ítrekaðra dróna og eldflaugaárása Rússa. Scholz er sagður hafa stöðvað það og er talið að það sé vegna þess að hann vilji ekki auka fjárútlát í aðdraganda alríkiskosninga í Þýskalandi. Þjóðverjar munu á næsta ári senda Úkraínumönnum sex IRIS-T loftvarnarkerfi og flugskeyti fyrir þau. Hernaðaraðstoðinn sem Scholz er sagður hafa stöðvað var til viðbótar við það. Deutschland unterstützt die #Ukraine weiterhin verlässlich & tatkräftig. In 2025 werden die bereits angekündigten 6 IRIS-T Systeme geliefert. Neu: 🇩🇪 wird knapp 50 Lenkflugkörper für IRIS-T-Systeme bereitstellen. Minister Pistorius kündigte bei der #UDCG weitere Unterstützung an: pic.twitter.com/TkRqqzRDmx— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 9, 2025 Á fundinum opinberaði Austin Lloyd, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fimm hundruð milljóna dala hernaðaraðstoð handa Úkraínu og kallaði eftir því að bakhjarlar Úkraínumanna gæfu ekki eftir. Úkraína væri ekki það eina sem væri í húfi heldur öryggi allra ríkjanna sem sóttu fundinn. Hundruð flúðu fyrir fyrsta skot Um áramótin bárust fregnir af því að hundruð hermanna úr nýstofnuðu úkraínsku stórfylki, en hermenn hennar voru flestir kvaðmenn og margir þjálfaðir í Frakklandi og fengu vestræn vopn eins og Leopard 2 skriðdreka frá Þýskalandi og Ceasar fallbyssur frá Frakklandi, hefðu flúið eftir að þeir voru sendir á víglínuna nærri Pokrovsk. Mennirnir eru sagðir hafa verið illa undirbúnir, þeim hafi verið illa stjórnað af yfirmönnum sínum og að þeir hafi ekki fengið dróna og annan nauðsynlegan búnað. Í grein Forbes um 155. stórfylki úkraínuhers kemur fram að um 5.800 hermenn áttu að vera í því. Yfir níu mánuða tímabil á meðan hermenn stórfylkisins voru í Frakklandi, Póllandi og vesturhluta Úkraínu eru um sautján hundruð þeirra sagðir hafa farið í felur og var það áður en einn hermaður úr stórfylkinu hleypti úr byssu sinni. Yfirvöld í Úkraínu eru sögð hafa opnað sakamálarannsókn vegna örlaga stórfylkisins, sem mun hafa verið brotið upp í smærri einingar og hermenn sem flúðu ekki sendir til annarra hersveita. Frá þjálfun úkraínskra hermanna.Getty/Roman Chop Greinendur segja þetta til marks um kerfisbundna galla innan herstjórnar Úkraínu og lélega stjórnun. Þá hefur þetta enn einu sinni vakið athygli á þeirri viðleitni herstjórnar Úkraínu að stofna nýjar herdeildir og stórfylki í stað þess að senda nýja hermenn og kvaðmenn til eldri sveita sem vantar menn eftir harða bardaga í tæp þrjú ár. Margar af þessu gömlu sveitum eru sagðar skorta helming hermanna sem eiga að fylla raðir þeirra. Stjórnun þessara nýju sveita er líka talin léleg og þegar hermenn 155. stórfylkis fóru í orrustu eru þeir sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Í grein Forbes er haft eftir sérfræðingum að þetta megi að hluta til rekja til stjórnmála. Leiðtogar Úkraínu vilji sýna bakhjörlum sínum að þeir eigi nægt varaafl, í formi nýrra stórfylkja sem í rauninni eru til lítils máttug í orrustu. Betra að senda nýja menn í gamlar sveitir Í greiningu Front Intelligence, sem stofnað var af fyrrverandi yfirmanni í úkraínska hernum, segir varnarvandræði Úkraínumanna megi að miklu leyti rekja til þessara nýrru stórfylkja. Mikið betra væri að senda nýja hermenn og kvaðmenn til að fylla upp í raðir reynslumikilla hersveita. Nýjar sveitir verði fyrir meira mannfalli og það hafi þau áhrif að kvaðmenn séu líklegri til að reyna að komast hjá herþjónustu. Þá reyni sífellt fleiri að þjóna frekar í stuðningshlutverkum en í fótgönguliði. Fótgönguliðar stríðsins í Úkraínu standa samkvæmt Front Intelligence frammi fyrir gífurlega erfiðum aðstæðum. Þeir standi vörð gegn Rússum og verði ítrekað fyrir árásum stórskotaliðs og sjálfsprengidrónum. Gífurlega erfitt sé að komast heill í gegnum slíka upplifun og sérstaklega með tilliti til þess að fáar ef einhverjar leiðir eru fyrir hermenn til að hætta þjónustu, án þess að deyja eða særast alvarlega. Mannekla hefur líka leitt til þess að hermenn fá sífellt minni hvíld frá víglínunni. Til að fylla upp í raðir sínar á víglínunni hafa leiðtogar úkraínskra hersveita þurft að ganga á raðir sínar í stuðningssveitum. Hermenn sem þjálfaðir hafa verið fyrir stórskotalið eða til loftvarna eru notaðir í hefðbundna bardaga, án nægilegrar þjálfunar eða undirbúnings. Þetta hefur stigvaxandi áhrif og kemur niður á tilraunum til að laða að nýja hermenn. Í þessari greiningu segir að ráðamenn í Úkraínu þurfi að viðurkenna þessa kerfisbundnu galla og laga þá hið snarasta. Það sé í besta falli mjög erfitt að vinna bug á áratugagömlum kerfisbundnum vandamálum í miðju stríði en ekkert annað komi til greina. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Ísland mun veita Úkraínumönnum fjögur hundruð milljón króna til hergagnaframleiðslu þar í landi. Peningarnir munu fara „dönsku leiðina“ svokölluðu, sem nokkrir af bakhjörlum Úkraínu hafa notað á undanförnum mánuðum. 7. janúar 2025 13:56 Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41 Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Rússar sækja enn fram í suðausturhluta Úkraínu en hægt hefur sókn þeirra á undanförnum vikum. Þeir hafa einnig sótt fram í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn gerðu innrás síðasta sumar. Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu beinist enn að mestu að bænum Pokrovsk og nærliggjandi svæðum. Þar hafa Úkraínumenn átt undir högg að sækja í þó nokkra mánuði og hefur það að miklu leyti verið rakið til mikillar manneklu hjá Úkraínumönnum, þegar kemur að fótgönguliði. Rússar hafa sett aukinn kraft í tilraunir þeirra til að reka úkraínska hermenn frá Kúrskhéraði og hafa gert mjög umfangsmiklar árásir þar. Til marks um umfang þeirra hafa úkraínskir hermenn haldið því fram að í einni sókn hafi Rússar notast við um fimmtíu skrið- og bryndreka, auk bíla og sótt fram í sex bylgjum. Úkraínumenn hafa einnig gert tilraunir til að sækja fram í Kúrskhéraði og í einni sókn eru þeir sagðir hafa tekið nokkur þorp. Óljóst er þó hvort þeir stjórni þeim enn. Sjá einnig: Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Í austurhluta Úkraínu hafa Rússar reynt að sæka fram að bænum Pokrovsk og hafa þeir einnig sótt fram suður af bænum um nokkuð skeið. Þar náðu Rússar ákveðnum áfanga með falli bæjarins Kurakhove, sem er suður af Pokrovsk. Það er nokkuð stór bær og hafa bardagar um hann staðið um nokkuð skeið. Rússar hafa þar beint sjónum sínum að bænum Andrívka. Úkraínskir hermenn hafa verið að flytja óbreytta borgara á brott frá Pokrovks og nærliggjandi byggðum.Getty/Vincenzo Circosta Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað í bænum Chasiv Yar, sem er norðaustur af Pokrovsk. Þar hefur verið barist um langt skeið og náðu Rússar árangri í haust. Hægt hefur þó á sókn Rússa þar og er barist hús úr húsi Chasiv Yar situr á hæð og bíður upp á gott útsýni í allar áttir og þá er stórt síki austur af bænum sem hefur virkað vel sem varnarvirki. Litlar umfangsmiklar breytingar hafa átt sér stað annarsstaðar á víglínunni. Allt síðasta ár er útlit fyrir að Rússar hafi tekið um 3.200 ferkílómetra af landsvæði í Úkraínu. Það samsvarar rúmlega hálfu prósenti af landinu og stjórna Rússar um rúmum átján prósentum af landinu öllu, samkvæmt einni greiningu. In 2024, Russian forces expanded their control in Ukraine by approximately 3,200 km², increasing the total occupied area to 18.14% of the country.This represents an additional 0.54% of Ukraine’s total territory coming under Russian control during the year. https://t.co/SJ68Xq9J8p— War Mapper (@War_Mapper) January 8, 2025 Eftir stöðuga aukningu frá því í sumar, hægði verulega á framsókn Rússa í desember, í ferkílómetrum talið og borið saman við mánuðina þar á undan. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. NEW: Ukrainian forces struck a Russian ammunition and drone storage warehouse in Rostov Oblast on the night of January 9 to 10.The Kremlin reiterated that it is ready to hold talks with US President-elect Donald Trump without any "preconditions" but noted that its negotiating… pic.twitter.com/fPjiYLM3rd— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) January 11, 2025 Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í gær umfangsmiklar viðskiptaþvinganir gegn rússneskum fyrirtækjum, félögum og fólki. Aðgerðirnar, sem yfirvöld í Bretlandi koma einnig að, beinast að miklu leyti gegn orkugeira Rússlands og „skuggaflotanum“ svokallaða sem Rússar hafa notað til að komast hjá refsiaðgerðum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, þakkaði Joe Biden, fráfarandi forseta, og bandarísku þjóðinni fyrir stuðninginn og sagði refsiaðgerðirnar hafa burði til að valda hagkerfi Rússlands mikið högg. Hann sagði að því meiri tekjur sem Rússar yrðu af, því fyrr væri hægt að koma á friði. Úr degi í sex mánuði Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur á undanförnum mánuðum heitið því að binda enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum. Hann hefur nú sagt að það muni taka nokkra mánuði en aðrir bakhjarlar Úkraínumanna eru sagðir hafa tekið þeirri yfirlýsingu sem staðfestingu á því að Trump ætli sér ekki að alfarið hætta stuðningi við Úkraínumenn um leið og hann tekur við embætti. Trump sagði nýverið að sex mánuðir væri raunhæfara markmið. Keith Kellogg, sem Trump hefur skipað sem sérstakan erindreka sinn varðandi átökin, hefur sagt að markmið sitt sé að binda enda á átökin á hundrað dögum. Kellogg sagðist vilja finna leið á skömmum tíma til að binda enda á átökin til frambúðar. Kellog átti að ferðast til Úkraínu á næstu dögum og hitta ráðamenn þar. Hann hætti þó við ferðina á dögunum en Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að ferðin muni eiga sér stað. Hann segir gífurlega mikilvægt að ræða við Kellogg og viðræður eigi sér stað um hvenær Kellogg geti farið til Úkraínu. Þetta sagði Sybíha á blaðamannafundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra Íslands, í Kænugarði í vikunni. Sjá einnig: Þorgerður Katrín í Úkraínu Tveir evrópskir heimildarmenn Financial Times sem höfðu átt í viðræðum við Trump-liða sögðu að vestanhafs væru þeir ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu sér að binda enda á stríðið og að stuðningur við Úkraínu myndi halda áfram eftir embættistöku Trumps. Einn þeirra sagði Trump-liða hafa þráhyggju fyrir því að virðast „sterkir“ og þess vegna væru þeir að breyta afstöðu sinni. Trump-liðar eru einnig sagðir óttast samanburð við brottför bandarískra hermanna frá Afganistan og er Trump sagður vilja forðast það. Trump sagði í Flórída í á fimmtudaginn að honum hefði borist þau skilaboð að Pútín vildi funda með honum og að slíkur fundur væri í vinnslu. Hvenær slíkur fundur færi fram er ekki ljóst. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði svo á föstudagsmorgun að Pútin hefði áhuga á fundi með Trump. Peskov stated that his patron Putin is ready to meet with Trump after the inauguration and that there are no obstacles to this, requiring only "mutual desire." pic.twitter.com/stMq2LRcR0— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) January 10, 2025 Fyrst þurfi að stöðva Rússa Evrópskir leiðtogar og embættismenn eru sagðir hafa reynt að sannfæra Trump og ráðgjafa hans um að þörf sé á frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu til að binda enda á stríðið. Bæta þurfi stöðu Úkraínumanna fyrir friðarviðræður og til að fá Rússa að samningaborðinu. Að fyrst þurfi að hjálpa Úkraínumönnum að stöðva framsókn Rússa í austri, því Rússar muni ekki hafa áhuga á að setjast við samningaborðið á meðan þeir sæki fram, þó sú framsókn sé dýrkeypt í lífum og hergögnum. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hitti Trump í Mar-a-Lago í Flórída á dögunum og í kjölfarið sagði hún að Bandaríkjamenn myndu ekki hætta stuðningi við Úkraínu. Trump vildi leita lausna en ætlaði sér ekki að yfirgefa Úkraínumenn. Hún sagði öryggisráðstafanir gífurlega mikilvægar fyrir mögulegan frið í Úkraínu. „Við vitum öll að Rússar hafa brotið gegn samkomulögum sem þeir hafa skrifað undir. Án öryggisráðstafana, getum við ekki vitað fyrir víst að þetta muni ekki gerast aftur,“ hefur FT eftir Meloni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að besta og skjótasta leiðin til að veita þessa tryggingu sé að veita Úkraínu aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það þykir ólíklegt á næstu árum og nýtur ekki stuðnings í Washington og í Berlín, svo einhverjir staðir séu nefndir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur stungið upp á því að evrópskir hermenn gætu verið sendir til Úkraínu til að tryggja frið og koma í veg fyrir aðra innrás Rússa á næstu árum. Sú tillaga hefur heldur ekki hlotið hljómgrunn meðal evrópskra ráðamanna. Verði Úkraínumenn þvingaðir til óhagstæðs friðarsáttmála sem gæti leitt til nýs stríðs á komandi árum eru miklar líkur á því að þær milljónir manna sem hafa flúið land, og þar er að mestu um konur og börn að ræða, snúi aldrei aftur heim. Úkraínskir hermenn á ferðinni nærri Bakmút í austurhluta Úkraínu.Getty/Wolfgang Schwan Pútín vill breyttar reglur Í tilkynningu frá Kreml til FT segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, taki aðkomu Trumps fagnandi og sé tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn. Maður sem starfaði áður í háttsettu embætti í Kreml sagði að helsta markmið Pútíns í einhvers konar viðræðum yrði að tryggja að Úkraína gengi aldrei inn í NATO og að bandalagið hörfaði frá ríkjum Austur-Evrópu. Undir þetta tók Rússi sem mun hafa rætt markmiðin við Pútín sjálfan. „Hann vill breyta reglum alþjóðakerfisins svo það ógni enginn Rússlandi. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvernig heimurinn mun líta út eftir stríðið,“ sagði fyrrverandi embættismaðurinn. Hann sagði Trump hvort eð er vilja draga úr umsvifum NATO. „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst.“ Sömu kröfur og í upphafi Fyrir innrásina í Úkraínu krafðist Pútín þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO um alla tíð og að NATO myndi flytja alla sína hermenn og öll hergögn úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við bandlagið eftir árið 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin en ráðamenn þar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Forsvarsmenn NATO hafa hafnað þessum kröfum. Nú hefur Pútín ítrekað talað um að Úkraínumenn þurfi að sættast við stöðuna á jörðu niðri og hefur hann lýst yfir innlimun á nokkrum héruðum Úkraínu og þar á meðal héruðum sem Rússar stjórna ekki að fullu. Pútín vill að þessi héruð tilheyri Rússlandi. Auk Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, hefur Pútín innlimað Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Eins og áður segir hafa ráðamenn í Úkraínu sagt að einhverskonar samkomulag við Rússa og þar á meðal samkomulag um að láta land af hendi í skiptum fyrir frið, verði að innihalda bindandi öryggisráðstafanir. Annars geti Úkraínumenn alltaf átt von á nýrri innrás frá Rússlandi. Úkraínumenn hafa stóraukið framleiðslu á sjálfsprengidrónum og eru byrjaðir að framleiða sérstaka dróna til að granda mun dýrari eftirlitsdrónum Rússa. Ukrainian anti-aircraft drones are one of the most effective ways to counter russian reconnaissance UAVs.📹: 117th Mechanized Brigade pic.twitter.com/yX05P0a2dI— Defense of Ukraine (@DefenceU) January 10, 2025 Elítan sögð óánægð með lengd stríðsins og áhrif þess Margir meðal hinnar svokölluðu elítu í Rússlandi eru sagðir óánægðir með að ekki hafi tekist að binda enda á stríðið, sem hafi haft slæm áhrif á hagkerfið. Heimildarmenn Meduza sem tengjast yfirvöldum í Moskvu segja þreytuna mikla. Vonir hafi verið bundnar við að stríðið myndi enda í fyrra og að Rússar myndu losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Nú séu þær að verða verri og verri og hagkerfi Rússlands hefur beðið hnekki, verðbólga er há og stýrivextir sömuleiðis, sem forsvarsmenn fyrirtækja hafa kvartað yfir. Einn heimildarmaður miðilsins sagði að hagkerfið héldi lífi að svo stöddu með því að fæðast á hræjum vestrænna fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland. „Allir átta sig á því að þetta getur ekki enst að eilífu. Ástandið mun ekki batna.“ Þetta sagði heimildarmaðurinn sem er ráðgjafi og starfar fyrir fyrirtæki og stjórnvöld í Rússlandi. Heimildarmenn Meduza voru sammála um að innrás Úkraínumanna í Kúrskhérað í fyrra hefði bundið enda á vonir Rússa um frið á næstunni. Þrír heimildarmenn sem tengjast stjórnvöldum í Rússlandi sögðu þó að ólíklegt hefði verið að friður hefði náðst í fyrra, hvort sem Úkraínumenn hefðu ráðist inn í Kúrsk eða ekki. „Forsetanum finnst gaman að berjast. Honum finnst það spennandi,“ sagði einn heimildarmaður nátengdur Kreml. „Af hverju að stoppa þegar þú ert hálfnaður ef þú getur náð loka hnykknum.“ Sami maður sagði einnig að ýmsir „föðurlandsvinir“ meðal elítunnar væru óánægðir með að Pútín hefði ekki gengið enn lengra. Farið í almenna herkvaðningu og gengið enn lengra í hervæðingu hagkerfis Rússlands. Úkraínskir hermenn skjóta í átt að Rússum í austurhluta Úkraínu.Getty/Wolfgang Schwan Hættulegt að binda enda á stríðið Meduza hefur eftir öðrum heimildarmönnum að innan ríkisstjórnar Pútín séu menn meðvitaðir um hættu sem fylgir því að binda enda á stríðið. Mikil krísa gæti myndast í kjölfar friðar. Ef endir yrði bundinn á innrásina þyrfti að útskýra fyrir þjóðinni hvað gerðist næst. Af hverju ástandið væri eins erfitt og það er, hvernig til stæði að bæta ástandið og hvenær. „Enginn veiti svarið við þessum spurningum,“ sagði einn heimildarmaður Meduza. Tveir menn sem sóttu nýverið ráðstefnum embættismanna í Rússlandi þar sem rætt var hvernig teikna ætti upp sigur Rússa í innrásinni fyrir þingkosningarnar 2026. Þeir sögðu að ekki hefði verið farið út í saumana á því hvernig þessi friður ætti að myndast né hvernig hann myndi líta út. Annar mannanna sagðist hafa áttað sig á því að sama hvernig færi, þá yrði hinni „sértæku hernaðaraðgerð“ eins og innrásinni hefur ítrekað verið lýst í Kreml, fagnað sem sigri. Saka Rússa um árásir á óbreytta borgara Nada Al-Nashif, næstráðandi hjá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, sakaði í vikunni Rússa um ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu. Notast væri við eldflaugar, dróna og svifsprengjur við þessar árásir og kallaði hún eftir því að þeim yrði hætt. Hún sagði að minnsta kosti 574 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum að undanförnu og að þeim hefði fjölgað töluvert. Al-Nashif sagði einnig að úkraínskir hermenn í haldi Rússa, bæði karlar og konur, hefðu orðið fyrir umfangsmiklum og kerfisbundnum pyntingum og flestir þeirra yrðu einnig fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá færi fjölgandi tilfellum þar sem rússneskir hermenn tækju úkraínska hermenn í haldi af lífi. Myndböndum af slíkum aftökum hefur fjölgað mjög á undanförnum mánuðum og í einhverjum tilfellum hafa rússneskir hermenn tekið sig upp taka úkraínska hermenn af lífi og birt myndböndin á netinu. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Al-Nashif sagði þessar fregnir mikið áhyggjuefni og að þær væru trúverðugar. "Ukrainians, like people everywhere, have a right to peace," @UNHumanRights deputy chief @NadaNashif told the @UN Human Rights Council."It is beyond time for this war to end," she said at a meeting on the human rights situation in #Ukraine.STATEMENT ➡️https://t.co/owh6gzA6uf pic.twitter.com/i7aJOjufrG— UN Human Rights Council (@UN_HRC) January 8, 2025 Góður fundur en Scholz stígur á bremsuna Bakhjarlar Úkraínu komu saman í Þýskalandi í vikunni til að ræða þarfir Úkraínumanna. Selenskí segir að þar hafi umfangsmikilli hernaðaraðstoð verið heitið, sem samsvarar um tveimur milljörðum dala. „Þetta var mjög góður fundur og mjög góð niðurstaða,“ hefur Reuters eftir Selenskí. Þessi hernaðaraðstoð snýr að bættum loftvörnum og flugskeytum í loftvarnarkerfi Úkraínumanna, skotfæri fyrir stórskotalið og ýmislegt annað. Þýski miðillinn Spiegel segir að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafi komið í veg fyrir aukna hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra úr Græningjum, og Boris Pistorius, sem er úr Sósíaldemókrötum eins og Scholz, hafi viljað tryggja Úkraínumönnum hergögn fyrir um þrjá milljarða evra en Scholz hafi stöðvað það. Frá fundinum í Ramstein í vikunni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, situr hér milli þeirra Boris Pistorius og Austin Lloyd, varnarmálaráðherra Þýskalands og Bandaríkjanna.AP/Marijan Murat Hernaðaraðstoðin umrædda átti að vera í formi loftvarnarkerfa, flugskeyta, stórskotaliðsvopna og skotfæra sem Úkraínumenn segja mikla þörf á og hafa þeir sérstaklega vísað til bættra loftvarna vegna ítrekaðra dróna og eldflaugaárása Rússa. Scholz er sagður hafa stöðvað það og er talið að það sé vegna þess að hann vilji ekki auka fjárútlát í aðdraganda alríkiskosninga í Þýskalandi. Þjóðverjar munu á næsta ári senda Úkraínumönnum sex IRIS-T loftvarnarkerfi og flugskeyti fyrir þau. Hernaðaraðstoðinn sem Scholz er sagður hafa stöðvað var til viðbótar við það. Deutschland unterstützt die #Ukraine weiterhin verlässlich & tatkräftig. In 2025 werden die bereits angekündigten 6 IRIS-T Systeme geliefert. Neu: 🇩🇪 wird knapp 50 Lenkflugkörper für IRIS-T-Systeme bereitstellen. Minister Pistorius kündigte bei der #UDCG weitere Unterstützung an: pic.twitter.com/TkRqqzRDmx— Verteidigungsministerium (@BMVg_Bundeswehr) January 9, 2025 Á fundinum opinberaði Austin Lloyd, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fimm hundruð milljóna dala hernaðaraðstoð handa Úkraínu og kallaði eftir því að bakhjarlar Úkraínumanna gæfu ekki eftir. Úkraína væri ekki það eina sem væri í húfi heldur öryggi allra ríkjanna sem sóttu fundinn. Hundruð flúðu fyrir fyrsta skot Um áramótin bárust fregnir af því að hundruð hermanna úr nýstofnuðu úkraínsku stórfylki, en hermenn hennar voru flestir kvaðmenn og margir þjálfaðir í Frakklandi og fengu vestræn vopn eins og Leopard 2 skriðdreka frá Þýskalandi og Ceasar fallbyssur frá Frakklandi, hefðu flúið eftir að þeir voru sendir á víglínuna nærri Pokrovsk. Mennirnir eru sagðir hafa verið illa undirbúnir, þeim hafi verið illa stjórnað af yfirmönnum sínum og að þeir hafi ekki fengið dróna og annan nauðsynlegan búnað. Í grein Forbes um 155. stórfylki úkraínuhers kemur fram að um 5.800 hermenn áttu að vera í því. Yfir níu mánuða tímabil á meðan hermenn stórfylkisins voru í Frakklandi, Póllandi og vesturhluta Úkraínu eru um sautján hundruð þeirra sagðir hafa farið í felur og var það áður en einn hermaður úr stórfylkinu hleypti úr byssu sinni. Yfirvöld í Úkraínu eru sögð hafa opnað sakamálarannsókn vegna örlaga stórfylkisins, sem mun hafa verið brotið upp í smærri einingar og hermenn sem flúðu ekki sendir til annarra hersveita. Frá þjálfun úkraínskra hermanna.Getty/Roman Chop Greinendur segja þetta til marks um kerfisbundna galla innan herstjórnar Úkraínu og lélega stjórnun. Þá hefur þetta enn einu sinni vakið athygli á þeirri viðleitni herstjórnar Úkraínu að stofna nýjar herdeildir og stórfylki í stað þess að senda nýja hermenn og kvaðmenn til eldri sveita sem vantar menn eftir harða bardaga í tæp þrjú ár. Margar af þessu gömlu sveitum eru sagðar skorta helming hermanna sem eiga að fylla raðir þeirra. Stjórnun þessara nýju sveita er líka talin léleg og þegar hermenn 155. stórfylkis fóru í orrustu eru þeir sagðir hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Í grein Forbes er haft eftir sérfræðingum að þetta megi að hluta til rekja til stjórnmála. Leiðtogar Úkraínu vilji sýna bakhjörlum sínum að þeir eigi nægt varaafl, í formi nýrra stórfylkja sem í rauninni eru til lítils máttug í orrustu. Betra að senda nýja menn í gamlar sveitir Í greiningu Front Intelligence, sem stofnað var af fyrrverandi yfirmanni í úkraínska hernum, segir varnarvandræði Úkraínumanna megi að miklu leyti rekja til þessara nýrru stórfylkja. Mikið betra væri að senda nýja hermenn og kvaðmenn til að fylla upp í raðir reynslumikilla hersveita. Nýjar sveitir verði fyrir meira mannfalli og það hafi þau áhrif að kvaðmenn séu líklegri til að reyna að komast hjá herþjónustu. Þá reyni sífellt fleiri að þjóna frekar í stuðningshlutverkum en í fótgönguliði. Fótgönguliðar stríðsins í Úkraínu standa samkvæmt Front Intelligence frammi fyrir gífurlega erfiðum aðstæðum. Þeir standi vörð gegn Rússum og verði ítrekað fyrir árásum stórskotaliðs og sjálfsprengidrónum. Gífurlega erfitt sé að komast heill í gegnum slíka upplifun og sérstaklega með tilliti til þess að fáar ef einhverjar leiðir eru fyrir hermenn til að hætta þjónustu, án þess að deyja eða særast alvarlega. Mannekla hefur líka leitt til þess að hermenn fá sífellt minni hvíld frá víglínunni. Til að fylla upp í raðir sínar á víglínunni hafa leiðtogar úkraínskra hersveita þurft að ganga á raðir sínar í stuðningssveitum. Hermenn sem þjálfaðir hafa verið fyrir stórskotalið eða til loftvarna eru notaðir í hefðbundna bardaga, án nægilegrar þjálfunar eða undirbúnings. Þetta hefur stigvaxandi áhrif og kemur niður á tilraunum til að laða að nýja hermenn. Í þessari greiningu segir að ráðamenn í Úkraínu þurfi að viðurkenna þessa kerfisbundnu galla og laga þá hið snarasta. Það sé í besta falli mjög erfitt að vinna bug á áratugagömlum kerfisbundnum vandamálum í miðju stríði en ekkert annað komi til greina.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Ísland mun veita Úkraínumönnum fjögur hundruð milljón króna til hergagnaframleiðslu þar í landi. Peningarnir munu fara „dönsku leiðina“ svokölluðu, sem nokkrir af bakhjörlum Úkraínu hafa notað á undanförnum mánuðum. 7. janúar 2025 13:56 Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57 Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41 Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Ísland mun veita Úkraínumönnum fjögur hundruð milljón króna til hergagnaframleiðslu þar í landi. Peningarnir munu fara „dönsku leiðina“ svokölluðu, sem nokkrir af bakhjörlum Úkraínu hafa notað á undanförnum mánuðum. 7. janúar 2025 13:56
Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. 2. janúar 2025 06:57
Skiptast á 300 föngum Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga. 30. desember 2024 15:41
Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19