„Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. janúar 2025 10:03 Golfið er þráhyggja og eflaust eitt erfiðasta verkefnið sem Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo hefur tekist á við. Í ár breytti hún áramótaheitinu úr því að ætla að verða sjúklega góð í golfi yfir í að hafa fyrst og fremst gaman að því. Á myndinni með Hrefnu er Plútó. Vísir/Vilhelm Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan sjö nema þegar ég mæti í ræktina, þá er það hálf sjö, er að vinna með að mæta þangað þrisvar í viku. Er með súper góða gulrót því þar hitti ég vinkonu mína sem er algjör snillingur kynntist henni þegar ég var fimm ára svo það eru komin 50 ár af einstökum vinskap. Viðurkenni að ef hún mætir ekki þá á ég til að skrópa svo lítill er sjálfsaginn. Ég hef sagt henni að segja mér alls ekki ef hún kemst ekki, en hún er svo samviskusöm þannig að í þessi örfáu skipti sem hún klikkar þá veit ég allt af því.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Gott kaffi sem ég eða maðurinn minn hellum upp á, fer eftir því hver vaknar fyrst, er það allra fyrsta sem gerist á morgnana. Það sem okkur finnst súper gott kaffi er Merilld þetta klassíska og uppáhellt. Næsta sem gerist er að ég tek fréttamiðlana enda forvitin með eindæmum og síðan er bónus að hitta á unga fólkið sem ég bý með, sem eru öll á fullu og alltaf eitthvað nýtt að frétta af. Síðan er það bara að drífa sig í skemmtilegu vinnuna mína. Þar bíður mín líka gott kaffi svo bolli númer tvö er tekinn þar.“ Nefndu vonlausasta áramótaheit sem þú hefur ákveðið? „Verða sjúklega góð í golfi. Byrjaði fyrir sirka fjórum árum og ætlaði að sigra þessa íþrótt á einu ári og með frekar lítinn tíma en markmið fyrsta árs var að fara niður fyrir 30 í forgjöf. Ég er sem sagt fjórum árum seinna enn að vinna að því markmiði. Líklega það erfiðasta sem ég hef tekist á við og algjör þráhyggja. Ég losna ekkert við þessa þráhyggju og er alltaf jafn ósátt við hversu léleg ég er. Hef heyrt að það sé mikilvægt að æfa sig og fara í kennslu en því nenni ég alls ekki finnst svo gaman að spila. Það merkilega er samt að ég hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu og er með nýtt markmið: Að hafa bara gaman af þessu.“ Hrefna segir að til að fylgjast með framgangi markmiða Creditinfo sé farið yfir þau tvisvar í mánuði, eins og nokkurs konar road map að fylgjast með. Dags daglega heldur hún utan um verkefnin með því að skrifa niður verkefnalista. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? ,,Við hjá Creditinfo erum með mjög metnaðarfulla áætlun fyrir árið sem einkennist af nýjungum og bættri þjónustu við okkar viðskiptavini. Síðasta ár var einstaklega skemmtilegt og gefandi með mikið af nýjum vörum og þjónustu og við viljum vera stöðugt á tánum og lesa vel í þarfir viðskiptavina okkar. Forgangsröðunin skiptir öllu og ég legg mikið upp úr að styðja vel við verkefni sem eru í fókus og sjá til þess að við höldum forgangsröðuninni að mestu auðvitað samt með ákveðnum sveigjanleika.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég skipulegg mig með hópnum mínum; stóra myndin er ákveðin á haustin og síðan er keyrt af stað á nýju ári. Við erum með skýr markmið sem við fylgjumst náið með og eins road map sem farið er yfir tvisvar í mánuði. Dags daglega er það meira vika fyrir viku en ég skipulegg vikuna í lok viku, það er legg niður hvernig næsta vika á að líta út og síðan er ég með dagslista sem stýrir deginum. Skipulagið eins og ég legg það upp breytist þó oft og er það yfirleitt af hinu góða, það er vegna viðskiptavina eða starfsmanna en vinnan mín er einstaklega lifandi og skemmtileg.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? ,,Markmiðið er að vera sofnuð um ellefu á kvöldin en það næst ekkert alltaf en fyrir miðnætti er hörð lína. Ég finn mjög fyrir of litlum svefni og er víst með svefn á heilanum; það segja börnin mín því fyrsta spurningin mín alla morgna er víst hvernig svafstu. Ég veit hvað svefn skiptir rosalega miklu máli og er sjálf nokkuð viðkvæm. Til að mynda drekk ég ekki kaffi eftir hádegi á daginn og reyni síðan líka að loka tölvunni ekkert alltof seint á kvöldin.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Það eru alls kyns uppljóstranir sem koma í ljós í kaffispjallnu á Vísi á laugardögum. Fastur liður í tilverunni og alltaf jafn skemmtilegt. 28. desember 2024 10:00 Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni. 21. desember 2024 10:03 „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann. 14. desember 2024 10:02 „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02 Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan sjö nema þegar ég mæti í ræktina, þá er það hálf sjö, er að vinna með að mæta þangað þrisvar í viku. Er með súper góða gulrót því þar hitti ég vinkonu mína sem er algjör snillingur kynntist henni þegar ég var fimm ára svo það eru komin 50 ár af einstökum vinskap. Viðurkenni að ef hún mætir ekki þá á ég til að skrópa svo lítill er sjálfsaginn. Ég hef sagt henni að segja mér alls ekki ef hún kemst ekki, en hún er svo samviskusöm þannig að í þessi örfáu skipti sem hún klikkar þá veit ég allt af því.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Gott kaffi sem ég eða maðurinn minn hellum upp á, fer eftir því hver vaknar fyrst, er það allra fyrsta sem gerist á morgnana. Það sem okkur finnst súper gott kaffi er Merilld þetta klassíska og uppáhellt. Næsta sem gerist er að ég tek fréttamiðlana enda forvitin með eindæmum og síðan er bónus að hitta á unga fólkið sem ég bý með, sem eru öll á fullu og alltaf eitthvað nýtt að frétta af. Síðan er það bara að drífa sig í skemmtilegu vinnuna mína. Þar bíður mín líka gott kaffi svo bolli númer tvö er tekinn þar.“ Nefndu vonlausasta áramótaheit sem þú hefur ákveðið? „Verða sjúklega góð í golfi. Byrjaði fyrir sirka fjórum árum og ætlaði að sigra þessa íþrótt á einu ári og með frekar lítinn tíma en markmið fyrsta árs var að fara niður fyrir 30 í forgjöf. Ég er sem sagt fjórum árum seinna enn að vinna að því markmiði. Líklega það erfiðasta sem ég hef tekist á við og algjör þráhyggja. Ég losna ekkert við þessa þráhyggju og er alltaf jafn ósátt við hversu léleg ég er. Hef heyrt að það sé mikilvægt að æfa sig og fara í kennslu en því nenni ég alls ekki finnst svo gaman að spila. Það merkilega er samt að ég hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu og er með nýtt markmið: Að hafa bara gaman af þessu.“ Hrefna segir að til að fylgjast með framgangi markmiða Creditinfo sé farið yfir þau tvisvar í mánuði, eins og nokkurs konar road map að fylgjast með. Dags daglega heldur hún utan um verkefnin með því að skrifa niður verkefnalista. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? ,,Við hjá Creditinfo erum með mjög metnaðarfulla áætlun fyrir árið sem einkennist af nýjungum og bættri þjónustu við okkar viðskiptavini. Síðasta ár var einstaklega skemmtilegt og gefandi með mikið af nýjum vörum og þjónustu og við viljum vera stöðugt á tánum og lesa vel í þarfir viðskiptavina okkar. Forgangsröðunin skiptir öllu og ég legg mikið upp úr að styðja vel við verkefni sem eru í fókus og sjá til þess að við höldum forgangsröðuninni að mestu auðvitað samt með ákveðnum sveigjanleika.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég skipulegg mig með hópnum mínum; stóra myndin er ákveðin á haustin og síðan er keyrt af stað á nýju ári. Við erum með skýr markmið sem við fylgjumst náið með og eins road map sem farið er yfir tvisvar í mánuði. Dags daglega er það meira vika fyrir viku en ég skipulegg vikuna í lok viku, það er legg niður hvernig næsta vika á að líta út og síðan er ég með dagslista sem stýrir deginum. Skipulagið eins og ég legg það upp breytist þó oft og er það yfirleitt af hinu góða, það er vegna viðskiptavina eða starfsmanna en vinnan mín er einstaklega lifandi og skemmtileg.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? ,,Markmiðið er að vera sofnuð um ellefu á kvöldin en það næst ekkert alltaf en fyrir miðnætti er hörð lína. Ég finn mjög fyrir of litlum svefni og er víst með svefn á heilanum; það segja börnin mín því fyrsta spurningin mín alla morgna er víst hvernig svafstu. Ég veit hvað svefn skiptir rosalega miklu máli og er sjálf nokkuð viðkvæm. Til að mynda drekk ég ekki kaffi eftir hádegi á daginn og reyni síðan líka að loka tölvunni ekkert alltof seint á kvöldin.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Það eru alls kyns uppljóstranir sem koma í ljós í kaffispjallnu á Vísi á laugardögum. Fastur liður í tilverunni og alltaf jafn skemmtilegt. 28. desember 2024 10:00 Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni. 21. desember 2024 10:03 „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann. 14. desember 2024 10:02 „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02 Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Það eru alls kyns uppljóstranir sem koma í ljós í kaffispjallnu á Vísi á laugardögum. Fastur liður í tilverunni og alltaf jafn skemmtilegt. 28. desember 2024 10:00
Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni. 21. desember 2024 10:03
„Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann. 14. desember 2024 10:02
„Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. 30. nóvember 2024 10:02
Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna. 7. desember 2024 10:03