Enski boltinn

Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leik­menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur reynt mikið á Ruben Amorim fyrstu mánuði hans sem aðalþjálfara Manchester United.
Það hefur reynt mikið á Ruben Amorim fyrstu mánuði hans sem aðalþjálfara Manchester United. Getty/Dave Howarth

Ruben Amorim segist ekki vera að pressa á nýja leikmenn í janúarglugganum samkvæmt nýjasta viðtalinu við portúgalska aðalþjálfara United.

Hann segist enn fremur vilja halda sínum bestu leikmönnum hjá félaginu.

Enskir miðlar höfðu fjallað um það að United væri jafntefli tilbúið að leyfa miðjumanninn Kobbie Mainoo fara frá félaginu.

Samkvæmt fréttum úr herbúðum félagsins gæti United þurfa að hlusta á öll góð tilboð í leikmenn liðsins en slíkar sölur gætu létt á fjárhagsvandræðum félagsins.

„Ég man ekki eftir því að hafa sagt það hreint út að mig vanti nýja leikmenn,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir bikarleik á móti Arsenal um helgina.

„Það sem ég sagði hins vegar að stundum passa leikmenn ekki alveg inn í þetta leikkerfi og leikmenn koma hingað með aðrar hugmyndir um það hvernig á að spila. Ég man hins vegar ekki eftir því að hafa sagt að mig vanti nýja leikmenn,“ sagði Amorim.

„Okkar hugmyndafræði er alltaf að halda okkar bestu leikmönnum og nota leikmenn sem við höfum byggt upp hjá þessu félagi. Við vitum samt alveg í hvaða stöðu félagið er eins og er,“ sagði Amorim.

„Við verðum bara að bíða og sjá. Ég er mjög hrifinn af okkar leikmönnum ekki síst þeim sem komu upp í gegnum akademíuna. Ég elska virkilega mína leikmenn og ég vil halda þeim,“ sagði Amorim.

„Ég vil halda leikmönnunum ekki síst þeim hæfileikaríku. Ég er mjög ánægður með Kobbie og hann er að bæta sig,“ sagði Amorim.

Amorim staðfesti síðan að Altay Bayindir muni standa í markinu á móti Arsenal í stað André Onana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×