Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. janúar 2025 21:09 Finnur Freyr var eðlilega ósáttur eftir stórtap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sem var allt annað en sáttur við sína menn eftir 28 stiga stórtap liðsins fyrir Þór í Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Valsarar fóru til Þorlákshafnar í kvöld eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki og það leit út fyrir bjartari tíma framundan hjá liðinu. Allt varð fyrir ekki því leikurinn endaði í 94-66 tapi í leik þar sem Vals liðið átti í raun aldrei möguleika. „Þetta var bara hrikaleg frammistaða. Við vorum allt of mjúkir og gáfum Þórsurum pláss strax í byrjun, þeir tóku þá bara af skarið strax. Við náðum aldrei að klukka þá eftir það, þannig þeir bara jörðuðu okkur,” segir Finnur Freyr. Valsarar áttu skelfilegan fyrsta leikhluta sem setti tóninn fyrir restin af leiknum. Þeir skoruðu aðeins tíu stig gegn 23 og náðu í raun aldrei að saxa á forskotið eftir það. „Mér fannst við alveg vera að koma okkur í færin sem við viljum taka. Hver ástæðan er fyrir að við skorum ekki meira, maður verðu bara að skoða það aðeins betur. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í heild sinni. Það vantaði áræðni á báðum endum vallarins og hugarfar, hvernig maður bregst við þegar áhlaupin komu hjá Þór. Mér fannst allt of margir í okkar liði vera langt frá sínu besta,” segir Finnur Freyr. Hefði átt að grípa inn í fyrr Finnur reyndi að grípa inn í með leikhléum í leiknum en það virtist gera voða lítið. Það kom aldrei neinn almennilegur kafli hjá liðinu þar sem þeir gerðu einhverja atlögu að því að koma til baka. „Ég hefði eiginlega átt að taka fyrsta leikhléið fyrr, það var það eina sem ég hugsaði. Svona er þetta bara í íþróttum, þú getur ekkert kveikt, eða ýtt á einhvern takka og ætlast til þess að allt fari í gang. Hugarfarið inn í leikinn var greinilega bara ekki nógu gott og menn voru ekki tilbúnir að leggja nógu mikla vinnu á sig. Í þessari deild er það bara þannig, ef þú ert ekki klár, ef þú ert ekki gíraður þá færðu það bara á kjaftinn,” segir Finnur. Það þýðir lítið fyrir Valsara að vorkenna sér of lengi því það líður fljótt að næsta leik og þá er spurning hvernig þeir rífa sig upp eftir svona útreið. „Ég er bara spenntur að sjá hvaða frammistöðu við fáum frá strákunum næst. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum sýna leik sem er líkari því sem við stöndum fyrir. Það er okkar að sýna það að þetta var einstök léleg frammistaða ekki það sem í okkur býr,” segir Finnur.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik