„Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:09 Myndin af Sigurjóni er fengin með góðfúslegu leyfi RÚV. RÚV/Valgeir Bragason Vísir/Vilhelm Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka. Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54