Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Lovísa Arnardóttir skrifar 14. janúar 2025 11:01 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir Dani og Norðmenn borga miklu minna en Íslendinga fyrir greiðslumiðlun, enda sé innlend greiðslumiðlun í báðum löndum. Vísir/Arnar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir áríðandi að innlendri greiðslumiðlun verði komið upp á Íslandi. Breki fór yfir stöðuna hvað þetta varðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjallað hefur verið um málið um árabil og sem dæmi ræddi Breki sama mál í Bítinu fyrir um þremur árum. Hann segir lítið hafa gerst síðan en það sem hafi breyst er að hættan sem steðji að þjóðaröryggi okkar hefur aukist. „Núna er raunveruleg hætta á að við missum tengsl okkar við útlönd. Að kaplarnir okkar verði skornir í sundur eins og á Eystrasaltinu og það er ný heimsmynd sem blasir við okkur,“ segir Breki og það þurfi að taka mið af því. Þær greiðslumiðlanir sem starfa á Íslandi eru Visa og Mastercard. Breki segir kostnað við rekstur þeirra um 50 milljarða árlega. Til samanburðar hafi kostað um 7 og hálfan milljarð að byggja Eddu, hús íslenskunnar, og áætlaður kostnaður við nýjan Landspítala 210 sé milljarðar. „Þetta eru stórar upphæðir og það sem er áhugavert er að í samanburði við önnur lönd er þetta miklu meira,“ segir Breki. Upphæðin sé um eitt prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Sambærilegt hlutfall í Noregi sé um 0,8 prósent og 0,5 prósent í Danmörku. Hann segir hluta af þessum aukna kostnaði vera gjaldmiðilinn. Krónan sé lítil og það sé kostnaður við það. Annað sé að hin löndin séu með sinn eigin greiðslumiðil. Danir séu með Dankort og Norðmenn BankAxept. Sjá einnig: Milljarðar í óþarfa kostnað fyrir neytendur „Það sem er áhugavert í þessu er að þegar við kaupum eitthvað með korti á Íslandi þá þarf það að fara með leiðslum til útlanda. Þar er gert upp og svo kemur það til baka til Íslands,“ segir Breki og þannig þurfi Íslendingar að reiða sig á netkaplana til að geta greitt með korti. Breki segist ekki vita hver kostnaður yrði við innlenda greiðslumiðlun en hún ætti að nálgast það sem er í Danmörku eða Noregi. Það verði alltaf einhver kostnaður við að færa til peninga og það kosti meira að segja að færa til reiðufé. „Kostnaður heimilanna við reiðufé er um 600 milljónir á ári,“ segir Breki. Það sé til dæmis vegna úttektar í hraðbönkum. Samfélagslegur kostnaður sé um fimm milljarðar sem megi rekja til þess að það þarf að prenta peningana og slá í myntina og geyma hana. Sjá einnig: Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani „Það er ekkert ókeypis að nota reiðufé þó að það sé að einhverju leyti hagstæðara.“ Breki segir boltann í þessu máli hjá Seðlabankanum. Þar sé verið að vinna mikið starf við að finna hvaða valmöguleikar séu bestir. Breki segir alls konar lausnir í boði, það sé BNPL (Buy now, pay later) eins og Kass og Síminn Pay en langflestir greiði fyrir sín kaup með því að nota greiðslukort. Þá sé til eitthvað sem heitir Blikk sem er „fyrsta greiðslulausnin á Íslandi sem byggir alfarið á millifærslum í rauntíma,“ samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins og að færslurnar fari beint frá reikningi til reiknings án þess að nota milliliði eins og Visa eða Mastercard. „Það þarf bara að taka ákvörðun,“ segir Breki. Neytendur Greiðslumiðlun Bítið Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir áríðandi að innlendri greiðslumiðlun verði komið upp á Íslandi. Breki fór yfir stöðuna hvað þetta varðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjallað hefur verið um málið um árabil og sem dæmi ræddi Breki sama mál í Bítinu fyrir um þremur árum. Hann segir lítið hafa gerst síðan en það sem hafi breyst er að hættan sem steðji að þjóðaröryggi okkar hefur aukist. „Núna er raunveruleg hætta á að við missum tengsl okkar við útlönd. Að kaplarnir okkar verði skornir í sundur eins og á Eystrasaltinu og það er ný heimsmynd sem blasir við okkur,“ segir Breki og það þurfi að taka mið af því. Þær greiðslumiðlanir sem starfa á Íslandi eru Visa og Mastercard. Breki segir kostnað við rekstur þeirra um 50 milljarða árlega. Til samanburðar hafi kostað um 7 og hálfan milljarð að byggja Eddu, hús íslenskunnar, og áætlaður kostnaður við nýjan Landspítala 210 sé milljarðar. „Þetta eru stórar upphæðir og það sem er áhugavert er að í samanburði við önnur lönd er þetta miklu meira,“ segir Breki. Upphæðin sé um eitt prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Sambærilegt hlutfall í Noregi sé um 0,8 prósent og 0,5 prósent í Danmörku. Hann segir hluta af þessum aukna kostnaði vera gjaldmiðilinn. Krónan sé lítil og það sé kostnaður við það. Annað sé að hin löndin séu með sinn eigin greiðslumiðil. Danir séu með Dankort og Norðmenn BankAxept. Sjá einnig: Milljarðar í óþarfa kostnað fyrir neytendur „Það sem er áhugavert í þessu er að þegar við kaupum eitthvað með korti á Íslandi þá þarf það að fara með leiðslum til útlanda. Þar er gert upp og svo kemur það til baka til Íslands,“ segir Breki og þannig þurfi Íslendingar að reiða sig á netkaplana til að geta greitt með korti. Breki segist ekki vita hver kostnaður yrði við innlenda greiðslumiðlun en hún ætti að nálgast það sem er í Danmörku eða Noregi. Það verði alltaf einhver kostnaður við að færa til peninga og það kosti meira að segja að færa til reiðufé. „Kostnaður heimilanna við reiðufé er um 600 milljónir á ári,“ segir Breki. Það sé til dæmis vegna úttektar í hraðbönkum. Samfélagslegur kostnaður sé um fimm milljarðar sem megi rekja til þess að það þarf að prenta peningana og slá í myntina og geyma hana. Sjá einnig: Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani „Það er ekkert ókeypis að nota reiðufé þó að það sé að einhverju leyti hagstæðara.“ Breki segir boltann í þessu máli hjá Seðlabankanum. Þar sé verið að vinna mikið starf við að finna hvaða valmöguleikar séu bestir. Breki segir alls konar lausnir í boði, það sé BNPL (Buy now, pay later) eins og Kass og Síminn Pay en langflestir greiði fyrir sín kaup með því að nota greiðslukort. Þá sé til eitthvað sem heitir Blikk sem er „fyrsta greiðslulausnin á Íslandi sem byggir alfarið á millifærslum í rauntíma,“ samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins og að færslurnar fari beint frá reikningi til reiknings án þess að nota milliliði eins og Visa eða Mastercard. „Það þarf bara að taka ákvörðun,“ segir Breki.
Neytendur Greiðslumiðlun Bítið Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira