Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:23 Atkvæðin sem umræðir voru ekki í eiginlegum kjörkassa heldur venjulegum pappakassa. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“ Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Kallar eftir evrópskum her Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Fleiri fréttir „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Kallar eftir evrópskum her Erlent „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Innlent Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Innlent Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Innlent Sér samninginn endurtekið í hyllingum Innlent Fleiri fréttir „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu „Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Sjá meira