Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2025 13:09 Þó ýmsir hafi verið nefndir sem hugsanlegir kandídatar í formannsframboð Sjálfstæðisflokksins beinast augun fyrst og síðast að þessum þremur: Þórdísi Kolbrúnu, Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu. vísir/vilhelm Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins liggja nú undir hinum fræga feldi – hnausþykkum því vart mótar fyrir þeim þar undir. Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Þau þrjú sem helst eru nefnd sem hugsanlegir frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins; Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherrarnir þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum eða skilaboðum blaðamanns Vísis. Svo virðist sem verið sé að leggja drög að því hvað verður bak við tjöldin. Bjarni Benediktsson hefur gefið það út, eins og kunnugt er, að hann hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. Þá hefur hann sagt af sér þingmennsku og ætlar að snúa sér að öðru. Þetta þýðir vitaskuld að nýr formaður verður kjörinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður 28. febrúar. Sem svo aftur þýðir að tíminn er skammur og áhugafólk um pólitík veltir því fyrir sér hverjir gefi sig fram til starfans. Hvað dvelur Orminn langa? Derringurinn í Halldóri Benjamín Einn þeirra sem veltir fyrir sér stöðunni er Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hann tengir við frétt Morgunblaðsins, sem hefur verið afar upptekið af innanbúðarmálum flokksins, þar sem frá því er greint að einn þeirra sem orðaður hafi verið við framboð, Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri fasteignafélagsins Heima, gefur frá sér varaformennsku með orðunum: „Aukahlutverk henta mér illa“. Páll segir að menn sem tali „með þessum derringi um varaformennsku í stjórnmálaflokki“ myndi hvort sem er henta illa til formennsku í þeim flokki. Þetta segir Páll á Facebook-síðu sinni og er gerður góður rómur að þessari athugasemd hans. Plottað bak við tjöldin Víst er að margur rennir hýru auga til formannsstöðunnar en hún telst eitt valdamesta, ef ekki valdamesta staða í íslenskri pólitík. En taka verður tillit til ýmissa flokkadrátta og nú fara fram samtöl bak við tjöldin. Væntanlega eru menn að reyna að teikna upp einhvers konar bandalög. Þekkt er mikið kapp sem ríkir milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu sem hefur sagt að hún eigi Bjarna mikið að þakka. Þórdís Kolbrún varaformaður hefur svo fram til þessa verið talin erfðaprinsessa flokksins, réttborin til valda. Hvort það að þær tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna, fari báðar fram að því gefnu að Guðlaugur Þór bjóði sig fram, gæti orðið til að styrkja stöðu Guðlaugs Þórs, þær gætu tekið atkvæði hvor frá annarri. Þess ber þó að geta að til að frambjóðandi verður að ná meira en fimmtíu prósentum atkvæða á landsfundi og er kosningin í tveimur fösum náist það ekki í fyrri umferð, þá milli þeirra tveggja sem efstir eru. Á síðasta landsfundi fór Guðlaugur Þór svo fram gegn Bjarna sem hafði sigur með um sextíu prósentum atkvæða gegn fjörutíu. Innanbúðarmenn tala um „Gullana“ sem harðsnúins hóps stuðningsmanna Guðlaugs Þórs. Hann var hins vegar ekki í essinu sínu á síðasta landsfundi, mætti fótbrotinn til leiks og þótti langt frá sínu besta. Ekkert leyndarmál er að Guðlaugur Þór hefur lengi stefnt að formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Klukkan tifar Svo enn sé vitnað til Morgunblaðsins þá eru, auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefnd, Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, helst nefnd sem hugsanlegir kandídatar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sem einnig hefur verið nefnd hefur verið í þessu sambandi, gefur það hins vegar frá sér. Þórdís Kolbrún hefur gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir varaformennsku á komandi landsfundi sem bendir til þess að hún muni taka slaginn. Klukkan tifar og verður spennandi að sjá hvert þeirra tekur fyrsta skrefið og lýsir yfir framboði. En eins og bent er á eru allir á landsfundi í framboði.
Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira