Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á vef sínum og hefur Víkingum verið refsað.
Stígur Diljan Þórðarson spilaði með Víkingsliðinu í leiknum en hann er skráður í lið erlendis. Víkingur er búinn að kaupa þennan átján ára gamla strák frá Triestina á Ítalíu en ekki er búið að ganga frá félagsskiptum hans.
KSÍ hefur af þessum sökum hefur Víkingur R. verið sektað um 60.000 krónur. Úrslit leiksins standa óbreytt 2-5 KR í vil.
Óðinn Bjarkason og Jóhannes Kristinn Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk fyrir KR í leiknum en fimmta markið skoraði Aron Sigurðarson.
Stígur Diljan Þórðarson skoraði ekki í leiknum en fékk spjald. Daníel Hafsteinsson og Jóhann Kanfory Tjörvason skoruðu mörk liðsins.
Víkingar hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Reykjavíkurmótinu en KR-ingar eru aftur á móti með fullt hús og markatöluna 11-2 eftir tvo leiki.