HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 10:00 Sérsveitin hefur farið á kostum á síðustu stórmótum íslenska karlalandsliðsins, síðast í Þýskalandi fyrir ári síðan. VÍSIR/VILHELM Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. Fyrstu tveir leikir Íslands ættu að öllu eðlilegu að vera þeir viðráðanlegustu fyrir liðið á mótinu, gegn Grænhöfðaeyjum og Kúbu sem hvorugt eru hátt skrifuð. Eftir leikinn við Kúbu á laugardaginn taka hins vegar við gríðarlega krefjandi leikir, fyrst við Slóveníu á mánudagskvöld og svo í milliriðli við lið á borð við Króatíu og Egyptaland. Allir leikir Íslands, í riðli og milliriðli, verða í Zagreb og hefur Sérsveitin, stuðningsmannasveit Íslands, nú valið stað fyrir Íslendinga til að hittast á fyrir leiki. Staðurinn heitir Johann Franck og er stór skemmti- og veitingastaður í miðborg Zagreb. View this post on Instagram A post shared by Johann Franck (@johannfranck) Sérsveitin, sem svo dyggilega hefur stutt við strákana okkar í gegnum árin, ætlar að spara kraftana til að byrja með og verður ekki með sérstaka upphitun á Johann Franck fyrstu tvo keppnisdagana. Meðlimir Sérsveitarinnar stefna þó, samkvæmt Facebook-síðu hópsins, á að mæta til Zagreb á laugardaginn og beint í höllina til að sjá leikinn við Kúbverja. Á mánudaginn, fyrir leikinn við Slóvena, verður svo blásið í herlúðra með öflugri upphitun á Johann Franck og má búast við því sama á leikjunum í milliriðli, þegar stór hópur Íslendinga bætist við stuðningsmannasveitina. Stuðningsmennirnir geta enn ekki orðið sér úti um nýju Adidas-landsliðstreyjurnar sem Ísland spilar í á HM, líkt og kvennalandsliðið á EM í desember, vegna tafa á því að treyjurnar komi til landsins og í sölu. Ekki hefur verið gefið út hvenær treyjurnar fara í sölu og í versta falli verður það ekki fyrr en eftir að mótinu lýkur. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Fyrstu tveir leikir Íslands ættu að öllu eðlilegu að vera þeir viðráðanlegustu fyrir liðið á mótinu, gegn Grænhöfðaeyjum og Kúbu sem hvorugt eru hátt skrifuð. Eftir leikinn við Kúbu á laugardaginn taka hins vegar við gríðarlega krefjandi leikir, fyrst við Slóveníu á mánudagskvöld og svo í milliriðli við lið á borð við Króatíu og Egyptaland. Allir leikir Íslands, í riðli og milliriðli, verða í Zagreb og hefur Sérsveitin, stuðningsmannasveit Íslands, nú valið stað fyrir Íslendinga til að hittast á fyrir leiki. Staðurinn heitir Johann Franck og er stór skemmti- og veitingastaður í miðborg Zagreb. View this post on Instagram A post shared by Johann Franck (@johannfranck) Sérsveitin, sem svo dyggilega hefur stutt við strákana okkar í gegnum árin, ætlar að spara kraftana til að byrja með og verður ekki með sérstaka upphitun á Johann Franck fyrstu tvo keppnisdagana. Meðlimir Sérsveitarinnar stefna þó, samkvæmt Facebook-síðu hópsins, á að mæta til Zagreb á laugardaginn og beint í höllina til að sjá leikinn við Kúbverja. Á mánudaginn, fyrir leikinn við Slóvena, verður svo blásið í herlúðra með öflugri upphitun á Johann Franck og má búast við því sama á leikjunum í milliriðli, þegar stór hópur Íslendinga bætist við stuðningsmannasveitina. Stuðningsmennirnir geta enn ekki orðið sér úti um nýju Adidas-landsliðstreyjurnar sem Ísland spilar í á HM, líkt og kvennalandsliðið á EM í desember, vegna tafa á því að treyjurnar komi til landsins og í sölu. Ekki hefur verið gefið út hvenær treyjurnar fara í sölu og í versta falli verður það ekki fyrr en eftir að mótinu lýkur.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00
Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15
Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða