Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 13:05 Elvar Örn Jónsson og strákarnir okkar hefja leik á HM í kvöld þegar þeir mæta Grænhöfðaeyjum. epa/Johan Nilsson Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar voru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnti Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið. Í HR stofunni fór Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan. Eftir að hafa keyrt spálíkan sitt fyrir HM í ár 100.000 sinnum er niðurstaðan Peters sú að 1,7% líkur séu á að Ísland verði heimsmeistari. Telur 40% líkur á að Ísland komist í 8-liða úrslit Algengasta lokastaða Íslands reyndist 8. sæti en meðalniðurstaða Íslands var 10. sæti. Dreifingin var þó býsna mikil og það var aðeins í 7,5% tilvika sem að Ísland endaði í 8. sæti. Samkvæmt spálíkani Peters eru tæplega 40% líkur á því að Ísland komist að minnsta kosti í gegnum milliriðlakeppnina og í 8-liða úrslit. Þessar líkur hækka í 63,8% ef að Ísland vinnur G-riðil en þá er ljóst að liðið þarf að leggja Slóvena að velli í leiknum mikilvæga á mánudagskvöld. Samkvæmt spá Peters er líklegra að Slóvenía og Egyptaland komist í 8-liða úrslitin, á kostnað Íslands og Króatíu. Það eru 14,2% líkur á að Ísland komist í undanúrslit, í fyrsta sinn í sögu HM, og 5,3% líkur á að liðið komist í úrslitaleik mótsins. Eins og fyrr segir eru svo 1,7% líkur á að liðið fari alla leið en Frakkland er líklegast til að vinna mótið og tókst það í 23% tilvika í líkani Peters. Danmörk er skammt undan, eftir að hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót, en það bitnar á Dönum að vera í erfiðari helmingi mótsins. HR stofan hófst klukkan 12:30 og mátti sjá beina útsendingu frá henni hér fyrir neðan. Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Háskólar Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira
Í HR stofunni fór Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan. Eftir að hafa keyrt spálíkan sitt fyrir HM í ár 100.000 sinnum er niðurstaðan Peters sú að 1,7% líkur séu á að Ísland verði heimsmeistari. Telur 40% líkur á að Ísland komist í 8-liða úrslit Algengasta lokastaða Íslands reyndist 8. sæti en meðalniðurstaða Íslands var 10. sæti. Dreifingin var þó býsna mikil og það var aðeins í 7,5% tilvika sem að Ísland endaði í 8. sæti. Samkvæmt spálíkani Peters eru tæplega 40% líkur á því að Ísland komist að minnsta kosti í gegnum milliriðlakeppnina og í 8-liða úrslit. Þessar líkur hækka í 63,8% ef að Ísland vinnur G-riðil en þá er ljóst að liðið þarf að leggja Slóvena að velli í leiknum mikilvæga á mánudagskvöld. Samkvæmt spá Peters er líklegra að Slóvenía og Egyptaland komist í 8-liða úrslitin, á kostnað Íslands og Króatíu. Það eru 14,2% líkur á að Ísland komist í undanúrslit, í fyrsta sinn í sögu HM, og 5,3% líkur á að liðið komist í úrslitaleik mótsins. Eins og fyrr segir eru svo 1,7% líkur á að liðið fari alla leið en Frakkland er líklegast til að vinna mótið og tókst það í 23% tilvika í líkani Peters. Danmörk er skammt undan, eftir að hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót, en það bitnar á Dönum að vera í erfiðari helmingi mótsins. HR stofan hófst klukkan 12:30 og mátti sjá beina útsendingu frá henni hér fyrir neðan. Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Háskólar Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Sjá meira