Fótbolti

Jón Daði skiptir um fé­lag í C-deild Eng­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Jón Daði mættur í treyju Burton Albion
Jón Daði mættur í treyju Burton Albion Mynd: Burton Albion

Jón Daði Böðvarson hefur gengið til liðs við Burton Albion FC í ensku C-deildinni. Frá þessu greinir félagið nú í kvöld. 

Jón Daði hafði verið á mála hjá Wrexham í sömu deild undanfarna mánuði en lítið komið við sögu þar og nú er orðið ljóst að hann semur við Burton Albion á skammtímasamningi. 

Þessi 32 ára gamli framherji er himinlifandi með félagsskiptin.

„Það er frábært að vera hér. Ég hlakka til þess að hitta liðsfélagana og vonandi get ég hjálpað liðinu að komast ofar í töflunni,“ er haft eftir Jóni Daða í fréttatilkynningu á heimasíðu Burton Albion. 

Burton er í slæmri stöðu í ensku C-deildinni, situr þar í neðsta sæti, ellefu stigum frá öruggu sæti.

Í viðtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Jón Daði, sem hafði áður verið orðaður við heimkomu til Íslands, að hann væri á báðum áttum varðandi framtíð sína.  

„Ég er opinn fyrir báðu en það sem hvetur mig kannski mest við að koma heim er fjöl­skyldan aðal­lega. Fót­boltinn spilar náttúru­lega alltaf líka hluta af því en dóttir mín fer að verða sex ára gömul og maður vill að hún fari að byrja í skóla á Ís­landi sem fyrst frekar heldur en síðar. Það eru alls konar hlutir sem að spila inn í. Á sama tíma er þetta alltaf erfitt, hvort maður vilji halda áfram nokkur ár í viðbót í at­vinnu­mennskunni eða vill maður koma heim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×