Níutíu Palestínumenn látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 06:40 Meðal þeirra sem látnir voru lausir úr Ofer fangelsinu var nokkur fjöldi ungs fólks. Getty/Anadolu/Issam Rimawi Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira