Fótbolti

Hrósar Frey í er­lendum miðlum: „Einn hæfi­leikaríkasti þjálfari Norður­landanna“

Aron Guðmundsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann
Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann Getty/Nico Vereecken

Jon­a­t­han Hart­mann, að­stoðarþjálfari Freys Alexanders­sonar hjá norska úr­vals­deildar­félaginu Brann, hrósar Ís­lendingnum í há­stert. Freyr veiti honum mikinn inn­blástur og er að hans mati einn hæfi­leikaríkasti þjálfari Norður­landanna.

Sam­starf Freys og Hart­mann hófst hjá danska félaginu Lyng­by. Þaðan lá leið þeirra til KV Kortrijk í Belgíu og nú eru þeir mættir saman til Brann í Noregi þar sem að Freyr hefur verið ráðinn aðalþjálfari.

Freyr og Hartmann hafa náð vel saman, myndað öflugt teymiMynd: Brann

Í viðtali við danska miðilinn Tips­bladet segist Hart­mann að tvíeykið hafi fengið til­boð víðs vegar að en að einnig hafi honum boðist tækifæri til þess að feta sína eigin leið, fjarri Frey.

Hart­mann hefur metnað fyrir því að verða aðalþjálfari einn daginn en ekki strax.

„Á þessari stundu er ég bara svo ánægður með sam­starf mitt og Freys. Hann treystir mér og veitir mér mikla ábyrgð bæði á æfinga­svæðinu og í hinu dag­lega lífi. Á sama tíma á ég margt ólært hjá honum sem þjálfari, og hann er að mínu mati einn hæfi­leikaríkasti þjálfari Norður­landanna, hvað varðar sam­skipti, stjórnun og ákvarðanatöku. Með því að starfa með honum dag­lega læri ég mikið og hann veitir mér mikinn inn­blástur. Það var því engin spurning þegar kom að því að ákveða hvort ég færi til Brann með Frey.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×