Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi.
Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá Þorrablóti Grafarvogs og sjáum kveðjustund frá einu ástsælasta kaffihúsi Hafnarfjarðar. Þetta og fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.