Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 11:09 Björgunarsveitarmenn ganga í hús í Neskaupstað. LANDSBJÖRG Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. „Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Mikill snjór er í Neskaupstað.Hlynur Sveinsson Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi. Í Neskaupstað verða þrír reitir rýmdir. Reitur NE01 við Norðfjarðaveg og NE02 við Norðfjarðarvge og Nausthvamm en þar er atvinnuhúsnæði. Einnig veðrur reitur NE18 rýmdur en þar er íbúasvæði með 37 heimilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Rýmingarsvæðið í Neskaupstað er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi. Á Seyðisfirði verða fjórir reitir rýmdir, allt atvinnusvæði. Það eru reitir SE01 OG SE02 við Strandaveg og SE24 og SE26. Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan eitt í dag. Í Neskaupstað verður fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð. Björgunarsveitarmenn ganga í hús á rýmingarsvæðunum og leiðbeina íbúum. Leiðbeina íbúum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað birti punkta fyrir þá sem þurfa að rýma. Muna þarf að ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa það með ásamt lyfjum, fatnaði, mat fyrir gæludýr, nauðsynjar ungabarna og öðrum nauðsynlegum hjálpartækjum. Ekki má gleyma hleðslutækjum eða -bönkum til að hlaða raftækin. Þegar húsnæðið er yfirgefið skal passa að allir gluggar og hurðar séu lokaðar, að hiti sé á húsinu og skilja skal eftir ljós í forstofu og við útidyr. Einnig skal tryggja að öll matvæli liggi ekki undir skemmdum. Þá skal skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað. Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið. Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags. Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að svæði SE25 yrði rýmt en því hefur verið breytt í svæði SE26. Snjóflóð á Íslandi Veður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
„Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Mikill snjór er í Neskaupstað.Hlynur Sveinsson Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi. Í Neskaupstað verða þrír reitir rýmdir. Reitur NE01 við Norðfjarðaveg og NE02 við Norðfjarðarvge og Nausthvamm en þar er atvinnuhúsnæði. Einnig veðrur reitur NE18 rýmdur en þar er íbúasvæði með 37 heimilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Rýmingarsvæðið í Neskaupstað er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi. Á Seyðisfirði verða fjórir reitir rýmdir, allt atvinnusvæði. Það eru reitir SE01 OG SE02 við Strandaveg og SE24 og SE26. Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan eitt í dag. Í Neskaupstað verður fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð. Björgunarsveitarmenn ganga í hús á rýmingarsvæðunum og leiðbeina íbúum. Leiðbeina íbúum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað birti punkta fyrir þá sem þurfa að rýma. Muna þarf að ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa það með ásamt lyfjum, fatnaði, mat fyrir gæludýr, nauðsynjar ungabarna og öðrum nauðsynlegum hjálpartækjum. Ekki má gleyma hleðslutækjum eða -bönkum til að hlaða raftækin. Þegar húsnæðið er yfirgefið skal passa að allir gluggar og hurðar séu lokaðar, að hiti sé á húsinu og skilja skal eftir ljós í forstofu og við útidyr. Einnig skal tryggja að öll matvæli liggi ekki undir skemmdum. Þá skal skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað. Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið. Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags. Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að svæði SE25 yrði rýmt en því hefur verið breytt í svæði SE26.
Snjóflóð á Íslandi Veður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira