Menning

Létu sig ekki vanta á frum­sýningu Ung­frú Ís­lands

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Félagarnir Sturla Atlas og Joey Christ létu sig ekki vanta og voru í góðu stuði á föstudagskvöld.
Félagarnir Sturla Atlas og Joey Christ létu sig ekki vanta og voru í góðu stuði á föstudagskvöld.

Það var hátíðarandi í lofti á föstudagskvöld þegar Borgarleikhúsið frumsýndi leikritið Ungfrú Ísland. Þangað mættu öll helstu fyrirmenni landsins hvort sem var um að ræða Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson eða Berglindi Festival og Joey Christ.

Íris Tanja Flygenring fer með aðalhlutverkið í verkinu sem byggir á samnefndri verðlaunaskáldsögu Auðar Ölvu.Hekla þráir að skrifa en það reynist fjarlægur draumur fyrir unga konu á Íslandi rétt eftir miðbik síðustu aldar. Draumurinn er enn fjarlægari fyrir Íseyju, sem er gift og komin með barn og eru sjálfkrafa allar bjargir bannaðar. Bara að fá að vera til á eigin forsendum virðist utan seilingar og hið sama upplifir hinn ungi Jón John.

Það var gríðarleg gleði í lofti á föstudagskvöld og var frumsýningin virkilega vel heppnuð. Vísir fékk sendar myndir frá kvöldinu sem fanga stemninguna. Ungfrú Ísland er kyngimögnuð saga sem gerist á barmi byltinga, fangar tíðaranda og tilfinningar.

Þetta er saga um baráttu fólks fyrir höfundarétti á eigin lífi á tímum þegar sjálfstæði kvenna og hinseginleiki voru þyrnar í augum íhaldsams samfélags, barátta sem enn er háð í dag. En þetta er einnig saga um sjálfan sköpunarkraftinn, lífsviljann og ævarandi leit að betri heimi, þar sem allt það sem ekki er orðið til kraumar undir yfirborðinu og brýtur sér leið í ljósið með tilheyrandi titringi og átökum.

Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson, Bryndís Halldórssdóttir og Hany Hadaya.

Berglind Pétursdóttir og Sigrún María Jörundsdóttir.

Kristín Þorsteinsdóttir og Þorsteinn J.

Ásdís Sigurðardóttir og Elín Eyþórsdóttir.

Logi Pedro, Alma Huntington-Williams, Ágúst Sveinsdóttir, Hallveig Hafstað Haraldsdóttir.

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Runno Allikivi og Vigdís Eva Guðmundsdóttir.

Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi og Agnes Grímsdóttir.

Ísak Hinriksson, vinkona og Kristinn Arnar Sigurðsson leikmyndahönnuður.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Yr S. Leifsdóttir.

Stella Önnudóttir-Sigurgeirsdóttir, Hallgrímur Helgason og Margrét María Hallgrímsdóttir.

Sólborg Einarsdóttir, Gúa Margrét, Rán Ragnarsdóttir, Ágúst Wiigum, Katla Njálsdóttir og Þóra Pétursdóttir.

Jónmundur Grétarsson, Sonja Björk Jónsdóttir, Davíð Þór Katrínarson og Védís Garðarsdóttir.

Ragnheiður Maísól og Ragnar Ísleifur Bragason.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Una Þorleifsdóttir og Einar Þór Karlsson.

Bergrún Andradóttir, Inga Auðbjörg Straumland og vinkona.

Ólafur Egill Egilsson og Egill Ólafsson.

Lína Petra Þórarinsdóttir, Katla Hreiðarsdóttir, María Krista og vinkona.

Viktoría Blöndal og Heba Eir Kjeld.

Jökull Smári Jakobsson og Helgi Grímur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.