Varnar­mennirnir björguðu Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tosin Adarabioyo (nr. 4) fagnar marki sínu.
Tosin Adarabioyo (nr. 4) fagnar marki sínu. EPA-EFE/ANDY RAIN

Chelsea vann loks leik í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði farið fimm deildarleiki án sigurs þegar Úlfarnir mættu á Brúnna í kvöld. Voru það varnarmenn liðsins sem tryggðu liðinu sigur.

Miðvörðurinn Tosin Adarabioyo kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Matt Doherty jafnaði metin fyrir gestina í uppbótartíma fyrri hálfleiks og allt jafnt þegar síðari hálfleikur hófst.

Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella kom Chelsea yfir eftir fyrirgjöf Kiernan Dewsbury-Hall þegar klukkustund var liðin og vængmaðurinn Noni Madueke gerði út um leikinn fimm mínútum síðar eftir undirbúning miðvarðarins Trevoh Chalobah.

Lokatölur 3-1 og Chelsea nú í 4. sæti með 40 stig, fjórum minna en Arsenal og Nottingham Forest sem eru á milli Chelsea og toppliðs Liverpool sem er með 50 stig ásamt því að eiga leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira