Handbolti

„Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gísli Þorgeir var léttur í dag.
Gísli Þorgeir var léttur í dag. Vísir/Vilhelm

Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb.

Líkt og greint var frá í þætti dagsins af HM í dag var Þorgerður Katrín á ferð og flugi um keppnishöllina í gær. Sagan segir að Hassan Moustafa hafi verið á leiknum og krafist þess að Þorgerður veitti verðlaun fyrir mann leiksins þegar hann frétti að viðveru ráðherrans.

Klippa: Gott að vinna loksins riðil

Aðspurður um hvort hann viti hvað hafi gengið á milli þeirra Þorgerðar og Moustafa í viðtali á liðshóteli landsliðsins í dag segir Gísli:

„Já, ég var einmitt að koma úr kaffi með mömmu og fjölskyldunni. Auðvitað er gaman að vita af því fyrir leik að fjölskyldan kæmi og yrði í stúkunni. Maður fær alltaf gott í hjartað við að vita af þeim að styðja við mann. En ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli en bara flott skilurðu.“

Rætt var við Gísla um leik gærkvöldsins, stöðuna fyrir framhaldið, komandi leik við Egypta og fleira til.

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.

Ísland og Egyptaland mætast klukkan 19:30 annað kvöld í Zagreb. Um er að ræða fyrsta leik strákanna okkar í milliriðli og toppsæti hans undir. Liðinu verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.


Tengdar fréttir

Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn

Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt.

„Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“

Varnarleikurinn og markvarslan fékk mikla athygli eftir sigurinn á Slóvenum í gærkvöldi en í Besta sætinu var einnig rætt um sóknarleik íslenska liðsins og innkomu fyrirliðans Arons Pálmarssonar um miðjan fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×